Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 21
Rafræn skil á skattskýrslum
Samdráttur í prentun
eyðublaða mældist á
fimmta tonn á milli ár-
anna 2002 og
2003 og Ijóst er að
enn frekar mun draga
úr prentunarkostnaði
á næstu árum.
Ábendingar þessar
eru ekki siður fram-
teljendum í hag, t.d.
þegar bent er á að
gleymst hafi að færa
frádrátt á móti
ökutækjaslyrk
Hins vegar hagræði við móttöku, flokkun,
innslátt og yfirferð yfir framtöl.
Við að meta hagræðið við útgáfu og
dreifingu verður að líta til framtíðar og
hafa til hliðsjónar þá stefnu skattyfirvalda
að þróa framtalsgerð í átt að pappírslaus-
um samskiptum. Þessi þróun er þegar vel
á veg komin en hún felur ekki einvörð-
ungu í sér að framteljendur telji rafrænt
fram heldur að draga stórlega úr eða jafn-
vel hætta dreifingu framtalseyðublaða,
leiðbeininga og álagningarseðils. Þegar til
lengri tíma er litið noti framteljendur þess
í stað framtalsvefinn og varanlegan
veflykil til allra sinna samskipta við skatt-
yíirvöld, þar með talið að sækja framtal
fyrra árs, fylla út framtal ársins, koma á
framfæri leiðréttingu framtals, sækja
álagningarseðil, senda inn kærur, fyrir-
spumir o.s.frv. Þegar hafa um 60.000
framteljendur afþakkað að fá pappírsfram-
talið sent og yfir 10.000 afþökkuðu að fá
álagningarseðilinn sendan á fyrsta ári sem
boðið er upp á þann valkost. Samdráttur í
prentun eyðublaða mældist á fimmta tonn
á milli áranna 2002 og 2003 og ljóst er að
enn frekar mun draga úr prentunarkostn-
aði á næstu árum. Beinn sparnaður skatt-
kerftsins í formi minni kostnaðar við
prentun og dreifingu nemur u.þ.b. 70 kr. á
hvert framtal, 50 kr. til viðbótar á hvern
álagningarseðil og 40 kr. til viðbótar á
hvert hefti framtalsleiðbeininga sem spar-
aðist.
Vélræn yfirferð - aukið hagræði - minni
villuhætta
Mesta hagræði skattkerfisins af rafrænum
framtalsskilum felst í vélrænni yfirferð
framtala og sparnaði við móttöku, flokkun
og innslátt. Rafræn framtöl fara öll í gegn-
um svokallaða regluprófun. Hún felur í sér
að framtölin sæta vélrænni prófun skv. um
1.400 reglum álagningarskoðunar sem
byggðar hafa verið inn í sjálfvirk skoðun-
arkerfi. Nú er svo komið að yfir helmingur
allra framtala einstaklinga stenst allar
regluprófanir og fá þau þá að öllu jöfnu
ekki frekari skoðun, þ.e. mannshöndin
kemur hvergi næm álagningu á þessi
framtöl. Þá er einnig verulegur ávinningur
af því að mikið dregur úr villutíðni vegna
villuleitar og ábendinga sem innbyggðar
eru í rafræna framtalsgerð. Þessu til við-
bótar sparast innsláttur upplýsinga í kerfm
í samanburði við handskráningu af papp-
írsframtölum. Að síðustu má nefna það
hagræði sem hlýst af kerfisbundinni upp-
lýsingasöfnun um framtalsgerðina sjálfa
sem rafvæðing framtalanna hefur í för
með sér. Hún felur í sér greiningu á því á
hvaða yfirferðarreglum framtöl falla helst
í vélrænni yfirferð, samantekt upplýsinga
á algengustu villum og því hvaða upplýs-
ingar virðist helst vanta í framtalsgerðinni.
Afurð þessarar úrvinnslu er yfirlit yfir þau
atriði sem helst þarfnast úrbóta við þróun
framtalsformsins, leiðbeininga og jafnvel
við lagasetningu eftir atvikum.
Það er ekki heiglum hent að meta með
nákvæmni umfang hagræðisins sem hlýst
af framangreindum atriðum. Samkvæmt
úrtaksskráningu á vinnutíma við yfirferð
framtala má þó áætla að sparnaður nemi
nálægt 130-160 kr. á hvert framtal laun-
þega. Ætla má að spamaður við yfirferð
rekstrarframtala sé mun meiri enda u.þ.b.
fimmfalt tímafrekara verk.
Þá er ekki búið að reikna þann hag sem
tvímælalaust felst í auknum gæðum fram-
talsyfirferðar, samræmi í meðferð framtala
á landsvísu, kerfisbundinni upplýsinga-
söfnun til betrumbóta síðar meir og já-
kvæðu viðhoifi almennings til framtals-
gerðar og skattyfirvalda.
Tímasparnaður fyrir framteljendur
Ef við metum þessu næst hag framteljenda
af rafrænum skattskilum, þá er meginá-
vinningurinn sparaður tími við upplýs-
ingaleit, innslátt upplýsinga og franttals-
gerðina sjálfa, þ.m.t. vegna ábendinga um
villur, upplýsingavöntun o.þ.h.
Abendingar þessar eru ekki síður
framteljendum í hag, t.d. þegar bent er á
að gleymst hafi að færa frádrátt á móti
ökutækjastyrk eða að frádráttarbært
iðgjald í lífeyrissjóð vanti. Einnig er
ávinningur fyrir suma í spöruðum burðar-
gjöldum og umslögum. Aldrei hafa verið
gerðar á því mælingar hér á landi hve
framtalsgerð tekur langan tíma en ætla má
að framtalsgerð einstaklings eða hjóna
hafi verið að taka frá innan við klukku-
tíma og upp í nokkrar kvöldstundir, allt
eftir hversu umsvif hvers og eins eru mik-
il. Væntanlega var algengt að „venjulegt“
fólk með reglulegar tekjur, hús, bíl og
Tölvumál
21