Vísir - 05.02.1963, Qupperneq 5
VÍSIR . Þriðjudaguir 5. febrúar 1963.
5
Vantraust -
Framhald af bls. 1.
af henni, en Diefenbaker viil ekki
kjarnaodda í Kanada, nema þeirra
sé þörf vegna yfirvofandíi styrjald-
arhættu. Diefenbaker kvaiðst fallast
á Iausnarbeiðnina, þótt Harkness
hefði áður verið samþykkur stefnu
stjórnarinnar.
f Washington lýsti De:an Rusk
persónulegri ábyrgð sinni á grein-
argerð þeirri sem utanríkisráðu-
neytið bandaríska birti í fyrri viku,
en hún fjallaði um kjarniaoddana,
og ágreininginn út af sameiginleg-
um vörnum Norður-Ameríku, og
mótmælti Diefenbaker greinargerð
inni sem óheimilli íhlutun um
kanadisk mál, og baðst þá utan-
rikisráðuneytið afsökunar á að
hafa móðgað Kanadastjórn Varnar-
málin voru þá til umræðu í sam-
b'mdsþinginu og eru enn.
Lester Pearson rökstuddi van-
trauststillögu sína með því, að
stjórnarforustan hefði verið hik-
andi og fálmkennd og nieðferð
mála slík, að allt hefði lent í
öngþveiti. Hann kvað afleáðingar
stefnu stjórnarinnar, að samstarf-
inu við bandalagsþjóðir Kanada
í NATO væri teflt í mikla bættu.
Ekki var vitað í morgun
hvort Frjálslyndi flokkurinn og
Social-Credit flokkurinn myndu
sameinast við atkvæðagreiðsl-
urnar í kvöld, en geri þeiir það
er öruggt, að Diefenbaker fellur
og að málin verða lögð fyrir
þjóðina í nýjum kosningum.
Síld - '
áburðardreifingunni má nefna
að s. I. ár vildi Búnaðarsam-
band Kjalarnesþings leggja
fram 100 þúsund krónur til á-
burðardreifingar, gegn framlagi
frá ríkinu, sem þá greiddi helm
ing á móti, en hvorki hafði
Sandgræðslan þá yfir svo miklu
fé að ráða né gat annað svo
miklu verki með öðrum, sem
hún var búin að taka að sér,
og í þriðja lagi reyndi hún að
skipta ríkisframlaginu milli
byggðarlaga og gat því ekki
njætt allri eftirspurn Kjalnes-
inga. En af þessu dæmi og fleir
um varð ljós brýn þörf á að
kaupa aðra áburðarflugvél, og
mun hún verða tilbúin næsta
vor.
Flugvöllurinn -
Framhald af bls. I.
undanförnu væri fjárskortur.
Flugmálastjómin væri þess al-
fús að taka nýjan flugvöll á
Álftanesi í notkun ef ríkisvald-
ið sæi sér fært að leggja í þá
miklu fjárfestingu, sem bygg-
ing hans hlyti að hafa í för
með sér.
Ekki taldi flugmálastjóri ráð-
legt að flytja allt flugið til
Keflavíkurvallar, þar sem kostn
aður við það yrði óhjákvæmi-
lega mikill og samgöngur þang-
að tafsamar. Einnig yrði það
kostnaðarsamt fyrir flugfélögin
að flytja einungis utanlands-
flugið þangað, þar sem koma
yrði þá á tvískiptri þjónustu.
Framhald af bls. 1.
enn á austurmiðunum. Fréíta-
ritarinn vék að því, sem blaðið
hafði sagt í gær samkvajmt
heimild frá Vestmannaeyjum,
að síldin sem þar barst á land
fyrir og um helgina hefði nær
ÖU verið mjög smá, og sagði
Jakob, . it .
að þetta breyttist frá degi til
dags, það væri ágæt síld inn-
an um og veiðamar væra enn
aðallega undir veðri komnar.
