Tölvumál


Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 19
Hagnýting á upplýsingatækn Möguleikarnir á nýtingu kerfisins eru því óteljandi og má segja að þessi lausn sé virkilega góð brú fram í þann tíma er rafræn persónuauð- kenni verða almenn- ingseign. aðilar hafa samþykkt eigendaskiptin og greiðandinn greitt nauðsynleg gjöld sendir íslandsbanki staðfestingu á greiðslu aftur með SOAP-vefþjónustu til Umferðarstofu Viðskiptavinur skráir upplýsingar um eigendaskiptin á heimasíðu Umferðar- stofu. Viðskiptavinur staðfestir að upplýs- ingarnar séu réttar og sendir þær til Um- ferðarstofu til greiningar. Forritið fram- kvæmir ýmsar prófanir á gögnunum sem hafa verið slegin inn í kerfið, t.d. er kann- að hvort seljandinn sé réttmætur eigandi viðkomandi ökutækis, hvort kaupandi hafi aldur til að eiga bíi o.s.frv. Öllum jaðartil- fellum er hafnað og viðskiptavininum vís- að til skrifstofu Umferðarstofu. Séu upp- lýsingarnar réttar er gerð fyrirspurn í gagnagrunna um áfallin opinber gjöld á viðkomandi ökutæki. Notandanum eru því næst birtar upplýsingar um þann kostnað sem þarf að greiða í heimabank- anum áður en eigendaskipti geta átt sér stað. Notandinn velur hvaða aðili við- skiptanna á að bera kostnað að viðskiptun- um. Því næst eru upplýsingar sendar til banka allra þeirra sem standa að kaupun- um. Þeir þurfa að skrá sig inn í sinn heimabanka og staðfesta þar að eigenda- skiptin megi fara fram. Sá sem hefur ver- ið valinn sem greiðandi verður að auki að samþykkja greiðslu alls kostnaðar. Til- kynning og samþykktir um greiðslur eru síðan sendar til Umferðarstofu þar sem eigendaskiptin eru að lokum skráð. Eins og sjá má er þetta ferli flóknara en flest þau ferli sem heimabanki yrði nýttur til staðfestingar á. Næsta viðfangsefni er að bjóða upp á skráningu ökutækja úr um- ferð og umsókn um einkamerki. I þeim tilfellum þarf einungis að fylla út umsókn á vefnum og þarf viðkomandi umsækjandi aðeins að fara í heimabanka sinn, staðfesta umsóknina og samhliða millifæra viðeig- andi gjald. Umsóknin skráist hjá Umferð- arstofu og er ferlinu þar með lokið. Möguleikamir á nýtingu kerftsins eru því óteljandi og má segja að þessi lausn sé virkilega góð brú fram í þann tíma er raf- ræn persónuauðkenni verða almennings- eign. Einar Solheim og Jón Gunnar Björnsson starfa hjá Umferðarstofu Tölvumál 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.