Tölvumál


Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 17
Hagnýting á upplýsingatækni Sú ákvörðun að nota tilbúinn hugbúnað við innleiðingu á stefnu- miðuðu árangursmati telja stjórnendur Um- ferðarstofu að hafi skipt sköpum varð- andi hversu vel inn- leiðingin hefur tekist hjá stofnuninni. Ef ráðuneytin og stjórnmálamenn myndu kynna sér að- ferðafræðina og tæknivæðingu hennar með opnum huga, jbá gætum við á næstu árum verið farin að sjá raunveru- lega gegnsæja stjórnsýslu á Islandi. Samkvæmt aðferðafræði stefnumiðaðs árangursmats er mjög mikilvægt að stefna skipulagsheilda sé unnin með markvissum hætti og af mikilli vandvirkni. Framtíðar- sýn, gildi og tilgangur stofnunarinnar þurfa að liggja fyrir þannig að „stóra myndin" sé ljós. Síðan þarf að átta sig á því hvaða markmiðum starfsemi stofnun- arinnar þarf að ná til að styðja við tilgang- inn og framtíðarsýnina þannig að ávallt sé unnið eftir settum gildum. Þegar markmið hafa verið skilgreind þarf svo að greina mælikvarða sem hægt er að nota sem vís- bendingar um hversu vel skipulagsheild- inni gengur að ná því markmiði sem mæli- kvarðinn tengist. Innleiðingar á gæðakerfum eru alltaf tímafrekar og hafa margir farið í gegnum þá vinnu og varla talið hana fyrirhafnar- innar virði. Það getur auðvitað einnig gerst við innleiðingu á stefnumiðuðu ár- angursmati. Stjórnendur Umferðarstofu tóku í upphafi þá ákvörðun að nýta sér til hins ítrasta upplýsingatæknina við innleið- inguna með fjárfestingu á hugbúnaði til að halda utan um gæðakerfið. Fyrir valinu var QPR ScoreCard frá QPR (www.qpr.com), en sá hugbúnaður upp- fyllir allar fræðilegar kröfur ásamt því að vera mjög sveigjanlegur og bjóða upp á mikla möguleika. Sú ákvörðun að nota tilbúinn hugbúnað við innleiðingu á stefnumiðuðu árangursmati telja stjórn- endur Umferðarstofu að hafi skipt sköpurn varðandi hversu vel innleiðingin hefur tekist hjá stofnuninni. Hugbúnaðurinn er í dag mikilvægt stjórntæki í rekstrinum. Hugbúnaðurinn er mataður með niður- stöðum mælinga og hafa allir starfsmenn aðgang að kerfmu í gegnum vefinn og geta séð hvernig stofnunin stendur sig miðað við markmið sín. Þegar mæli- kvarðar eru uppfærðir fá allir starfsmenn sjálfkrafa tölvupóst þar sem tilkynnt er um stöðu og árangur. Þegar mælikvarðinn er svo skoðaður nánar, má meðal annars sjá grunnupplýsingar og sögulega þróun tengda mælikvarðanum og aðgerðaráætl- anir um það hvað eigi að gera til að bæta árangurinn. Að nota tilbúinn hugbúnað hefur ekki aðeins þjónað Umferðarstofu til innanhúss nota, heldur samræmist það einnig hugmyndum stofnunarinnar um að gera stjómsýsluna gegnsæm þannig að al- menningur og stjómvöld geti fylgst með framgangi hjá stofnuninni og lagt mat á skilvirkni starfseminnar. Fyrsta skrefið í þessa átt hefur verið tekið með því að veita nokkrum starfsmönnum samgöngu- ráðuneytisins aðgang að kerfinu og þar með geta stjómvöld metið áherslur og ár- angur Umferðarstofu út frá mun fleiri for- sendum en aðeins með fjárhagsupplýsing- ar að vopni. Horft til framtíðar, þá væri áhugavert ef hugbúnaður sem þessi væri notaður af öll- um stofnunum. Stjómvöld, og ef til vill almenningur, hefðu því greiðan aðgang að því hvernig hver og ein stofnun væri að standa sig. Stofnanir gætu einnig nýtt hugbúnaðinn til að læra hvor af annarri. Sem dæmi myndu væntanlega margar stofnanir mæla biðtíma í afgreiðslu. Með sameiginlegan hugbúnað og gagnagrunn mætti bera saman þróun biðtíma hjá stofn- unum og læra af aðgerðaráætlunum þeirra stofnana sem ná hvað mestum árangri í að ná biðtíma niður. Það er mikil gróska í stofnunum hvað nýtingu á stefnumiðuðu árangursmati varðar. Ef ráðuneytin og stjórnmálamenn myndu kynna sér að- ferðafræðina og tæknivæðingu hennar með opnum huga, þá gætum við á næstu árum verið farin að sjá raunverulega gegn- sæja stjómsýslu á Islandi. Rafræn vottun undirskrifta með aðstoð heimabanka í samskiptum almennings við rrkisstofn- anir og fyrirtæki af ýmsu tagi er oft nauð- lölvumál 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.