Vísir - 05.02.1963, Síða 8

Vísir - 05.02.1963, Síða 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 5. febrúar 1963. VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. - Síml 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Dagur i ævi Ivans Rússneska skáldsagan Einn dagur í lífi Ivans Denisovich er fyrir nokkrum dögum komin hingað til lands í enskri þýðingu. Bók þessi kom út í nóvember s.I. í Moskvu og birtist hún í helzta bókmenntatíma- riti Sovétríkjanna Novy Mir. Fylgir það sögunni ,að sjálfur Krúsév hafi lesið bókina og lokið á hana lofs- orði. Skáldsaga þessi fjallar um einn dag í ævi fanga, sem dvelst í fangabúðum í Síberíu og situr hann í fangelsi fyrir engar sakir. Vist hans þar er einungis ávöxtur ranglætis stjórnarfarsins á Stalinstímanum og ber vott um spillingu dómstólanna. Hefir höfundur- inn gripið þar til atburða úr eigin ævi, því hann sat 8 ár í fangabúðum eftir styrjöldina fyrir þær einar sakir að hafa látið ill ummæli falla um Stalin. Það merkasta við skáldsögu þessa er ekki efni hennar eða af hve mikilli list hún er rituð. Margar betri sögur hafa verið ritaðar í Evrópu síðustu árin. Það er fremur hitt, að hún skuli yfirleitt hafa verið gefin út ít. Spyétríkjunum. Á dögum Stalins hefði út- gáfa hennar verið óhugsandi og sú er ástæðan til þess að tímaritið, sem birti hana, seldist upp í einni svipan. Útgáfa bókarinnar sýnir í fyrsta lagi, að andlegt líf í Sovétríkjunum er ekki lengur hneppt í þá fjötra, sem því voru brugðnir þar til fyrir nokkrum árum. En meginorsök þess að útgáfan hefir verið leyfð er vitanlega sú, að í bókinni er lýst einhverjum skugga- legasta kafla einræðisstjórnar Stalins. Lýsingin á fangabúðardvölinni, hungrinu og kuldanum, er ein- hver harðasti áfellisdómur yfir þriggja áratuga komm- únistastjórn, þótt í skáldsöguformi sé. Bókin er þvi innlegg í þá herferð núverandi valdhafa Sovétríkjanna að sverta fyrirrennara sína sem þeir bezt geta. Hér er birtu varpað á einn ómennskasta þátt kommúnisks stjórnarfars, þannig að sú mynd, sem þar er dregin, verður ekki véfengd. En þó er þetta ekki mergur málsins. ! gær rikti Stalin, í dag ríkir Krúsév. En þær fangabúðir, sem svo eftirminnilega er lýst í bókinni, eru ekki horfnar. Enn svelta rússneskir þegnar í slík- um helvítum á jörðu, flestir fyrir það eitt að vera meiri föðurlandsvinir en þeir voru kommúnistar. Fangabúðimar hans Ivans eru skilgetið afkvæmi þess stjórnarfars, sem í Sovétríkjunum er enn að finna, þótt foringjarnir hafi skipt um nafn. Þar ríkir nefni- lega enn alræði öreiganna. Og eftir nokkur ár kemur önnur bók um einn dag í lífi Ivans Ivanoffs í bókabúðir. Sá var ekki fangelsaður fyrir að efla níð um Stal- in. Hann var fangelsaður fyrir að gagnrýna félaga Krúsév. Steinbeck og kona hans á stéttinni fyrir framan húsið sitt f Sag Harbor. Síðan John Steinbeck hinn kunni bandaríski rithöfundur var sæmdur Nobelsverðlaunum fyrir skömmu hefur fjöldi blaðamanna reynt að ná tali af honum. Hann tekur þeim auð- vitað öllum með hinni stökustu kurteisi, en lftið hafa þeir ann- ars fengið upp úr honum í blaðaviðtölum, því að skáldið segir alltaf: — Ég get ekkert talað um sjðifan mig, ég hef ekkert að segja og upplifi sjálf- ur fátt sem er f frásögur fær- andi. Og ekki tekur betra við, ef blaðamennirnir ætla að fá hann til að fflósófera um heim- inn og mannfólkið. Þá svarar hann þeim út í hött og svör hans koma svo á óvart, að blaðamennirnir vita varla hvern ig á að halda samtalinu áfram. Steinbeck er nú sextugur og býr með þriðju eiginkonu sinni, sem hann kvæntist 1950. Þau búa í litlu einbýlishúsi í Sag Harbor á Long Island skammt frá New York. — Hér fæ ég að vinna í friði segir Steinbeck. Svo fer ég mér til afþreyingar á litlum bát út á sjó, til þess að veiða eða til að láta mig reka. Ég verð að hafa sjó í kringum mig, annars líður mér illa. Þegar Steinbeck var yngri og frægðin hafði ekki enn náð til hans vann hann fyrir sér á ýms- an hátt. Hann var sendill, bygg- ingaverkamaður og næturvörð- ur. Þegar hann varð fyrst frægur árið 1935 af bók sinni Tortilla Flat (Kátir voru karlar) sagði hann: „Ég hata vinsældir og frægð, þau eyðileggja hvern rit- höfund. En nú verður hann að þola frægðina eftir að Nóbelsverð- launin hafa fallið honum í skaut. Hann segir að frægðin sé sér enn til hins mesta amá. IX- við ströndina í Sag Harbor hef- ur hann reist sér lítinn fiskikofa, sem gegnir þó meir hlutverki vinnustofu fyrir skáldið. Þar skrifar hann bækur sínar. Á borðinu liggja nokkrir vel ydd- aðir blýantar og handritapappír en við gluggann er stór kíkir, með honum skoðar Steinbeck líf fuglanna við ströndina og ferð- ir skipanna. Hann sér oft af fuglagerinu hvar fiskurinn held- ur sig og fer þá oft til veiða. Hann segist vera meiri fiski- maður en rithöfundur. Steinbeck segist vera þeirrar Framh. á 10- síðu. i«i« ulsd óhav mí>. ,.;)iv Steinbeck fer úíKjáíl sjÖ áð veiða. Hann stundar níikið sjó- stangarveiðar. Tvær kækvr í ssníðum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.