Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 11
Schengen samkomulagicS
Eftirlit verður með öll-
um farþegum sem eru
að koma inn á eða
fara út af Schengen
svæðinu. Eftirlitið
verður óháð því hvort
farþegar ætla að
hafa viðdvöl á Islandi
eða ekki
árið um kring. Þátttökuríkin greiða allan
stofn- og rekstrarkostnað af eigin N.SIS.
Með Schengensamkomulaginu skuld-
binda þátttökulöndin sig til þess að tryggja
eftirfarandi:
• Oviðkomandi aðilar hafi ekki aðgang
að húsnæði sem hýsir tölvubúnað kerf-
isins.
• Ekki sé mögulegt að slá inn, breyta eða
eyða gögnum í kerfinu í heimildarleysi.
• Óviðkomandi hafi ekki aðgang að
tölvukerfinu í gegnum samskiptabúnað.
• Notendur kerfisins hafi aðeins aðgang
að gögnum samkvæmt aðgangskerfi.
• Hægt sé að rekja hvaða gögnum hefur
verið bætt í kerfíö, af hverjum og
hvenær.
• Ekki sé mögulegt að lesa, afrita, breyta
eða eyða gögnum á meðan á gagna-
flutningi stendur.
• Aðeins starfi hæft fólk við upplýsinga-
kerfið, sem standist öryggisathugun
(Security Checks)
ÍSIS verkefnið
Forritið sem sér um notendaskilin við hina
íslensku notendur, kallast ÍSIS. Unnið er
að þróun innlenda kerfisins, ISIS, af
Nýherja hf. og er kerfið nú langt komið í
kerfisprófunum. Kerfið tengist N.SIS kerf-
inu sem hefur nú þegar verið sett upp á
íslandi. Ekki er gert ráð fyrir að N.SIS
kerfið tengist öðrum kerfum, heldur er það
sjálfstæður samskiptahluti við C.SIS. All-
ir notendur á Islandi munu því tengjast
ISIS. Til þess að athuga heilleika tækni-
lega afritsins í ÍSIS gagnvart N.SIS mun
verða framkvæmdur gagnagrunns-
samanburður með reglubundnu millibili.
Meginmarkmiðin með ÍSIS verkefninu
eru:
• Að ísland verði tilbúið með kerfið á
réttum tíma miðað við tímaáætlanir.
• Að Islendingar geti staðið við allar
skuldbindingar sínar í tímaáætlun urn
sameiginlegar uppsetningar og prófanir
með öðrum Schengen ríkjum.
• Að velja traustan og tæknilega hæfan
samstarfsaðila til þess að taka að sér
verkefnið.
• Að kostnaðaráætlanir SKS og tilboðs-
upphæð haldist.
Meginmarkmiðin með ÍSIS kerfinu eru:
• Uppitími sé mjög góður og kerfið
aldrei óstarfhæft meira en Schengen
reglur segja til um.
• Allar þarfir Islendinga um aðgang að
gögnum og möguleikum á skráningum
í Schengen gagnagrunninn séu upp-
fylltar.
• Allir skilmálar sem Schengen samstarf-
ið setur kerfinu séu uppfylltir.
• Vemdun upplýsinga og aðengi að
gögnum sé tryggt.
• Svartími í fyrirspumum sé góður.
• Tenging kerfisins við miðlæga
Schengen upplýsingakerfið verði örugg
og stöðug í rekstri.
• Islenska gagnagrunninum verði haldið í
fullkomnu samræmi við miðlæga
Schengen gagnagrunninn.
• Auðvelt sé að þróa og breyta kerfinu
miðað við breytingar á Schengen um-
hverfinu og Schengen upplýsingakerf-
inu.
Notkunarstaðir ISIS og gagnaflæði
Landamærastöðvar
Mesta notkun kerfisins verður við
landamæragæslu í Leifsstöð á Keflavíkur-
flugvelli. Eftirlit verður með öllum farþeg-
um sem em að koma inn á eða fara út af
Schengen svæðinu. Eftirlitið verður óháð
því hvort farþegar ætla að hafa viðdvöl á
Islandi eða ekki. Sérstakar breytingar
verða gerðar á flugstöðinni samfara gildis-
töku samningsins. í fyrsta áfanga er gert
ráð fyrir 22 landamæraeftirlitsbásum, sem
allir eru með tölvur með fyrirspumarað-
gangi í ÍSIS. Til þess að ná sem mestum
afköstum, einkum í tengslum við
Ameríkuflug Flugleiða verða einnig not-
aðir lesarar (skannar) sem lesa texta og
kóða af vegabréfum með sjálfvirkum hætti
og framkvæma fyrirspurn í SIS.
Sambærilegt landamæraeftirlit mun fara
fram á öðmm flugvöllum og höfnum þar
sem búast má við umferð inn eða út af
Schengen svæðinu. í flestum tilvikum
verður notast við tengingar lögreglu eða
sýslumannsembætta við tölvukerfi Dóms-
málaráðuneytisins um lokað víðnet. Sam-
skipti biðlara við miðlægan gagnagrunn
verða auk þess dulkóðuð.
Tölvumál
11