Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 8
Arðsemi fjárfestinga
Hvernig á að meta arðsemi
fjárfestinga í upplýsingatækni?
Þröstur Sigurðsson
Arðsemi fjárfestingar (e. return on
investment; ROI) í upplýsinga-
tækni er ekki alltaf áþreifanleg.
Fjárfesting í tækni getur skilað sér á
marga vegu. I fyrsta lagi er hægt að lækka
tilkostnað við framleiðslu eða þjónustu, í
öðru lagi má ná fram ábata í auknum gæð-
um þjónustunnar, sem bæði getur komið
fram í lægri tilkostnaði og aukinni sölu. í
þriðja lagi getur fjárfestingin skilað fjár-
festinum ábata með því að skapa honum
sérstöðu á markaði, þ.e. hún verður vopn í
baráttu við samkeppnisaðila.
Fjárfesting í tækni
getur skilað sér á
marga vegu.
Hver er tilgangur fjárfestingarinnar?
I hverju tilviki fyrir sig er mikilvægt fyrir
fjárfestinn að gera sér grein fyrir því áður
en fjárfest er hver tilgangurinn sé, að öðr-
um kosti verður erfitt að meta arðsemina.
Margar aðferðir hafa verið notaðar við
mat á arðsemi fjárfestinga og hér munum
við aðeins skoða nokkrar þeirra.
Til þess að einfalda umræðuna skulum
við taka dæmi. Til okkar kemur atvinnu-
rekandi sem hyggst fjárfesta í tækjabún-
aði, sem kostar 15 m.kr. Hann hefur met-
ið það svo að á fyrsta ári eftir að hann
kaupir búnaðinn, geti hann minnkað
prentkostnað sinn um 1,0 m.kr. og salan
muni aukast um 0,5 m.kr. vegna þess að
samkeppnisaðilarnir hafi ekki aðgang að
sömu tækni (sérstaða). Frá og með öðru
ári mun afkoman batna um 2,0 m.kr. á ári.
Búnaðinn, sem endist í 25 ár, má selja
fyrir 1,5 m.kr. í lok tímabilsins.
Okkar maður hefur nú þegar gert sína
útreikninga. Hann hefur farið í gegnum
bókhaldið hjá sér, og fjárhagsáætlanir þar
sem tekið hefur verið tillit til fjárfestingar-
innar. Niðurstaðan er að arðsemin er mis-
mikil á milli ára. Á fyrsta árinu er arð-
semin unt 6% og í lok tímabilsins er hún
orðin tæp 500%.
Ár 1 2 3 4 25
Rekstrarreikningur Hagræðing 1,5 2,0 2,0 2,0 2,0
Afskriftir -0,6 -0,6 -0,6 -0,6 -0,6
Afkoma 0,9 1,4 1,4 1,4 1,4
Eign 15,0 14,4 13,8 13,2 0,6
Sala (í árslok) 1,5
Arðsemi 6,0% 9,7% 10,1% 10,6% 483,3%
Vinur okkar er nú ekki alveg viss um
hvemig hann á að túlka þessa niðurstöðu.
Hann ætlar sér ekki að taka lán fyrir fjár-
festingunni og hefur því ekki gert ráð fyrir
fjármagnskostnaði í útreikningum sínum.
Hann þekkir einnig til núvirðisútreikn-
inga og hefur reiknað hvert núvirði fjár-
festingarinnar sé og innri vextir (e.
intemal rate of return, IRR). Munurinn á
útreikningi á núvirði og innri vöxtum er
að núvirði gefur niðurstöðu í krónum, þ.e.
að miðað sé við ákveðna ávöxtunarkröfu,
en innri vextir segja til um hversu háa
ávöxtunarkröfu fjárfesting getur borið,
þannig að hún skili sér á pari, þ.e. núvirði
hennar yrði núll krónur.
Til einföldunar skulum við gera ráð fyr-
ir því að besta ávöxtunin sem okkar rnaður
getur fengið með nokkurri vissu sé að fjár-
festa í skuldabréfum sem gefið hafa um
8% ávöxtun að jafnaði. Áhættan við fjár-
festingu í tækjabúnaði sér er hins vegar
nokkru meiri og gerir hann því hærri
ávöxtunarkröfu eða 10% við núvirðingu
fjárfestingarinnar.
8
Tölvumál