Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 33
Tilraunasamfélagið
myndarinnar um tilraunasamfélög fyrir
rafræn viðskipti.
w & ^ ■mm
>/ Inntak Samþætting og aölögun / Færslur J
Útfærsla, lausnir
m
•/ Upplýsingaöryggi / Auðkenning Áreiðanleikastjórnun J
Öryggi og traust
r
Lög og reglur / Staðlar og stöðlun / Sammæli um framkvæmd viðskipta J
Laga og stöölunargrunnur
r
^ Menntun, þróun og rannsóknir / Hugarfar og viðhorf / Samstarf og samráð J
Frumforsendur
eBCM er byggt upp í fjórum lögurn,
þ.e. frumforsendur; laga- og stöðlunar-
grunnur; öryggi og traust og útfærsla og
lausnir. í hverju lagi eru lykilþættir, svo-
nefndar „byggingareiningar", sem eru
nauðsynlegar fyrir virkni hvers lags, tólf
einingar, þrjár í hverju lagi. Hér verður
ekki farið út í það að lýsa hverri bygging-
areiningu fyrir sig, en vísað þess í stað á
vef verkefnisins www.eteb.org um frekari
upplýsingar. Módelið á að þróa og nýta
sem vegvísi við mat á stöðu rafrænna við-
skipta sem og við val og framkvæmd
verkefna til eflingar rafrænum viðskipta-
háttum.
Norræna nýsköpunarmiðstö&in styður
þróun módels fyrir rafræn viðskipti
Eins og áður greinir hafa aðilar í fimm
löndum sameinast um tilraunasamfélags-
verkefnið með það að markmiði að byggja
upp samþætt og rafræn viðskiptasamfélög.
í öllum löndunum er horft til eBCM sem
sameiginlegs vegvísis sem þarf að útfæra
með mælanlegum markmiðum og viðmið-
um. Vegvísirinn á svo að meta stöðu ein-
stakra byggingareininga í þátttökulöndun-
um en hann á jafnframt að vera það al-
gildur (generiskur) að hann geti nýst öðr-
um samfélögum eða skipulagsheildum,
allt frá heilum hagkerfum til einstakra fyr-
irtækja. Að þróa módelið þannig að það
þjóni þessum markmiðum kallar á vinnu
sérfræðinga í löndunum sem þurfa að fara
yfir áðurnefndar lýsingar á byggingarein-
ingunum, afla gagna í sínum löndum og
draga fram niðurstöður sem skýra virkni
og mikilvægi hverrar byggingareiningar
og þess burðarlags sem þær tilheyra. Sam-
starfshópur landanna, ákvað því í vor að
leita eftir stuðningi frá Norrænu nýsköp-
unarmiðstöðinni (NlCe) www.nor-
dicinnovation.net, sem tók til starfa í byrj-
un þessa árs og er afkomandi tveggja nor-
rænna þróunarsjóða sem voru sameinaðir.
I stuttu máli sagt, þá samþykkti stjóm
sjóðsins umsóknina og fjármögnun verk-
efnisins sem nemur allt að 40% af heildar-
umfangi þess. Það sem á vantar kemur frá
umsækjendum í formi vinnu og aðstöðu.
Heiti verkefnisins er eBusiness Cotnm-
unity Model - Research and Assessment
Model, eBCM-RAP.
Urn þessar mundir er unnið að undir-
búningi eBCM-RAP, m.a. með myndun
verkefnisstjórnar, vali á ráðgjafa verkefn-
isins og vali á sérfræðingum í hverju landi
til að taka þátt í þróun eBCM. Stefnt er að
því að í byrjun næsta árs fari fram fyrsta
könnun verkefnisins af þremur, sem ætlað
er að gefa þann upplýsingagrunn sem þarf
til að stilla upp algildu (generisku) módeli
með skilgreiningum og árangursviðmið-
um. Áætlað er að verkefnið taki 3 ár og að
á þeim tíma verði í gangi önnur verkefni
tilraunasamfélagsins sem nýta munu nið-
urstöður eBCM-RAP eftir því sem þær
verða til og miðla til baka upplýsingunt
sem nýtast við þróun módelsins og inn-
leiðingu á þeirri þekkingu sem byggist
upp í verkefninu.
Eitt af þeim verkefnum sem fyrirhugað
er að fara í er á sviði vitundarvakningar og
starfsmenntunar starfsmanna í verslun og
þjónustu. Það verkefni mun hafa það að
markmiði að taka við þeirri þekkingu og
skilningi sem byggist upp í eBCM-RAP
um lykilþætti rafrænna viðskipta og miðla
henni til starfsmanna.
Ávinningur af
tilraunasamfélagsverkefninu
í skýrslu OECD frá 2003 Seizing the
Benefits oflCT in a Digital Economy segir
m.a.:
“While the existence of an ICT-prod-
ucing sector can support growth, this is
Tölvumál
33