Vísir - 05.02.1963, Qupperneq 13
VÍSIR . Þriðjudagur 5. febrúar 1963.
13
Vísir hafði fyrir skömmu sam
band, við Svein K. Sveinsson
byggingaverkfræðing, og ósk-
aði eftir upplýsingum um krana
þann sem er í notkun í portinu
hjá Völundi. Sveinn tók vel í
það og fræddi okkur ásamt
Kristni Jónssyni verkstjóra, um
það helsta sem honum viðvíkur.
Kraninn sem er rafknúinn, er
keyptur frá Danmörku, og kost
aði um 350 þús. krónur.
Hæð hans er 16 m., en lengd
armsins 15Y2m. Lyftikraftur
hans er reiknaður í tonn metr-
um, (tm) og er 10 tm. Krókn-
um er þannig komið fyrir að
það má renna honum fram og
aftur, og er því hægt að fá
átakið hvar sem er á arminn.
Er starfssvið kranans þannig
75.5 m flatarmáli. Minnst er
burðarmagnið að sjálfsögðu þeg
ar byrðin er yst á arminum
er það þá 600 kg.
Þessi krani er af minnstu, en
einnig nýjustu gerð, K-125. Til
eru miklu stærri og kraftmeiri
mikilsverður kostur að stjórna
tegundir, sem lyfta allt að
60 tn., en þeir eru einnig miklu
dýrari, og fara hátt á þriðju
milljón.
í Danmörku eru svona kran
ar mikið notaðir enda, vinnu-
sparnaður og hagræði af þeim,
Eru verkamenn jafnvel tregir
til að ráða sig til vinnu, ef ekki
eru kranar til staðar.
Nær óþrjótandi möguleikar
eru fyrir hendi í notkun þeirra,
þannig má til dæmis nota þá
til þess að steypa upp og byggja
þó að annað standi fyrir fram-
an og myndi undir venjulegum
kringumstæðum hindra aðgang.
Einnig má nota krana af þess-
ari ummddu stærð 16 og \5y2,
til þess að hífa alla steypu og
annað byggingarefni að húsi
sem er 30 m, langt meðan það
fer ekki upp fyrir ca 15 metra
hæð, má og nota þá til þess
að gera við þök sem erfitt er
að komast að, vegna þess að
reisa má arminn. Þá er það líka
má krananum úr mikilli fjar-
lægð, og getur stjórnandinn því
fylgst með hlassinu, pg því sem
gerist í kring um það, og er
það einnig góð öryggisráðstöf-
um verkfærum, og hafa þau
um stærðum.
Prýðileg reynsla er af þess-
um verkfærum, og hafa þeir
lítið bilað. Fimm kranar munu
vera í notkun hjá byggingafé-
lögum hér í bæ og eru af ýms
um mismunandi stærðum.
Blaðið hafði einnig samband
við, Verklegar framkvæmdir, og
íslenzka aðalverktaka, og var
sömu sögu að segja þar. Reynsl
an af þessum verkfærum var
mjög góð að öðru leyti en því
að ómögulegt er að vinna með
krananum ef vindhraðinn fer
upp fyrir 6 vindstig.
Kraninn sem verldegar fram
kvæmdir hafa yfir að ráða, er
miklu mun stærri en sá sem
er hjá Völundi, hann er 28 m
á hæð en er ætlað að vera 40.
Hann er og færanlegur á tein-
um.
tjóBum fyrirvara
„Þvl fyrr sem fólk kemur til
okkar, þeim mun betri þjónustu
getum við veitt því“, sagði Guðni
Þórðarson, forstjóri ferðaskrifstof-
unnar SUNNU, er Visir átti tal við
hann í morgun.
„Bretar byrja að panta sumar-
ferðir sínar strax upp úr áramót-
um, og það er góður siður. íslend-
ingar hafa yfirleitt ekki hirt um
að skipuleggja skemmtiferðalög
sín með löngum fyrirvara, en þð er
það að breytast til batnaðar. Til
dæmis er mikið búið að panta á
Edinborgarhátíðina".
Farin verður hópferð til Edin-
borgar seinni partinn í ágúst og
dvalizt þar, meðan á listahátíðinni
stendur. Að sjálfsögðu sér ferða-
skrifstofan Sunna um útvegun að-
göngumiða á konserta, leikhús, ó-
perur, balletta, listsýningar og
annað, sem menn fýsir að sjá.
Bryndís Schram mun taka á móti
fólkinu í Edinborg og verða því til
aðstoðar, meðan á dvölinni stend-
ur. Eftirspurn er mikil, svo að þeir,
sem óska þess að taka þátt í för-
inni, ættu að snúa sér til ferða-
skrifstofunnar sem allra fyrst.
„Svo verður líka hópferð til ís-
lendingabyggða í Veeturheimi“,
sagði Guðni Þórðarsoniennfremur.
„Hún gafst mjög vel í fyrra og þá
var alveg fullt. FerðirnEr til meg-
inlands Evrópu hafa eifcnig reynzt
afar vinsælar, t. d. ein 31 vikna ferð
til Parísar, Sviss, Ítalíu og Rínar-
landanna, sem endar á vínhátíð-
inni frægu“.
Líklega vissara að byrja ekki á
öfugum enda.
