Tölvumál - 01.10.2000, Page 3

Tölvumál - 01.10.2000, Page 3
Tímarit Skýrslutæknifélags íslands TÖLVUMÁL • E • F • N • I • Ný lög um persónuupplýsingar SlGRÚN JÓHANNESDÓTTIR 6 Schengen samkomulagið 0 VlGFÚS ERLENDSSON Nafnleyndarkerfi ÍE Skeggi Þormar 16 Persónuvernd í viðskiptum og stjórnsýslu Þoreir Sigurðsson 21 E-business Rafrænir viðskiptahættir JÓN SlGURÐSSON OG PER CHRISTIANSEN 23 doc.is JÓN Pétur Einarsson 26 Minning: Ottó A. Michelsen 28 Ráðstefna um persónuvernd í viðskiptum og stjórnsýslu - Dagskrá 30 Ráðstefnur og sýningar 32 Blaðið er að þessu sinni að mestu helgað umræðunni um per- sónuvernd og birtast hér greinar í tengslum við ráðstefnu Sl og Staðlaráðs um þetta málefni. Líklega gera sér fæstir grein fyrir því hve víða upplýsingar um þá eru skráðar og jafnvel hve viða er fylgst með viðkomandi. Netið er helst nefnt í því sambandi og víðtæk notkun kennitölunnar er mörgum sömuleiðis hugleikin. Núna hefur Persónuvernd tekið við af Tölvunefnd og munu ný lög hafa víðtæk áhrif, og eins og fram kemur í blaðinu, snerta nánast öll fyrirtæki á landinu sem verða tilkynningaskyld ef þau halda gagna- grunna sem tengja megi beint við einstaklinga. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2001 kemur fram að verja eigi 64 milljónum króna á næsta ári til tungutækni. Lesendur Tölvumála minnast þess ef til vill að fyrir rétt rúmu ári síðan var fjallað itarlega um þennan málaflokk I kjölfar skýrslu sem þá var gefin út af Menntamálaráðuneytinu en tungutækni var einnig til umræðu á ráðstefnu Sl og Euromap í desember 1998. Eins og bent var á í blaðinu á sínum tíma snýst tungutækni ekki bara um tölvur sem tala og skilja mælt mál heldur ennfremur um atriði á borð við íslenskun notendaforrita og stýrikerfa, hjálparforrit við ritun íslensku, að mögulegt sé að nota íslenska stafi við hverskyns aðstæður og við vélrænar þýðingar. Að mörgu leyti á okkar ágæta tungumál erfitt uppdráttar í heimi tölvunnar. Dæmi þar um er hvernig íslenska er limlest í SMS skeytasendingum og einnig það að langflestir nota núna tölvur sem búnar eru stýrikerfum og notendaforritum á ensku, og sniðin að ensku. Ekki mun ástandið batna þegar nauðsynlegt verður að ávarpa þær á sama tungumáli. Hér þarf að spyrna við fótum. Það er vonandi að sá skilningur sem þessum málaflokki er sýndur verði til að sess íslenskunnar verði betur tryggður á öllum vígstöðvum. Einar H. Reynis ISSN-NÚMER: 1021-724X Tölvumál 3

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.