Tölvumál - 01.10.1997, Side 17

Tölvumál - 01.10.1997, Side 17
TÖLVUMÁL Amazon lang stærstir Hægt er að líta á Amazon í Bandaríkjunum sem frumkvöðla í netverslun með bækur þótt margir hafi opnað á undan þeim, þar á meðal Bóksala stúdenta. Amazon hefur hins vegar tekist að markaðs- setja sig gríðarlega vel og vart er hægt að finna þann bókaáhuga- mann, sem jafnframt fylgist með upplýsingabyltingunni, að hann hafi ekki skoðað sig um á vefnum þeiiTa. Amazon býður upp á lang mest úrval bóka, eða um 2.5 millj- ónir titla að eigin sögn en stærstu samkeppnisaðilarnir segjast vera með í kringum 1.2 milljónir titla. Þeir flokka þó bækurnar þannig að notandanum ætti alltaf að vera ljóst hversu langan tíma það taki að finna til bækurnar og senda þær af stað. Notandinn getur svo valið sendingai'máta þar sem meginregl- an er: Þeim mun fljótari, þeim mun dýrari. Mikil velta en tap næstu árin Þegar Amazonbooks var komið á fót, hafði einungis einn af stofn- endunum reynslu af verslun með bækur. Hann kom reyndar frá Barnes and Noble, stærstu bóksöl- um í heimi. Amazon hefur verið starfrækt frá árinu 1995. Veltan jókst þrjátíufalt á milli áranna 1995 og 96, úr 511 þúsund í tæpar 16 milljónir dollara og ljóst er að veltan hefur aukist umtalsvert á þessu ári. Sem dæmi um það var síðasti fjórðungur síðasta árs sá lang söluhæsti hjá fyrirtækinu það árið. í mars fór Amazon á almenn- an hlutabréfamarkað í Banda- ríkjunum og bauð 2.87 milljón hluta á verðinu 13 dollara. Út úr þessu hlutafjárútboði hugðust þeir fá um 34 milljónir dollara sem ættu að nægja til að reka verslunina næstu árin og bæta við þjónustuna. Mikil samkeppni var um bréfin og virðast þeir hafa náð markmiðum sínum. Þrátt fyrir allt þetta er Amazon rekið með miklu rekstrartapi og gerir ráð fyrir að tapa fé næstu sjö árin. I fyrra nam tapið tæpum sex milljónum dollara. Amazon hyggst nota hið aukna hlutafé til þess að halda áfram að leggja mikið fé til kynningar- og markaðsstarfs auk þróunar á vefsvæði sínu með tilliti til tækni og þjónustu. í framtíðinni hyggst Amazon ekki einskorða sig við bækur held- ur stefna að því að verða seljandi hvers kyns upplýsinga yfir netið. Margir möguleikar til að finrsa bækur við hæfi Amazon hefur nýlega endur- bætt vefsvæði sitt umtalsvert. Boðið er upp á fjölmarga nýja möguleika sem meðal annars auð- velda fólki að finna bækur við sitt hæfi og fylgjast með umræðu. Eins geta menn skráð helstu áhugasvið sín og fengið upplýsingar um allar nýjar bækur sem út koma á þeim sviðum. Amazon hefur ennfremur stofn- að til samstarfs við Yahoo leitar- vélarnar sem gefur notendum sínum kost á því að leita í gagna- grunni Amazon að bókum sem tengjast leitarorðum í Yahoo. Þannig geta notendur komist beint í gagnagrunn Amazon frá síðu leitarvélarinnar. Búast má við að samstarf með þessum hætti eigi eftir að aukast mikið á vefnum á næstu misserum. Mikil samkeppni í aðsigi Bames and Noble höggva mik- ið til í sama knérunn og Amazon og búast má við harðri samkeppni þar á milli. Þeir eru stærstu bók- salar í heimi og hafa um 1.2 mill- jónir titla á skrá. Þeir leggja mikið upp úr því að bjóða upp á umræðu um bækur, viðtöl við höfunda og dóma um nýjar bækur, auk þess sem sem metsölulistar era aðgengi- legir. The Bookplace ætlar sér einnig stóra hluti auk þess sem því hefur verið fleygt að Intemet book- shop hyggist bæta töluvert við sinn vef. Auk þessa eru fjölmörg tímarit um bækur aðgengileg á vefnum. Publishers Weekly á gott svæði (www.bookwire.com/pw), New York Review of Books (www. nybooks.com/nyrev) býður upp á nokkrar greinar í mánuði og Barnes and Noble eru í samstarfi við The New York Times Book Review. I samvinnu við The Bookplace er ennfremur starfrækt vefritið Bookends (www.book- ends.co.uk). Þannig má kannski í heild segja að hér sé að verða til nýr verslunar- máti til hliðar við hefðbundna sölu bóka í bókabúðum þar sem einnig fer fram lífleg bókmenntaumræða. Kristján Guy Burgess er verk- efnisstjórí hjá Vöku-Helgafelli og kennir upplýsingatœkni við Fjölbrautaskólann við Ar- múla. Ný heimasíða Skýrslutæknifélags íslands http://www.sky.is OKTÓBER 1997 - 17

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.