Tölvumál - 01.09.2003, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.09.2003, Blaðsíða 26
Gegnir Óhætt að fullyrða að fyrir utan safnkostinn séu bókfræðifærslurn- ar verðmætasta eign safnanna. Hugmyndin að einu bókasafnskerfi fyrir öll bókasöfn heillrar þ/óðar er einstök. skráningu bókfræðiupplýsinga hjá bókasöfnum landsins og er óhætt að fullyrða að fyrir utan safnkostinn séu bókfræðifærslurnar verðmætasta eign safnanna. Fyrir notandann hefur sam- skrá þann ótvíræða kost að leitað er í öllum safnkostinum óháð staðsetningu, þ.e. hann eða hún fær að vita hvort gögnin séu yfir höfuð til í landinu eða ekki. • í öðru lagi að útrýma tví- og/eða marg- skráningu bókfræðifærslana svo og annara upplýsinga og auka þannig hagræði á landsvísu. • Þriðja helsta markmiðið er að bjóða upp á nútímalegt viðmót, þ.e.a.s. vefað- gang fyrir almenna notendur og Windows-viðmót fyrir starfsmanna- þætti kerfisins. • I fjórða lagi er takmarkið að veita land- mönnum jafnt aðgengi að safnkosti bókasafnanna, þ.e. bókum, tímaritum, myndböndum, tónlistarefni, rafrænum tímaritum og öðru rafrænu efni óháð búsetu. Áætlað er að kerfið þjóni öllum lands- mönnum, hýsi allt að 2 milljónir bók- fræðifærslna, 5 milljónir eintaka og ráði við allt að 5 milljónir útlána á ári. Sam- kvæmt gögnum Hagstofu Islands og menntamálaráðuneytis eru ca. 350 bóka- söfn á landinu og má ætla að flest þeirra verði virk söfn í kerfinu. Samvinnuverkefni Hugmyndin að einu bókasafnskerfi fyrir öll bókasöfn heillrar þjóðar er einstök. Samskrár sameina yfirleitt safnkost safna sem þjóna svipuðum notendahóp eins og samskrá háskólabókasafna eða samkrár al- menningsbókasafna. Vandi og sérstaða Gegnis er sú að samskráin sameinar ólíkar safnategundir. Öllum má vera ljóst að há- skólakennarar og börn erum með mjög mismunandi þarfir og nálgun í upplýs- ingaleit. Bókfræðileg samskrá útheimtir samvinnu, sameiginleg vinnubrögð og einingu um að lúta einni stjóm sem ákvarðar vinnulag og reglur varðandi skráningu og meðferð annara upplýsinga. Sameiginlegt bókasafnskerfi með útlán- um, aðföngum, skráningu o.s.frv. til við- bótar útheimtir enn meira samstarf, það er samvinnu um safnkost, notendaskrá og þjónustu við lánþega. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda safna eftir tegund: Fjöldi bókasafna eftir tegund Almenningsbókasöfn................. 62 Háskólasöfn......................... 8 Framhaldsskólasöfn................. 45 Grunnskólasöfn.................... 185 Rannsóknar- og stofnanasöfn.... 50 Alls:..................... 350 söfn Uppbygging Grunnuppbygging kerfisins byggist á einni sameiginlegri skrá með bókfræðileg- um upplýsingum sem notendur leita í. Söfnunum er skipt í 14 stjómunareiningar sem stýra útlánaumhverfi og öðrum innri þáttum kerfisins. Sjá mynd, Uppbygging Gegnis. Uppbygging Gegnis Bókasafnskerfið Kerfið sem varð fyrir valinu heitir Al- eph500, frá Ex Libris, ísraelsku hugbún- aðarfyrirtæki, og er það í notkun í yfir 500 bókasöfnum í 40 löndum. Kerfið er biðlara/miðlara kerfi byggt á Oracle gagnagrunni. Kerfið byggir á ríkj- andi stöðlum eins og MARC21 bókfræði- staðlinum, Unicode stafasettinu og Z39.50 samskiptastaðlinum. Hýsing Ákveðið var að fá sérhæfðan aðila til að sjá um daglegan rekstur vélbúnaðar svo Landskerfi bókasafna hf. gæti einbeitt sér að faglegri uppbyggingu bókasafnskerfis- ins og þjónustu við bókasöfnin. Að undan- gegnu útboði varð ANZA hf.,www.anza.is, fyrir valinu og sér það um hýsingu á bókasafnskerfinu. Samning- 26 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.