Ferðaskrifstofan Sunna hefur
samband við svissneska ferðaskrif-
stofu, sem skipuleggur ferðir m.
a. til Japan og fleiri ævintýra-1
landa í hinum fjarlægu Austurlönd
um. Fararstjórar eru af ýmsum
þjóðernum, og túlkað er á ensku,
dönsku, þýzku, frönsku og fleiri
tungumál, svo að fólk þarf engu
að kvíða, þó að það tali ekki reip-
rennaridi japönsku.
Ferðaskrifstofan Saga mun sjá
um hópferð til Noregs dagana 21.
— 26. marz, en þá verður haldin
skíðakeppni milli þriggja borga:
Berge.n, Glasgow og Reykjayíkur.
Flogið verður til Bergen, og getur
fólk haft með sér skíðaútbúnað,
en að öðrum kosti fengið hann
leigðan á staðnum. Mikil eftirspurn
er eftir þessari ferð, og hefur fólk
byrjað að panta óvenju snemma
í ár.
Einnig verður farin hópferð til
írlands, en það hefur ekki verið
reynt fyrr. Verður siglt til Dublin
með einum af Fossum Eimskipa-
félags íslands og ferðazt eina viku
um landið í langferðabíl. Síðan
flogið til London og dvalizt þar
nokkra daga.
Auk þess hefur ferðaskrifstofan
Saga samband við danskar ferða-
skrifstofur, sem skipujfiggja þóp-
ferðir um meginland Evrópu.
Ferðaskrifstofan Lönd • og leiðir
hefur og ýmislegt á prjónunum.
Má þar fyrst geta páskaferðar til
Marokkó. Flogið verður f einum
áfanga til Tangier með einni af Vis
countvélum Flugfélagsins. Þeir,
sem vilja sóla sig og koma aftur
kolbrúnir til að vekja öfpnd vina
og kunningja, geta dvalizt á strand
hóteli meðan hinir fróðleiksfúsu
fara -í ferðalög um landið og skoða
ýmsa merkisstaði. Á páskadag verð
ur flogið til Madrid, en þar er mik
Framhald á bls. 5.
Fífldjarfir fjallamenn
Á ERFIDASTA
FR0STHÖRKU
Fiskimálasjóður á
skuldlausar 48 mi
Skuldlaus eign Fiskimálasjóðs
nemur nú 48 milljónum króna. Á
síðasta ári veitti sjóðurinn ný lán
að upphæð 9,9 milljónir króna og
styrki fyrir 2,3 milljónir. Frá þessu
var skýrt á nýafstöðnum fundi
stjórnar sjóðsins.
Skrifstofustjóri sjóðsins hefur
verið frú Arnhildur Guðmundsdótt
ir, en hún hefur starfað hjá sjóðn-
um í átta ár, fyrst sem gjaldkeri
og bókari, en skrifstofustjóri hefur
hún verið í fimm ár. Arnhildur læt
ur nú af þessu starfi og var henni
þakkað á fundinum ágætt sam-
starf. Við starfi 'hennar tekur nú
Gunnar Pálsson, Lynghaga 13.
í stjórn Fiskimálasjóðs eru nú:
Sverrir Júlíusson, Sigurvin Einars-
son, Davíð Ólafsson, Jón Axel Pét
ursson og Björn Jðnsson, og í vara
stjórn: Sigurður Egilsson, J<^n Sig-
urðsson, jakob Hafstein, Sigfús
Bjarnason og Konráð Gíslason.
Þrír Þýzlcir fjallgöngumenn
hafa unnið afrek sem er
alveg einstakt í sinni röð enþyk
ir um leið einstaklega fífldjarft
og heimskulegt að Ieggja út í
það. Þeir hafa klifið hinn svo-
kallaða Lavaredo-tind í ítölsku
ölpunum, sem talinn er eitt erf-
iðasta vlðfangsefni, sem fjall-
göngumenn geta hugsað sér. Og
það sem verra er, þeir hafa
valið tímann til þessa um há-
veturinn. Þremenningarnir hafa
verið í klettunum síðastliðna
17 daga og loks komust þeir
slysalaust upp á tindinn sem
er nærri 4 þúsund metrar á
h*eð.
Það er norðurhliðin sem er
erfiðust sem þeir klifu. Hún
þykir svo erfið viðureignar
vegna þess að hún er alsett
klettabeltum og slúta klettarn-
ir hvarvetna í hlíðinni yfir sig.
Erfiðast klettahlíðin er um 600
metra há og £ henni hafa fjall-
göngumennirnir dvalizt í 17
daga og þurft að feta sig áfram
sillu af sillu í versta veðri,
oftast um 30 stiga frosti og
stundum í snjóhríð.
Hægt var að fylgjast nákvæm
lega með ferðum mannanna
upp eftir fjallshlíðinni, þar sem
hópur aðstoðarmanna þeirra var
stöðugt undir klettahlíðinni og-
sendu þeir fjallgöngumenriirnir
niður orðsendingar og dagbók-
arbrot. Er ljóst af þessum lýs-
ingum að þeir áttu £ miklum
erfiðleikum vegna kuldanna.
Stundum voru þeir að þvi komn
ir að gefast upp vegna hins
napra frosts. Þeir fengu vistir
til sin með þvi að draga þær
upp í taugum, en stundum var
kaffi sem þeir drógu upp í taug
inni gaddfreðið þegar upp kom.
Lavaredo-tindurinn var fyrst
klifinn árið 1933 af ítölskum
fjallgöngumönnum. Gerðu þeir
það í bezta veðri að sumarlagi
og „fundu“ leið upp sem fleiri
fjallamenn hafa síðan fylgt.