Tölvumál - 01.10.2000, Side 23

Tölvumál - 01.10.2000, Side 23
Rafrænir viÖskiptahættir E-business - Rafrænir viðskiptahættir Jón Sigurðsson og Per Christiansen Rafrænir viðskipta- hættir, er nokkuð sem fyrirtæki munu ekki komast hjá þvl að taka upp Lausnir fyrir rafræna viðskiptahætti taka hins vegar á öllum þáttum fyrirtækja- reksturs Intemetið er nýr og áhrifamikill vett- vangur viðskipta, samvinnu og sam- skipta. Á næstu tíu árum mun intemet- ið breyta því hvemig við lifum, vinnum, læmm og stundum viðskipti. Intemetið er þegar byrjað að hafa umtalsverð áhrif. Fyrirtæki og almenningur nota intemetið til samskipta og öflunar og miðlunar upplýsinga. Verslun á intemetinu (e. ,,e-commerce“) er komin vel á veg en viðskiptalausnir sem keyra alfarið á inter- netinu, svokallaðar „e-business“ lausnir, þar sem verslun á netinu er eingöngu hluti af heildarlausninni, em það sem koma skal. E-business, sem þýtt hefur verið yfir á íslensku sem rafrænir viðskiptahættir, er nokkuð sem fyrirtæki munu ekki komast hjá því að taka upp, spurningin er verða þau fyrst á sínu sviði eða síðust. Internetið - lykilinn velgengni í árslok 1998 gerði PriceWaterhouse Coopers rannsókn sem náði til stórs hóps forstjóra stórfyrirtækja í 19 löndum.1 í þessari rannsókn taldi helmingur að- spurðra sig sjá ógnun frá óhefðbundnum keppinautum sem notuðu internetið og rafræna viðskiptahætti sem lykil að mark- aði þeirra. Fimmtungur aðspurðra bjóst við að velta þeirra tengd rafrænum við- skiptaháttum ykist a.m.k. 20% næstu fimm árin. Næstum allir voru sannfærðir um að rafrænir viðskiptahættir væru orðn- ir eða myndu verða fyrirtækjum þeirra afar mikilvægir. í annarri úttekt PWC kemur fram að áætlaðar fjárfestingar í internettækni í Evrópu - bæði vél- og hugbúnaði - muni nema nálægt 30.000 milljörðum króna árið 2000. Ráðgjafafyrirtækið Gartner Group telur að 25% af markaði fyrir tölvubúnað til neytenda muni snúast um internet, en 70% af fyrirtækjamarkaðnum árið 2005.2 Rafrænir viðskiptahættir eru bylting í fyrirtækjarekstri Segja má að það sé einkum tvennt sem einkenni fyrirtæki sem stunda hina svokölluðu rafrænu viðskiptahætti; annars vegar hvernig þau nýta sér kosti intemets- ins við rekstur með þeirri auknu skilvirkni sem því fylgir og hins vegar hvemig þau greina og nýta sér þau viðskiptatækifæri sem skapast sökum þess að allir viðskipta- vinir, samstarfsaðilar, birgjar og starfs- menn eru tengdir saman í gegnum inter- netið. Hefðbundin fyrirtæki hafa flest hver mörg ólík kerfi eins og fjármála-, starfs- manna-, innkaupa og sölukerfi. Oft koma þessi kerfi frá ólíkum aðilum og þá getur verið tímafrekt og kostnaðarsamt að keyra saman upplýsingar úr þessum ólíku kerf- um ef það er þá á annað borð mögulegt. Lausnir fyrir rafræna viðskiptahætti taka hins vegar á öllum þáttum fyrirtækjarekst- urs; þáttum eins og innkaupum, fram- leiðslu, netverslun, gagnasöfnun og mark- aðs-, sölu-, dreifingar-, starfsmanna- og fjármálum. Allar upplýsingar fara í einn upplýsingabrunn og auðvelt er að nálgast upplýsingar í rauntíma sama hvaða þætti eða þáttum fyrirtækjarekstursins þær tengjast. Upplýsingarnar eru aðgengilegar öllum þeim sem fyrirtækið hefur hag af að veita aðgang að þeim hvenær og hvar sem er í gegnum internetið, hvort sem það eru starfsmenn, birgjar eða viðskiptavinir. Fullkomnar lausnir fyrir rafræna við- skiptahætti nýta krafta internetsins og því er komist hjá notkun á flóknum og oft kostnaðarsömum biðlara/miðlara hug- búnaði. Rafrænir viðskiptahættir eru fyrir stóra sem smóa Sé rétt haldið á málum felur internetið í sér möguleika fyrir smá fyrirtæki á að ná sömu athygli og stórfyrirtæki jafnvel þó um heimsmarkað sé að ræða. Það er af- leiðing þessara nýju viðskiptahátta að smá fyrirtæki geta á stuttum tíma náð mikilli markaðshlutdeild sýni þau sveigjanleika og viðbragðsflýti á markaði sem breytist nánast dag frá degi. Einkafyrirtæki verða að móta nýja stefnu til þess að lifa þessa byltingartíma Tölvumál 23

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.