Tölvumál


Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 29
Hagfræði upplýsingaöryggis Kröfur um aðgengi brjóta niður eignarhald á upplýsingum Smærri skipulagsskref minnka áhættuna eftir aðstæðum hversu mikla áherslu þarf að leggja á hvern þessara þátta. Eftir því sem áherslan er meiri á einhvem þátt stækkar yfirleitt upplýsingaöryggiskakan, en stundum getur aukin áhersla á einn þátt minnkað áhersluna á annan þátt. Þannig geta auknar kiöfur um aðgengi leitt til slíkra viðhorfsbreytinga að rnenn slaki smám saman á kröfum um leynd og eign- arhald. Með minni áherslu á eignarhald verða upplýsingarnar þá í raun almenn- ingseign og því minni ástæða til að óttast um þær, en eðlilegt að þær varnir sem enn kann að vera þörf á færist frá fyrirtækjum og einstaklingum yfir í innviði þjóðfélags- ins, þeas verði hluti af starfsemi netsins. Aðgengi mætti t.d. tryggja með sjálfvirkri öryggisafritun yfir netið, og réttleika gagna með auknu aðgengi og opnum tjá- skiptum á netinu. Hvorutveggja (öryggis- afritun yfir netið og opin tjáskipti um net- ið) þekkist nú þegar og miðað við fram- angreinda þróun má búast við að það verði enn útbreiddara. I framhaldi af auknu að- gengi sem leiðir til minni áherslu á leynd og eignarhald gæti þannig orðið auðveld- ara að tryggja aðgengi og réttleika, og þá minnkar öll öryggiskakan. Það eina sem verður eftir af henni er að tryggja réttleika gagna í flóknum kerfum, en þar gæti þró- unin orðið sú að kerfin verði bútuð niður í einingar, svipað og Normann3 segir að fyrirtæki verði, og með einfaidari kerfum minnkar hættan á villurn. Samantekt Með hinni hröðu tækniþróun geta upplýs- ingar auðveldlega farið að flæða nýjar leiðir, þ.e.a.s. þær leka út á ófyrirséðum stöðum og ný áhrif gera þær óáreiðanlegar eða óaðgengilegar. Þannig úreldast stjórn- kerfi upplýsingaöryggis smám saman, sér- staklega ef þau eru mjög flókin. Því þarf stjórnun upplýsingaöryggis að vera sívirk og smærri skipulagsskref minnka áhætt- una. Trúnaður, réttleiki og aðgengi togast á, og því koma auknar áherslur á einn þessara þátta niður á hinum eða stækka ör- yggiskökuna. Þessi rök renna stoðum und- ir þá kenningu að kröfur um aðgengi brjóti niður eignarhald á upplýsingum og í kjöl- farið minnki öryggiskakan og flókin kerfi brotni niður. Heimildir: 1 Þorvarður Kári Ólafsson (2004): Stjómun upplýs- ingaöryggis í skipulagsheildum - hugtakarammi og íslenskur veruíéiki. Óbirt M.S. ritgerð í við- skiptafræði við Háskóla íslands. 2 Venkatraman N (1994). From Automation to Business Scope Redefinition. Sloan Management Review Vol. 35, No. 2, 72-87. Boston: MIT. 3 Normann R (2001). Reframing business: When the map changes the landscape. Chichester: Wiley. 4 Ahituv N (2002). Opna upplýsingasamfélagið. Morgunblaðið 29. desember 2002, 16-17. Reykja- vík: Arvakur. 5 AS (2003). AS 8000 Good govemance principles. Australia: AS. 6 Runólfur Smári Steinþórsson (2003). Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greininarlíkön. Tímarit um við- skipti og efnahagsmál. Reykjavík: Háskóli ís- lands. 7 Þorvarður Kári Ólafsson (2004): Dæmi um stjóm- un upplýsingaöryggis í raun. Vefrit Tölvumála 10. ágúst 2004. Reykjavík: www.sky.is Þorvarður Kári Olafsson, tölvunar- og viðskiptafræðingur Tolvumál 29

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.