Allur síldveiðiflotinn mun niú
vera í Eyjum og fara á veiðær
þegar með batnandi veðri. Guð-
mundur Péturs, sem leitar síld-
ar, kom einnig til Eyja í ofviðr-
inu um helgina til viðgerðar á
fjækjum og mun nú kominn á
miðin.
Þeir bátar á Akranesi, sem
enn eru á síldveiðum, eru allir
f Eyjum, en þeir eru Höfrunyur
II, Náttfari, Skírnir og Hara.ld-
ur, og sama er að segja um
síldveiðibáta úr öðrum verstiöðv
um.
Sandgræðslan -
Framhald af bls. 16.
STÓRFELLD
ÁRLEG AUKNING.
Áburðarflugvélin hefur nú
starfað 3 sumur samfleytt með
stórauknum afköstum frá ári
til árs og dreift áburði yftr beit
arlönd í byggðum og óbyggð-
um, og hafa víða gróið upp
beitilönd þar sem engin voru
fyrir. Sl. sumar dreifði vélin
samtals 450 lestum af áburði á
12—13 hundruð hektara lands
í mörgum héruðum. Rangár-
þingi, Skaftafellssýslu, Árnes-
sýslu, Borgarfirði, Snæfellsnesi
og Þingeyjarsýslu.
RÍKIÐ GREIÐIR
NÚ HELMING.
Fyrsta árið greiddi rikið 75%
af kostnaði við áburðardreif-
ingu þessa, annað árið 60%. og
50% s. 1. sumar, þegar séð var
orðið hve stórfelldur árangur
varð að þessum tilraunurm. Sem
dæmi um áhuga bænda fyrir
General-
bíkarinn
Fyrir nokkru gaf fyrirtækið
Hjólbarðinn h.f. á Laugavegi 178
verðlaunagrip, sem bílstjórar á
Hreyfli og starfsmenn á útvarpi,
pósti og síma munu keppa um í
skák. Þetta er farandbikar sem
vinnst til eignar ef annar aðilinn
hefur unnið 3 skipti í röð eða 5
sinnum alls. Þar sem Hjólbarðinn
hefur umboð fyrir General hjól-
barða er bikarinn kallaður Gene-
ral-bikarinn.
í gær fór fram skákkeppni milli
bess...a aðila í húsakynnum póst-
hússins. Var teflt á 29 borðum og
fóru leikar svo að starfsmenn út-
varps, pósts og síma sigruðu,
höfðu 16 vinninga en hinir 13.
Hafa þeir þar með unnið bikarinn
í fvrsta sinn.
Hrapaði tíl bana
Það sviplega slys skeði í Vestra
Homi fyrir austan Hornafjörð að
Bandarikjamaður sem var að
klifra í fjallinu hrapaði þar sl.
sunnudagskvöld með þeim afleið-
ingum að hann beið bana.
Maður þessi, hafði farið ásamt
félaga slnum, sem báðir eru starfs-
menn radarstöðvarinnar í Stokks-
nesi, að klifra í fjallinu. Þar eru
hamraflug mikil, en bergið ann-
ars hart og traust og he»tar vel
til klifurs. Hvassviðri var á og
þykir ekki ósennilegt að það hafi
átt sinn þátt í að mennirnir hröp-
uðu. Báðir slösuðust, en annar þó
minna. Reyndi hann að bera særð-
an félaga sinn niður að Stokks-
nesi, en gafst upp við það skildi
hann eftir og sótti hjálp. Þegar
komið var að hinum slasaða var
hann látinn. Maður þessi hét
Norman H. Tews, var 25 ára að
aldri og kvæntur. Konan hans er
aðeins 21 árs að aldri, búsett úti
í Bandaríkjunum ásamt 18 mán-
aða tvíburum þeirra hjóna og 2ja
mánaða gömlu stúlkubarni.
Menn úr flughernum á Kefla-
víkurvelli ætluðu í dag austur í
Hornafjörð til að rannsaka orsakir
slyssins.
jT
Ottastumsjómann
Sjómanns er saknað af togaran-
um Jóni Þorlákssyni sem lagði úr
Reykjavíkurhöfn áleiðis til Eng-
lands kl. 4 e. h. á laugardaginn.
