Tölvumál - 01.10.2000, Síða 25
Rafrænir viÖskiptahættir
Aílir hafa þær upp-
lýsingar sem þeir
þurfa til þess að
tryggja skilvirka
þjónustu, arðbæran
rekstur og
samkeppnishæfni
um skilningi nema hvað notandinn get-
ur ,,flett“ sjálfur eða valið þær síður
sem hann hefur áhuga á.
2. Tvíhliða samskipti við notendur,
hægt að skiptast á hugmyndum: A
öðru stigi eru notendurnir virkir þátt-
takendur. Fyrirtækið aflar sér upplýs-
inga um notandann, sérþarfir hans og
smekk. Notandinn getur verið við-
skiptavinur, birgir eða annar samstarfs-
aðili.
3. Viðskipti: Sala, greiðsla og dreifing
vara og þjónustu: Auglýsingin á
internetinu er orðin að búð. Nú geta
viðskiptavinir valið vörurnar af „raf-
rænum hillum“ og borgað með
greiðslukorti. Upplýsingar um pöntun-
ina fara sjálfvirkt til dreifingaraðilans
sem sér um afgreiðslu og sendingu
vörunnar.
4. Samhæfing Internet-tækni við bak-
vinnslu3, viðskiptavini og birgja: Nú
nýtir fyrirtækið eða stofnunin sér kosti
rafrænna viðskiptahátta til fullnustu.
Nú eru kerfi og ferli - sala, markaðs-
starf, viðskiptamannabókhald, fjárhags-
bókhald, framleiðsla, flutningar, lager,
dreifíng, birgjar o.s.frv. - samþætt í eina
heild. Gögn urn viðskiptavini, sölutöl-
ur, framleiðslu, birgðir o.s.frv. eru alltaf
uppfærð og aðgengileg þeim sem nota
þau. Allir hafa þær upplýsingar sem
þeir þurfa til þess að tryggja skilvirka
þjónustu, arðbæran rekstur og sam-
keppnishæfni. Þeir geta líka brugðist
hratt og markvisst við breytingum - á
markaðnum, í aðfangakeðjunni eða
innan fyrirtækisins.
Þetta breytingaferli er ekki auðvelt. Fyr-
irtækið sem er orðið fyrirtæki sem nýtir
rafræna viðskiptahætti hefur þurft að
breyta miklu til þess að laga sig að þessu
nýja skipulagi. En það verður líka að vera
tilbúið til að ganga í gegnum enn meiri
breytingar í framtíðinni til þess að halda
stöðu sinni á síbreytilegum markaði, því
fyrirtæki sem nota rafræna viðskiptahætti
eru í stöðugri þróun.
Rafrænir viðskiptahættir - ekki spurn-
ing hvort heldur hvenær
Spurning er ekki Irvort fyrirtæki fara
yfir í rafræna viðskiptahætti heldur ein-
göngu hvenær það gerist. Verða þau fyrst
eða síðust? Gera þau það á sínum forsend-
um eða á forsendum þeirra samkeppnisað-
ila sem voru fyrri til? Nú er rétti tíminn
fyrir fyrirtæki til að huga að þessari nýj-
ustu þróun í rekstri og starfrækslu fyrir-
tækja. Víða erlendis er þróunin komin vel
á veg en hér á landi eru fyrirtæki að taka
sín fyrstu skref. Nokkur fyrirtæki hér á
landi gefa sig út fyrir hafa á boðstólnum
lausnir fyrir rafræna viðskiptahætti. Þar á
meðal er Teymi hf. sem er umboðsaðil
Oracle á Islandi. Lausn sú sem Teymi
býður upp á ber heitið Oracle e-business
suite og á efni þessarar greinar fyllilega
við um þá lausn því Oracle e-business
suite er heildarlausn fyrir öll þau fyrirtæki
sem vilja svara kalli tímans og verða
„e-business“ fyrirtæki.
Jón Sigurðsson og Per Christiansen.
Höfundar eru sölustjórar Oracle e-business
suite hjá Teymi hf.
1 PriceWaterhouseCoopers: Inside the Mind of
the CEO. (í huga forsljórans). The 1999 Global CEO
Survey. World Economic Forum 1999. Annual Meet-
ing Davos Switzerland.
2 Peter Söndergaard managing Vice President,
Gartner Group. GG European Symposium í Cannes,
Nóvember 1999
3 Bakvinnsla (e. Back office) er allt það sem fer
fram að tjaldabaki, meðhöndlun pantana, útskrift
reikninga, framleiðsla, lager o.s.frv. Framlínan (e.
front office) snýr beint að viðskiptavininum. Báðar
hliðar þurfa að vera skilvirkar og vinna vel saman til
þess að viðskiptavinurinn leiti aftur til fyrirtækisins.
Tölvumál
25