Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 35
Örmerkjatæknin RFID
Örmerkjatæknin RFID -
Möguleikar og framtíðarhorfur
Kristján M. Ólafsson
Rannsóknir beggja
vegna Atlantsála
sýna að við með-
höndlun á sér stað
rýrnun sem mælist í
milljónum dollara og
evra, eftir því í hvora
áttina er litið.
/
Aundanförnum misserum hefur
mikið verið ritað um nýja tækni
við að merkja vörur. Unnið hefur
verið markvisst að þróun örmerkjatækn-
innar (RFID - Radio Frequency Identi-
fication) til að hún geti nýst við merkingar
vara og er þá horft til viðbótarávinnings af
þeirri tækni umfram möguleika sem felast
í hefðbundnum strikamerkingum. Með
strikamerkjum er
hver sölueining
vöru auðkennd
með sérstöku
númeri (GTIN -
Global Trade
Item Number) og
llutningseiningar
með hlaupandi
númerum þar sem hver eining fær sitt ein-
staka númer (SSCC - Serial Shipping
Container Code). Með örmerkjatækninni
eru möguleikar á að ganga lengra við
merkingar og ná þannig viðbótarávinningi
umfram hefðbundnar strikamerkingar.
Or- eða strikamerki?
Strikamerkingar eru í dag nýttar við merk-
ingar vara sem eru fluttar til eftir aðfanga-
keðjunni. í skilvirkri aðfangakeðju er upp-
lýsingum safnað þar sem varan er með-
höndluð. Rannsóknir beggja vegna Atl-
antsála sýna að við meðhöndlun á sér stað
rýrnun sem mælist í milljónum dollara og
evra, eftir því í hvora áttina er litið. En þar
sem er mögulegur ávinningur af því að
breyta verklagi, er líka vilji í fyrirtækjum
til að fara út í verkefni og kostnað við að
ná honum. Einmitt þess vegna hefur ör-
merkjatæknin fengið svo mikla umfjöllun,
hvatinn eru væntingar um minni vörurýrn-
un í öllum hlekkjum og snertipunktum að-
fangakeðjunnar. Astæður vörurýmunar
eru margar og mismunandi og hjá öllum
sem að keðjunni koma. Þær geta til dæmis
verið vegna: rangra afgreiðslna, villna í
upplýsingum, varan týnist á lagemum,
þjófnaðar í verslunum og á öðrum stigum
í aðfangakeðjunni og óskilvirkrar stýring-
ar á pantanaferlunum.
Niðurstaðan er algeng vöruvöntun í
hillum verslana, sem kostar tapaða sölu.
Rannsóknir hafa líka leitt í ljós að ástæður
vöruvöntunar eru ekki einungis vegna
þjófnaðar úr verslununum heldur er stór
hluti tengdur óskilvirkni í ferlum við að
koma vörum út í búðirnar. Því tengjast
vandamál hjá framleiðendum, í flutning-
unum, hjá smásalanum og í birgðakerfun-
um. Eins er það staðreynd að upplýsingar
um vöruvöntun skilar sér ekki til birgja og
framleiðanda. T.d. kom það framleiðand-
anum Gillette á óvart að frnna vöruvöntun
í allt að 30% tilvika í hillum verslana og
var hæsta tíðnin um helgar þegar ekki var
hægt að fylla á. Rannsóknir sýna 6-8%
meðaltals tíðni vöruvöntunar í verslunum.
Hver sem ástæða hennar er, veldur hún óá-
nægðum viðskiptavinum.
Hjá þeim fyrirtækjum sem þegar eru
byrjuð á tilraunum með örmerkjatækni eru
væntingar unt að með henni megi auka
skilvirkni og auðvelda rekjanleika og
þannig verði mögulegt að minnka vöru-
vöntun og auka sölu.
Ormerkingar
Erlend blöð og tímarit hafa að undanfömu
fjallað rnikið um örmerkingar og endur-
speglar umfjöllunin miklar væntingar til
þess að með þessari tækni megi ná fram
miklum viðbótarávinningi umfram það
sem næst í dag með hefðbundnum strika-
merkingum.
Tæknin byggir á því að örmerki, sem
eru örflögur með loftneti, eru settar á vör-
Vara Lesari
Tölvumál
35