Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 13
Viðtal við formann SKÝ
Fyrir vel flesta skiptir
tæknin ekki máli út af
fyrir sig, heldur
hvernig henni er beitt
og hún hagnýtt við
margvísleg dagleg
störf.
Við val á efni fyrir
ráðstefnur og fyrir-
lesurum hefur mikil
áhersla verið lögð á
gæði og fag-
mennsku.
heimilistækjum, í viðskiptum, heilbrigðis-
þjónustu, skólum o.s.frv. Fyrir vel flesta
skiptir tæknin ekki máli út af fyrir sig,
heldur hvemig henni er beitt og hún hag-
nýtt við margvísleg dagleg störf. Um leið
og veröldin tengist saman í upplýsinganet
af ýmsu tagi fjölgar hlekkjunum í sam-
skiptakeðjunni. Við treystum orðið á að
aðrir vinni sína vinnu vel svo við getum
unnið okkar. Yfirsýn, þekking og sam-
vinna ólíkra faghópa er því nauðsynleg
fyrir alla, og hefur Ský óneitanlega sér-
stöðu á íslandi. Innan Ský starfar tækni-
fólk, kennarar, viðskiptafræðingar, mark-
aðsfólk, fjölmiðlafólk, lögfræðingar og
svo má lengi telja. Margir vita urn eða
hafa sótt vel heppnaðar ráðstefnur og
fundi félagsins um ýmis upplýsingatækni-
mál en færri gera sér grein fyrir því að
Ský er eina þverfaglega félag landsins í
upplýsingatækni og heldur úti skrifstofu
með tveimur starfsmönnum.“
Markmið að breikka bakgrunn félags-
manna enn frekar
Endurspeglar framkvæmd á stefnu Ský
þennan breiða bakgrunn? „Já, ég tel að
það hafi tekist vel. Ráðstefnur og fræðslu-
fundir Ský um hina ýmsu þætti upplýs-
ingatækninnar hafa í gegnum árin leitt
saman þá sem málin varða. Við val á efni
fyrir ráðstefnur og fyrirlesurum hefur
mikil áhersla verið lögð á gæði og fag-
mennsku. Með því að stofna faghópa á
ýmsum sviðum, gefa út Tölvumál og
tölvuorðasafn sem allir hafa ókeypis að-
gang að í gegnum vef íslenskrar málstöðv-
ar, reynir félagið að þjóna félagsmönnum
sínum. Þeir eru stöðugt hvattir til að koma
með ábendingar og tillögur um allt sem
varðar upplýsingatækni og félagsstarfið.
Vefur félagsins var t.d. nýlega endurhann-
aður með tilliti til þess að ná betur til fé-
laganna. Þess ber einnig að geta að þó svo
að bakgrunnur félagsmanna sé breiður
vinnur félagið að því um þessar mundir að
breikka hann enn frekar.”
Félagið verður að þróast í takt við
sjólfa upplýsingatæknina
Varðandi áhuga á meðal félagsmanna á
starfi Ský segir Svana að hann endur-
speglist í því að að atburðir félagsins, ráð-
stefnur og hádegisverðarfundir séu oftast
mjög vel sóttir. „Tölur sýna þó að oft er
helmingur þátttakenda utanfélagsmenn.
Þeir þátttakendur hafa kannski ekki áttað
sig á því að afsláttur félagsmanna af at-
burðum er yfirleitt meiri en sem nemur ár-
gjaldi félagsins. f stefnumótunarvinnu
sem farið hefur fram innan stjómar á
þessu ári hefur berlega komið í ljós að
þörf er á að félagið þróist í takt við sjálfa
upplýsingatæknina.“
Að lokum, eflir Ský faglega umræðu
um upplýsingatækni að þfnu mati og
hvemig telur þú að staðan væri ef Ský
væri ekki til staðar? Ég er þess fullviss að
Ský efli mjög faglega umræðu um upplýs-
ingatækni hér á landi. Hver myndi leiða
saman ólíka faghópa til að ræða saman um
notkun upplýsingatækni ef Ský hyrfi?
Tölvutækni ú órinu
Tölvumál
13