Tölvumál


Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 23
Rafræn skil á skattskýrslum talsskila. Hagræði framteljenda og bætt skattskil eru skv. því hreinn ávinningur af rafvæðingunni. Sá ávinningur sem vegur þó sennilega þyngst eru aukin gæði yfir- ferðar og samræmd meðhöndlun skatt- framtala sem á endanum skilar sér í réttari skattlagningu og þar með vonandi réttlát- ari. Lítill vafi er á að breytingin hafi haft í för með sér bætt skattskil með tilheyrandi tekjuauka ríkis og sveitarfélaga. Til marks um bætt skil má nefna að þeim hefur fækkað um þriðjung á síðustu þremur árum sem ekki skila framtali og sæta áætl- un. Þó skil batni ekki nema brot úr pró- sentu vegur sá ávinningur upp allan kostn- að og vel rúmlega það. Tímasparnaður þeirra sem telja fram á netinu er ótvíræður. Besti vitnisburðurinn um hagræði rafrænna framtalsskila kemur því sennilega frá framteljendunum sjálf- um; annars vegar í formi heimsins mestu vefskila og hins vegar í vitnisburði fjöl- margra framteljenda. Við setjum enda- punktinn með því að vísa á meðfylgjandi sýnishorn sem eru dæmigerð fyrir þær umsagnir sem iðulega berast til ríkisskatt- stjóra. Haraldur Hansson og Jón H. Steingrímsson hjá ríkisskattstjóra. Vottun VISA er ný þjónusta sem korthöfum VISA íslands stendur til boða og gerir þeim kleift að eiga viðskipti við netverslanir með enn tryggari hætti en áður. Til að versla á öruggan hátt með Vottun VISA þarf að skrá sig og fá sent lykilorð. Farðu á heimasíðu VISA íslands eða veldu www.visa.is/vottun Skráning í Vottun VISA skráning er gerö í tveimur áföngum: Þú sendir inn beiðni meö tölvupósti frá visa.is/vottun og við sendum samdægurs svarbréf á skráð heimilisfang þitt. í bréfinu eru leiðbeiningar um hvernig þú skráir þig í Vottun VISA. Verified byV/SA Netverslanir Vottun VISA (Verified by VISA) er alþjóðleg þjónusta VISA International sem miðar að því að gera viðskipti á Netinu örugg. Erlendis fjölgar þeim netverslunum sem eru þátt-takendur hratt og fljótlega má búast við að innlendar netverslanir taki þessa aðferð upp. Greiðsla Þegar VISA-kortið er skráð sem greiöslumiðill í lok viðskipta við netverslun sem notar Vottun VISA er lykilorð slegið inn og viðskiptin þar með staðfest. Einföld, örugg og þægileg aðgerð sem notendur eru fljótir að tileinka sér. VISA - ávallt í forystu um nýjungar í greiðslumiðlun! VISA ísland - Greiðslumiðlun hf. Álfabakka 16 109 Reykjavík Sími 525 2000 Fax 525 2020

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.