Tölvumál


Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 24
HagfræcSi upplýsingaöryggis Hagfræði upplýsingaöryggis Hvað borgar sig að gera í öryggismálum? Þorvarður Kári Ólafsson Grein þessi byggir í meginatriðum á M.S. ritgerð höfundarins[l] um stjórnun upplýsingaöryggis í skipulagsheildum. Hægt er að líta á við- fangsefnið stjómun upplýsingaöryggis (ISM, Information Security Management) á ensku) sem skörun þriggja fagsviða. I fyrsta lagi fræðanna um stjómun í skipu- lagsheildum, í öðru lagi fræða um upplýs- ingar, gögn og þekkingu og í þriðja lagi fræða um öryggi, áhættu og óvissu. Myndin sýnir þessa skörun og dregur jafn- framt fram hliðarsviðin þrjú þar sem tvö fagsviðanna þriggja skarast. Upplýsingar og öryggi skarast í þeim fræðum sem fjalla um aðgengi, réttleika og leynd (CIA, Confidentiality Integrity Availabity) á ensku), stjórnun og upplýsingar skarast í fræðunum um stjórnun upplýsinga og þekkingar, en stjórnun og öryggi skarast í fræðunum um öryggisvernd, áhættu og óvissustjómun. Hér er ekki rúm til að kafa djúpt í hugmyndir manna á hverju fagsviði, en látið nægja að skýra helstu fræðileg atriði sem tengjast niðurstöðun- um, áður en við snúum okkur að raunhluta rannsóknarinnar. Stjórnun ó Hmum upplýsingatækni og óvissu Gmndvallarhugmyndir manna um við- skiptalífið og upplýsingakerfi hafa tekið miklum stakkaskiptum síðustu áratugina. Hin hraða þróun tækninnar, enn hraðari breytingar í viðskiptaumhverfmu og tak- markanir á rökhugsun mannsins gera ókleift að laga upplýsingatæknina að við- skiptastefnu fyrirtækis og hagnýta hana með rökrænum hætti. Hugmyndir um for- skrifaðan tilgang viðskipta og upplýsinga- kerfa em því á undanhaldi. Skilningur er að aukast á æðri þroskastigum stjórnunar á tímum upplýsingatækni, og dugar þá ekki að tala um samþætta innri hagræð- ingu eða markaðsdrifna árangursstjómun. Venkatraman2 kallar æðstu þroskastigin endurhögun viðskiptaneta og enduraf- mörkun viðskipta. Normann3 segir að end- urskipan verði á verðmætasköpun, þegar framleiðslu- og þjónustueiningarnar fara að starfa sjálfstætt og verðmætasköpunin felst í því að raða þeim rétt saman hverju sinni, í stað þess að binda þær saman í ósveigjanlegt kerfi eins og gert var í iðn- fyrirtækjum. Þannig fæst ný vara, og fyrir- tæki sem kann að nýta sér þessa aðferð þarf ekki endilega að hafa allar einingarn- ar eða heildarlausnirnar innan sinna vé- banda. Nóg er að geta stýrt þeim í réttan farveg og gera sér mat úr þeirri verðmæta- sköpun sem þá verður. Ný tækni gerir mönnum þannig kleift að skapa meiri verðmæti og á fleiri vegu, með nýjum við- skiptamynstrum, sem byggja á þvf að virkja viðskiptavininn og viðskiptasamfé- lög og setja saman það sem Normann kall- ar verðmætaglæsihóp (value con- stellation). Sýna má myndrænt hvernig verðmætaglæsihópar brjóta niður hefð- bundnar hugmyndir manna um samkeppni og gera kleift að þjóna viðskiptavinum á sveigjanlegri hátt. Þótt atvinnugreinar séu komnar mis- langt á þeiiri þróunarbraut sem lýst er hér 24 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.