Óttast er að maðurinn hafi fallið
í sjóinn skömmu eftir að skipið
lagði úr höfn.
Maður þessi heitir Leif Mohr
frá Fuglafirði I Færeyjum, 25 eða
26 ára gamall. Hans var ekki
saknað af skipinu fyrr en í gær, er
skipið var komið suður fyrir land
á siglingu til Englands. Taldi 1.
stýrimaður á Jóni Þorlákssyni sig
hafa séð Leif rétt eftir að skipið
var lagt af stað frá Reykjavík á
laugardaginn. Hins vegar virðast
aðrir skipverjar ekki hafa orðið
hans varir og töldu blátt áfram að
hann hafi orðið eftir af skipinu.
Það var orsökin til þess að hans
var ekki saknað fyrr en svo löngu
seinna.
Maður sem snæddi hádegisverð
með Leif Mohr á laugardaginn full
j yrðir að Leif hafi ætlað með skip-
inu út, og heldur að hann hafi far-
ið með því, ■
Þá má ennfremur geta þess að
Leif hefur ekki komið heim til sín,
Aflasölur
Tveir togarar selja í Þýzkalandi
i dag, Egill Skallagrímsson um 100
tonn af fiski og um 80 af síld, og
Freyr selur hluta af farmi sínum
í dag, en hann er með 20—25 tonn
af ýsu, auk síldar.
I gær seldi Fylkir 169^2 tonn í
Grímsby fyrir 9900 sterlingspund.
ísinn --
Framhald af bls. 16.
brautanna óttast að hinar ferj-
urnar kunni að frjósa gersam-
lega fastar þannig að langur
tími geti liðið þar til þær kom-
ast til hafnar.
ísalögin gerast einnig erfið í
Kattegat. Þar eru mörg flutn-
ingaskip föst í ísnum og vinna
tveir ísbrjótar að því að hjálpa
þeim út.
í Eyrarsundi er ástandið
breytilegt. Vegna langvarandi
austanáttar hefur ísinn hrann-
ast og skrúfast upp að Dana-
strönd og eru ísbunkarnir á Sjá-
landsströnd víða allt að 8 metra
háir. Gerir þetta sérstaklega erf
itt um siglingar inn til Kaup-
mannahafnar. Hins vegar er ís-
inn minni meðfram strönd Sví-
þjóðar og þar oftast hægt að
finna íslausa rennu. Ekki þarf
þó annað en að breyta um vind
átt, þá reKur ísinn til boka eust-
ur yfir Eyrarsund.
né heldur í Hjálpræðisherinn þar
sem hann gisti venjulega áður en
hann tók herbergi á leigu. Það er
því full ástæða talin að óttast að
hann hafi fallið I sjóinn.
„Barnagaman44
í Háskólabíói
N. k. sunnudag verður í fyrsta
skipti „Barnagaman" í Háskólabíó,
en ætlunin er að hafa það á hverj-
um sunnudegi, að minnsta kosti
yfir vetrarmánuðina. „Barnagam-
an“ eru barnaskemmtanir, ætlaðar
börnum á aldrinum 4—10 ára, og
eiga þær að koma í stað sunnu-
dagsbíóferða þessa aldursflokks.
Lárus Pálsson leikari hefur tekið
að sér að sjá um þessar skemmt-
anir, en honum til aðstoðar munu
verða fóstrur undir stjórn Idu Ing-
ólfsdóttur.
Skemmtanirnar hef jast kl. 14. Þá
eiga börnin að koma. Fóstrur taka
á móti þeim og fylgja þeim til sæta,
síðan dreifa þær sér um salinn,
syngja með börnunum og sjá um,
að allt fari vel fram. Er það von
forráðamanna, að með þessu megi
kenna börnum góða og prúðmann-
lega framkomu.
