Tölvumál - 01.09.2003, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.09.2003, Blaðsíða 21
Tungutækni: Hagkvæm lausn Tungutækni: Hagkvæm lausn Þórarinn Stefónsson Verulegur sparnaður getur verið fólginn í því að veita sjálfvirk- an aðgang að upp- lýsingum og þjónustu gegnum síma Þannig getur skyn- samleg innleiðing tungutæknilausna sparað, létt starfsálag og bætt þjónustu þjónustuvera mikið. Núna í vetrarbyrjun verður fyrsti ís- lenski talgreinirinn tilbúinn til notkunar. Um svokallaðan stakorðagreini er að ræða og er honum ætlað að geta skilið íslenskar skipanir sem gefnar eru í gegnum sírna í um og yfir 97% tilvika. Undanfarna mánuði hefur verið unnið hörðum höndum að gerð þessa greinis í verkefninu Hjali, sem er samvinnuverk- efni menntamálaráðuneytis, Landssímans, Nýherja, Grunns Gagnalausna og Hex Hugbúnaðar. Hluti af verkefninu er að ís- lensk hljóðfræði hefur verið skilgreind og varpað yfir í reglur sem talgreinirinn skil- ur. Nefna má að hljóðungar í íslensku, sem eru minnstu merkingarbæru einingar máls, hafa verið skilgreindir innan hljóð- ritunarstaðalsins SAMPA og 30 þúsund orða grunnorðasafn verið hljóðritað. Einnig var safnað upptökum frá ríflega 2.000 manna úrtaki, rétt dreifðu eftir aldri, kyni og búsetu. Hljóðdæmin tóku á öllum hljóðungasamsetningum íslensks máls og hafa nú verið hljóðrituð til notkunar við þjálfun talgreinisins. Talgreinirinn sjálfur er frá Scansoft, stærsta framleiðanda tungutæknilausna í heimi og er íslenska 48. tungumálið sem sá talgreinir skilur. Til gamans má nefna að tungumál númer 47. var baskneska og 46 málið. var finnsk- sænska. íslenskum fyrirtækjum verður boðinn aðgangur að talgreininum og nauðsynlegri tengingu við símkerfið hjá Landsímanum. Verður þar um hýsingu að ræða, en einnig verður hægt að kaupa notkunarleyfi fyrir þá sem kjósa að reka slrkar lausnir sjálfir. Gerð fyrstu almennu tungutæknilausn- anna sem nýta munu talgreininn er þegar hafin og munu þær fara í loftið um leið og talgreinirinn er tilbúinn. Eftir miklu er að slægjast á þessu sviði, því tungutækni- lausnir hafa sannað sig þar sem þær hafa verið nýttar. Dæmi eru af tungutækni- lausnum í þjónustuverum, upplýsingaveit- um og stjórntækjum. Hvað gera svona talviðmót? Verulegur sparnaður getur verið fólginn í því að veita sjálfvirkan aðgang að upplýs- ingum og þjónustu gegnum síma, en að auki er hægt að breikka þjónustusvið, auka skilvirkni og blanda saman ólíkum þjónustuþáttum á annan hátt en áður hefur reynst unnt. Öll fyrirtæki hafa áhuga á sparnaði og þá sérstaklega ef hann er ekki látinn bitna á starfsfólki eða þjónustu við viðskipta- vini. Sem dæmi um slíkt er notkun tungu- tækni í þjónustuverum. Meðalkostnaður símtals sem svarað er í þjónustuveri er á bilinu 140-1.400 krónur, allt eftir því hversu flókið og langt símtal- ið er. Tungutæknilausnir geta auðveldlega svarað einföldum fyrirspurnum og veitt aðgang að algengum upplýsingum fyrir tí- unda hluta af kostnaði meðalsímtals. Á þennan hátt létta þær álagið á þjónustu- fulltrúum, losa þá við mikið af endurtekn- ingum og gera þeim kleift að einbeita sér að flóknari viðfangsefnum fyrir viðskipta- vini. Að auki þá stytta þær þann tíma sem viðskiptavinur þarf til að fá úrlausn sinna mála. Þannig getur skynsamleg innleiðing tungutæknilausna sparað, létt starfsálag og bætt þjónustu þjónustuvera mikið. Virðisaukandi þjónusta Fyrirtækjum gefst einnig tækifæri til að breikka þjónustusvið sitt, koma efni og upplýsingum á framfæri á nýjan hátt sem hefði ekki verið mögulegur áður. Dæmi um þetta er fréttasími Mbl.is, sem hóf göngu sína fyrr á þessu ári. Þegar talgrein- is nýtur við mun fréttasími Mbl.is veita aðgang að gnægð upplýsinga sem fmna má á vef Mbl.is, ekki eingöngu fréttir heldur upplýsingar um færð og veður, samgöngur, bíóin og margt fleira. Ef haldið er áfram með sama dæmi, þá er ekkert því til fyrirstöðu að blanda sam- an upplýsingaveitum og sölukerfum. Not- andi sem hringir í fréttasíma Mbl.is og fær upplýsingar um sýningartíma kvikmynda gæti þannig pantað miða á sýningu klukk- an 10 í Háskólabíói og miðarnir biðu hans Tölvumál 21

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.