Tölvumál - 01.10.1997, Qupperneq 11

Tölvumál - 01.10.1997, Qupperneq 11
TOLVUMAL Tímasprengja - árið 2000 Eftir J, Pdma Hinriksson í Tölvumálum, eins og mörgum öðrum tímaritum, hefur verið fjallað um ár 2000 vandamálið, sem tölvuheimurinn á við að glíma og hefur verið líkt við tíma- sprengju. í Computer World, september 1997, er fjallað um könnun sem Gartner Group hefur gert á stöðu mála varðandi árið 2000. Niður- stöður Gartner byggja á athugun hjá 2.300 fyrirtækjum í 17 löndum. Fyrirtæki voru flokkuð í 5 hópa þannig að í hópi 1 lentu fyrirtæki sem eingöngu könnuðust við vandamálið og í hópi 5 lentu fyrir- tæki sem höfðu gert lagfæringar á helstu upplýsingakerfum sínum. í niðurstöðum Gartners kemur fram að um 30 % fyrirtækja lenda í hópi 1 og veldur það mörgum áhyggj- um. Ríkisendurskoðun hefur gert athugun á stöðu mála hér á landi hjá ríkisaðilum og voru niðurstöð- ur athugunarinnar birtar í skýrslu sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Þar kemur m.a. fram að flestum aðilum, sem haft var samband við, var kunnugt um vandamálið en höfðu ekki hafist handa við lausn þess. Ef fyrirtæki fresta því mikið lengur að takast á við vandamálið bendir allt til að mörg upplýsinga- kerfi munu stöðvast eða verða ónothæf vegna þess að fram munu koma villur í mörgum fonitum við útreikninga, samanburð og röðun á dagsetningum þegar unnið er með ártöl utan 1900-1999. Jafn- framt mun kostnaðurinn aukast eftir því sem nær dregur alda- mótum. Gartner Group áætlar að kostnaðurinn aukist um 20% til 50% á hverju ári fram til aldamóta. Villur byrja að koma upp í tölvu- kerfum og ennfremur mun verða kostnaðarsamara að eiga við vandamálið þegar lítill tími er til stefnu og ekki hægt að taka skipu- lega á verkefninu. Þó verkefnið sé gríðarlegt á heimsvísu er það einfaldara við- fangs á Islandi. Mun fæm gömul tölvukerfi eru í notkun hér á landi og því er tækniumhverfi og högun upplýsingakerfa almennt full- komnari hérlendis. Þó má ekki vanmeta umfang verkefnisins og nauðsynlegt að leysa það tíman- lega áður er ártalið 2000 fer að valda vandræðum í upplýsinga- kerfunum. Á undanförnum árum hafa íslensk hugbúnaðarfyrirtæki þurft að gera álíkar ef ekki enn stærri breytingar á hugbúnaði sem þau hafa haft með höndum. Er þá skemmst að minnast kennitölu- breytingarinnar, en þá var lykil- svæði stækkað og breytt að sam- setningu sem kallaði á breytingar á flestum hugbúnaðarkerfum hér á landi. Ennfremur réðust nokkrir aðilar fyrir ekki löngu síðan í breytingu á stafasetti og þurfti að umbreyta nokki'um íslenskum sér- stöfum sem fyrirfundust í íslensk- um hugbúnaðarkerfum. Tæknileg lausn vandamálsins er í raun sáraeinföld þegar það er skoðað frá forriti til forrits. Það eina sem til þarf er að stækka dag- setningarsvæðið um tvo stafi og taka tillit til aldarinnar við með- höndlun dagsetninga. Það er aftur á móti umfang verkefnisins sem er vandamál. Dagsetningar eru not- aðar í nær öllum hugbúnaðarkerf- um viðskiptalegs eðlis, í forritum, í gagnaskrám, í skjámyndum og gögnum sem flæða milli tölvu- kerfa. Öll umfjöllun um gæðamál hefur farið sífellt vaxandi. Góð, öguð og skipuleg vinnubrögð eru lykilatriði við lausn verkefna af þessum toga. Prófanir eru einn tímafrekasti þátturinn og er því mikilvægt að setja upp gott próf- unarumhverfi svo auðvelt verði að prófa breytingarnar og lagfæra villur sem kunna að finnast. Einnig er afar miklvægt er að standa vel að stjórnun verkefnisins og mikil- vægt að verkefnahópurinn hafi sterkt bakland frá yfirstjórn við- komandi fyrirtækis. Hjá Skýrr starfar nú verkefna- hópur sem hefur yfirumsjón með framkvæmd vinnunnar. Það sem mestu máli skiptir við lausn vanda- málsins er að takast á við það tímanlega og með skipulögðum vinnubrögðum. Við lausn verkefn- isins mun reyna fyrst og fremst á góða verkefnastjómun og áætlana- gerð. Finnaþarf bestu lausnina, sjá til þess að tekið verði á öllum vandamálum sem upp kunna að koma og samræma vinnubrögðin þannig að breytingar og prófanir á hugbúnaðinum verði gerðar á OKTÓBER 1997 - 11

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.