Vísir


Vísir - 05.02.1963, Qupperneq 2

Vísir - 05.02.1963, Qupperneq 2
2 V1SIR . Þriðjudagur 5. febrúar 1963. >*&Lrn i 'rn n1 t=n V//////A '///////// //////// Bobby Carroll að blása lífi í frá Celtic á framlínuna St. Mirren keypfi hann um heigina fyrir 7000 pund St. Mirren bættist um helgina góður styrkur, er félaginu tókst loks að semja við Celtic um kaup á hinum góða leikmanni Bobby Carroll, en fyrir hann gaf St. Mirr en 7000 pund af 27.000 pundum, sem fengust í fyrri viku fyrir Mc- Lean, sem fór yfir til Rangers. Þannig fór fyrstu upphæðin af því fé yfir til óvinafélags Rangers, en Rangers og Celtic skiptast svo sem kunnugt er á um lýðhylli og hafa leikar liðanna oft orðið allsögu- legir af þeirri ástæðu. Bobby Carroll átti daginn eftir að samningar voru undirritaðir að leika með St. Mirren í Aberdeen, en lengi vel leit vel Ut með að sá leikur færi fram, en á síðustu stundu varð að fresta honum sem öðrum leikjum í 1. deild. Carrol leikur yfirleiU miðherja eða h. útherja, en hann hefur leik- ið nokkuð með aðalliðinu. En síð- ustu leiki hefur hann verið með varaliði félagsins. Framkvæmda- stjórar félagsins segja að þeir hafi samþykkt að selja Carrol vegna ÞÓRÓLFUR BECK (nr. 10) skallar að marki Berwick í síðasta ieik St. Mirren, sem var í bikarkeppninni og færði 3:1 útisigur fyrir Mirren. þess að þeim þyki ekki rétt að svo góður leikmaður fái ekki að koma fram 1 dagsjjósið. Segja skozku blöðin, að örugglega sjái Celtic-menn eftir Carroll, en sann- leikurinn er sá, að stærstu félögin, eins og Rangers og Celtic, eiga of marga góða menn, og því er það oft svo, að þeir verða að sitja á varamannabekkjum og jafnvel horfa á mun lakari leikmenn í liði andstæðinganna. St. Mirren hefur nú verið boðið í keppnisferðalag í sumar og ákvörðunarstaðurinn er KENYA í hinni svörtustu Af- ríku, en ekki er vitað hvenær sumarsins ferðalagið verður, og ekki vitum við hvort Þórólfur Beck fer þá ferð, en eflaust mun honum standa það til boða eins og öðrum lcikmönnum. HM í CHILE færði mikinn hagnað Heimsmeistarakeppnin í Chile í fyrrasumar gaf þátttökulönd- unum álitlegar fjárhæðir, að þv£ er segir í fréttum frá Chile, og hefur hagnaður aldrei orðið svo mikill á HM í knattspyrnu fyrr. Samtals greiddu 903.572 áhorf- endur 160 milljónir króna fyrir að horfa á leiki keppninnar. 1 Sviss varð hagnaðurinn ca. 62 milljónir, en í Svíþjóð 110 millj. Er því um stighækkandi tekjur að ræða í keppninni. Til viðbótar munu sjónvarpstekjur eiga eftir að koma til skila, en þær nema um 7 miiljónum króna. I'átttökuþjóðirnar 16 i Chile íengu um 80 milljónir króna til skiptanna, Chile mest, 10 millj. (6 leikir). Heimsmeistararnir frá Brazilíu voru einnig með sex leiki, en fá þó talsvert minna en gestgjafarnir, eða 8,5 millj. kr., V.-Þýzkaland er í 3. sæti og þá Júgóslavar og Tékkar, en í neðstu sætunum. eru Búlgarfa og Columbía, en fá þó upp úr krafsinu rúmar 2 milljónir króna fyrir 3 leiki. Chile fékk auk þessa 30 millj. kr. fyrir að halda keppnina, sem þýðir að keppnin færir Chile góðan hagnað. Sama er um Evr- ópuþjóðirnar að segja, að þrátt fyrir geysilegan ferðakostnað, hefur samt orðið verulegur gróði af þátttökunni. Leikmenn, sem þátt tóku í keppninni, fá ekki að vera með í keppni OL, sem hefst næsta sumar, enda „stimplaðir" atvinnumenn. Næsta HM i knattspyrnu er í Englandi 1968 og er vinna