Tölvumál


Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 15
ArcSsemi upplýsingatækn I • Borgaradrifin: Áhersla er lögð á þarfir almennings, en ekki á stjórnsýsluna né stofnunina. • Árangursdrifinn: Áhersla er lögð á að skila mælanlegum ávinningi fyrir al- menning. • Markaðsbyggð: Áhersla er á að styðja nýsköpun. Áður en hið opinbera tekur ákvörðun um að fjárfesta í upplýsingatækni verður að vega og meta þessa þætti. Það þarf að meta hinn harða ávinning, þ.e. krónur og aura, auk hins óáþreifanlega ávinnings, þ.e. verkferla og stefnumarkmið. Ákvörð- un embættis Ríkisskattstjóra um rafræn skattskil á vef er dæmi um vel heppnaða ákvörðun og framkvæmd sem uppfyllir ofangreind skilyrði fyrir fjárfestingu. Þróun upplýsingatækni hefur haft áhrif á ríkisvaldið. Ríkið hefur leitt þróun á notkun á upplýsingatækni á Islandi. Má sem dæmi nefna að Skýrsluvélar Ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR) var stærsti rekstraraðili upplýsingatækni á ís- landi um tíma. Þróunin síðastliðin 50 ár hefur verið sú að við höfum einungis verið að nýta upplýsingatækni við að gera hlut- ina eins og við höfum alltaf gert þá, það er að færa gögn oftast af pappír í stafrænt form og síðan aftur til baka á pappír í lok vinnsluferils. Til þess að ná fram auknum ávinningi af fjárfestingu í upplýsingatækni er nauðsynlegt að breyta verkferlum og aðlaga þá að þeim möguleikum sem upp- lýsingatæknin býður okkur. Það getur haft í för með sér breytingu á því hvernig ríkis- valdið starfar. Upplýsingatækni er orðin að neysluvöru sem ekki er hægt að vera án. 1 Sjá grein Eriks Brynjolfsson í Optimize, issue 21, July 2003. 2 Office of Management and Budget er hluti af skrif- stofu Bandaríkjaforseta sem sér um samræmingu á stefnu framkvæmdarvaldsins og fjárlagavinnu. Sjá stefnu í upplýsingatækni á vefslóðinni http://www.whitehou- se.gov/omb/egov/2003egov_strat.pdf Jónas Ingi Pétursson Rekstrarhagfræðingur Dóms- og kirkiumálaráðuneyti Þökkum neðangreindum fyrirtækjum stuðninginn 0 TÖLVUMIÐLUN PÁRX Viðskiptaráðgjöf IBM Skógarhlíð 12 • sími 580 4300 ■ info@parx.is * TÖLVUMIÐSTÖÐ SPARISJÓÐANNA RAUÐARÁRSTÍG 27 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI540 4000* • TELEFAX 540 4184 ^REIKNISTOFA TOBANK4NNA hugbúnaðarhús Tölvumál 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.