Tölvumál - 01.10.2000, Page 15
Schengen samkomulagið
að var með fulltrúum dómsmálaráðuneytis
og væntanlegum umsjónar- og rekstrarað-
ilum kerfanna. Einnig var fundað með
fulltrúum dómsmálaráðuneytis og tölvu-
nefndar vegna lagalegs umhverfis per-
sónuverndar á Islandi. Um svipað leyti
kom einnig úttektarnefnd vegna lögreglu-
samvinnu. I september fóru fram úttektir
tveggja nefnda vegna landamæraeftirlits á
flugvöllum og í höfnum. I febrúar á næsta
ári er svo von á stórri úttektarnefnd, sem
framkvæmir ítarlega úttekt á rekstrar- og
öryggisþáttum SIS, SIRENE og VISION
kerfanna. Þegar Island hefur staðist allar
þessir úttektir er það fullgilt af Schengen
samstarfinu til þess að taka við landa-
mæravörslu á ytri landamærum samstarfs-
ins. Gagnvart innri landamærum er þá
landamæraeftirliti hætt og íslendingar geta
ferðast til annarra Schengen landa án þess
að sæta vegabréfaeftirliti nánast eins og
um væri að ræða innanlandsferð.
Vigfús Erlendsson er tæknifræðingur frá
Tækniskólanum í Kaupmannahöfn
og starfar hjá Skráningarstofunni hf.
Vigfús er tæknilegur verkefnisstjóri
vegna Schengen og fulltrúi Islands í sam-
settri tækninefnd (COMIX) íslands og
Noregs og ESB nefndarinnar Council
Working Group on Schengen Information
System - Technology (SIS-TECH), sem
hittist a.m.k. á mánaðarfresti og vinnur að
þróun SIS og tekur á þáttum er varða
rekstur þess.
ICELANDAIR. HOTELS
Upplýsingar og bókanir í síma 50 50 910
www.icehotel.is • icehotel@icehotel.is