haf- in við undirbúning keppninnar. Frjáls- íþróttamót- in í sumar Frjálsíþróttasamband Islands hefur nú gengið frá skrá yfir þau mót, sem FRÍ gengst fyrir á árinu 1963. Hér er um að ræða meistara mótin innanhúss og utan, lands- keppni við Dani, frjálsíþróttamót FRÍ o. s. frv. Hér er skráin: Drengjameistaramót íslands (innanhúss) 10. febr. haldið í Tþróttahúsi Háskólans. Sveinameistaramót Islands (inn- anhúss) 16. febrúar haldið á Akra- nesi. Unglingameistaramót íslands (innanhúss) 24. febrúar, Selfossi. Meistaramót Islands (innan- BOBBY CARROLL — A að flytja nýtt lif í framlínu St. Mirren. Parísar- og Spánar- farar gegn ,Pressu' Pressulið og landslið heyja keppni að Háiogalandi annað kvöld. Er þetta prófraun fyrir landsliðið, sem innan skamms lendir i eldinum, fyrst í París en síðar á Spáni. Nokkur forföll eru þegar kunn í landsliðinu og veikja að vonum liðið til muna. Það eru kempurnar Gunnlaugur Hjálm- arsson og Ingólfur Óskarsson, sem að öllum líkindum verða ekki með landsliðinu, sem jafn- framt eykur líkur fyrir sigri pressuliðsins til muna. Landsliðsnefnd stillir eftirt. liði upp: Hjalti Einarsson, Karl M. Jónsson, Ragnar Jónsson, Einar Sigurðsson, Birgir Björns son, örn Hallsteinsson, Kristján Stefánsson, Karl Jóhannsson, Karl Benediktsson, Rósmundur Jónsson, Matthías Ásgeirsson. Blaðamenn settust á rökstóla i gærkveldi og komu sér saman um sterka blöndu gegn liði landsliðsnefndar: Guðjón Ólafs- son, Guðmundur Gústafsson, Hilmar Ólafsson, Pétur Bjarna- son, Guðjón Jónsson, Sigurður Einarsson, Sigurður Dagsson, Hermann Samúelsson, Viðar Sí- monarson, Reynir Ólafsson og Sigurður Hauksson. Síðast þegar liðin reyndu með sér, vann pressuliðið auðveld- lega, en búast má við að í þetta skipti verði róðurinn þyngri. Le’kurinn á morgun hefst kl. 20.15. húss) 9.—10. marz í íþróttahúsi Háskólans. Frjálstþróttamót FRÍ í Reykja- vík 15.—16. júní. Tugþraut, 10 km. hlaup, 4x800 m. boðhlaup Meistaramóts Islands í Reykjavik dagana 22.-23. júni. Landskeppnin ísland—Dan- mörk í Reykjavík 1.—2. júlí. Sveinameistaramót íslands 13.— 14.-,júlí á Akranesi. Unglingameistaramót íslands 20. —21. júlí á Akureyri. i Drengjameistaramót Islands 27. — 28. júlí í Vestmannaeyjum. Meistaramót Islands og Kvenna- i meistaramót Islands dagana 10.— 112. ágúst í Reykjavík. Unglingakeppni FRÍ 24—25. ágúst (úrslitakeppni) í Reykjavík. Á síðasta ársþingi FRÍ var sam- þykkt að reyna að gefa út móta- skrá fyrir allt landið. Þar sem stjórn FRl hefur nú ákveðið hvar og hvenær mót á vegum sambands ins verða haldin, væri mjög æski- legt, að héraðssambönd, frjáls- íþróttaráð og einstök félög reyndu að ákveða mót sín sem fyrst og senda siðan tilkynningu um móts- stað og tíma og eigi siðar en 1. marz næstk. Sveinameistaramót íslands 1 frjálsum íþróttum innanhúss verð- ur haldið á Akranesi mánudaginn 18. febrúar n. k. Keppnisgreinar: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk án atrennu, há- stökk með atrennu. Þátttökutil- kynningar skulu berast Guðmundi Sveinbjörnssyni fyrir 15. febr. Unglingameistaramót íslands i frjálsum íþróttum verður að Sel- fossi sunnudaginn 24. febr. Keppnisgreinar þær sömu, auk kúluvarps. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Hafsteini Þorvalds- syni, Selfossi, fyrir 20. febr. (Frá stjórn FRl). i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.