Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 12
Viðtal við formann SKÝ
„Krefjandi og spennandi að móta
framtíðarstefnu félagsins",
segir Svana Helen Björnsdóttir, fyrsta konan sem gegnir formennsku í Ský
Halldór Jón Garðarsson
eru einnig þættir sem ég vildi gjarnan sjá
vaxa innan Ský.“
Vefur og tölvupóstur uppfylla ekki fé-
lagslegar þarfir
Nú er markmið Ský að vera vettvangur
umræðna og skoðanaskipta um upplýs-
ingatækni í því skyni að gera veg hennar
sem mestan og stuðla að skynsamlegri
notkun hennar. Telur þú að það hafi tekist
frá stofnun félagsins árið 1968 og hvað
mætti helst betur fara? „Síðan ég fór að
fylgjast með Ský hefur félagið staðið sig
vel og mjög gott starf verið unnið. Það
sem má bæta tengist ímynd og kynningu á
félaginu þar sem til að mynda yngra fólki
er ekki nægilega ljóst hvað það hefur að
sækja til félagsins. Sumir hafa m.a. bent á
að nafnið Skýrslutæknifélag Islands sé
forneskjulegt. Merki félagsins er hins veg-
ar Ský og sjálf er ég mjög sátt við það. Ég
held ekki að nafnið hafi allt að segja,
miklu meira skiptir fyrir hvað félagið
stendur í hugum fólks. Yngra fólk er
margt félagafælið og álítur að það geti
sinnt sínum faglegu þörfum í gegnum
Internetið, t.d. með tölvupósti og vefrápi.
Það stenst þó ekki til lengdar að mínu mati
þar sem það kemur ekkert í staðinn fyrir
frjóa og örvandi umræðu í góðum hópi.
Þetta finna allir þegar starfsárum fjölgar
en eldri félagar finna sig vel í félaginu og
nýlega var t.d. stofnað öldungaráð eða
„senat” þeirra sem lengst hafa starfað í
félaginu sem hefur það markmið að varð-
veita sögu upplýsingatækninnar á Is-
landi.“
Eina þverfaglega félag landsins í upp-
lýsingtæki
Svana segir að þar af leiðandi skipti Ský
miklu máli sem faglegt félag innan upp-
lýsingatækninnar. „Það er stundum sagt
að við lifum á upplýsingaöld, við notum
upplýsingatækni ekki aðeins í hefðbundn-
um tölvum, heldur einnig í símum, bílum,
j f - M *•
\
m,
Svana Helen Bjömsdóttir hefur gegnt
formennsku í Skýrslutæknifélagi ís-
lands frá því í febrúar sl., fyrsta kon-
an í 36 ára sögu félagsins. I viðtali við
Tölvumál segir hún meðal annars að efla
þurfi þátttöku yngra fólks í Ský þar sem
hlutverk félagsins verði sífellt mikilvæg-
ara. „Sem formanni í svo öflugu félagi
gefast tækifæri til að hrinda ýmsum hug-
myndum í framkvæmd en mínar hug-
myndir hafa meðal annars verið að efla
Ský með stofnun faghópa um afmarkaða
þætti upplýsingatækninnar."
Aður en Svana tók við sem formaður
Ský hafði hún setið í stjóm félagsins í tvö
ár, fyrst sem ritari og síðar sem gjaldkeri.
Hún lærði rafmagnsverkfræði við Háskóla
Islands og tók Dipl.-Ing. próf í rafmagns-
verkfræði frá Technische Universitát
Darmstadt í Þýskalandi. Svana starfaði í
fimm ár hjá Streng en árið 1992 stofnaði
hún verkfræðistofuna Stika ásamt tveimur
félögum sínum.
Stórt og öflugt félag sem nýtur
virðingar
Spurð að því af hverju hún hafi ákveðið að
bjóða sig fram til formanns í Ský segist
hún ætíð hafa haft mikinn áhuga á allri
upplýsingatækni og að Skýrslutæknifélag-
ið sé eina félagið á landinu sem sé opið
öllu fólki með áhuga á upplýsingatækni, í
hvaða fagi sem er. „Félagið hefur starfað
óslitið í 36 ár, haldið ráðstefnur og fundi,
gefið reglulega út tölvuorðasafn og tíma-
ritið Tölvumál. Félagið nýtur virðingar út
á við og innan þess em um 800 félagar.
Þegar ég var beðin að gefa kost á mér í
formannskjöri ákvað ég að slá til þar sem
formanni í svo öflugu félagi gefast tæki-
færi til að hrinda ýmsum hugmyndum í
framkvæmd. Mínar hugmyndir hafa m.a.
verið að efla Ský með stofnun faghópa um
afmarkaða þætti upplýsingatækninnar.
Samstarf við erlenda aðila og systurfélög
12
lölvumál