Vandað verður til þessara
skemmtana eftir föngum. Sungið
verður fyrir börnin og með þeim,
sagðar sögur, kvikmyndir sýndar
og margt fleira. Að sjálfsögðu verð
ur skipt um efnisskrá fyrir hverja
skemmtun.
Foreldrum á að vera alveg óhætt
að senda börn sín' á þessar skemmt
anir, án fylgdar fullorðinna, því að
fóstrurnar sjá alveg um þau frá
því að þau koma inn og þangað
til þau fara út. Ef einhver þarf að
koma með börnunum, er ósk for-
ráðamanna „Barnagamans" að það
verði foreldrar eða aðrir fullorðn-
ir, en ekki eldri systkin, því að
| skemmtunin er ekki ætluð þeim.
; Aðgöngumiðar verða seldir á
föstudögum og laugardögum til að
forðast allan troðning. Verð þeirra
verður 25 kr.
Slys -
Framhald af bls. 16.
fyrir aðvaranir systur sinnar, kast-
ast af hestinum og komið niður á
höfuðið. Fyrst var ekið með sjúk-
linginn austur að Selfossi og Ieiddi
röntgengmynd í Ijós mikla heila-
blæðingu svo að nauðsynlegt
reyndist að gera mikla höfuðað-
gerð tll þess að freista þess að
biarga lffi konunnar. Þá aðgerð
framkvæmdi Bjami Jónsson sem
fyrr getur oe er Kðan Romfmnrie
öftir atvikum. Hú* ’m'ír s!;k :om-
lat tíl meðvit'm-r
Árnað hrilla
Níræð varð í gær Jórunn Þórð-
ardóttir fyrrverandi kennari. Hún
er fædd í Arahúsi í Hafnarflrði en
ólst upp hjá föðursystir sinni f
Reykjavík. Jórunn var kennari við
kvennaskóla á Skagaströnd I 4 ár
en Iengst af kenndi hún við
Kvennaskólann í Reykjavík, um 40
ára skeið. Jórunn lét af kennslu
árið 1953, þá áttræð. Jórunn Þórð-
ardóttir dvelst nú á heimili mágs
síns og systurdóttur í Reykjavík.
Kafað —'
Framhald af bls. 1.
hina gamla. Og svo einkenni-
Iega vildi til, að sú nýja slitn-
aði, en hin hélt. Við náðum
honum nú samt upp á endanum
með aðstoð Magna og annarra
hafnsögubáta. Auk þess var
notaður krani í landi og var
Jötunn kominn í slipp um fimm
leytið. Aðspurður hvort hann
vildi láta eitthvert álit í ljós um
ástæðuna fyrir því að báturinn
sökk, svaraði Andri nei, bátur-
inn væri gamall og úr sér geng-
inn, en engar skemmdir hefðu
sézt á honum og yrðu sérfræð-
ingar að segja til um það.
Andri hefur einn mann sér ti)
aðstoðar við köfunina, en auk
þess unnu við björgunina starfs
menn hafnarinnar.
Bezf að pnntsi —
Framhald af bls. 13.
ið um dýrðir á slíkri trúarhátíð.
Loks verður flogið til London og
staðnæmzt þar einn dag. Farar-
stjóri verður Guðmundur Steins-
son.
Þá verða 19 daga hópferðir til
Spánar einu sinni í mánuði allt
sumarið. Viðkomustaðir verða Par
ís, Barcelona, Madrid, Mallorca.
Genf og London. Fararstjórar
verða Einar Pálsson, Vilbergur Júlí
usson, Guðmundur Steinsson og ef
til vill fleiri.
Auk þess verður ein Ítalíuferö
og ein Noregsferð.
Ferðaskrifstofunum kemur sam-
an um, að fólk sé farið að athuga
betur að panta ferðir sínar með
nægum fyrirvara, enda hægt að
veita mun betri og kostnaðarminni
bjónustu, sé langur tfmi til stefnu.
■-iwe«m«'BassE«aBrasammi*. ■■■mmxmrmscrs*.■.:m
i TmataBBmam