Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Laugardagur 23. febrúar 1963. I & fetU frkt tnt ofA. lc SksrfS. oWkur miiiWK' foannfl. . Verð- launa kross- gáta VfSIS 500 kr. verðlaun j Bridgeþáttur VÍSIS | —Ritstj. Stefán Guðjohnsen """"" Freysteinn Norður- landsmeistari í skák Það er alltaf slæmt, þegar makk- er kemst í óverjandi kastþröng í spili, sem ekki leit illa út fyrir varnarspilarana í upphafi. En verra er það þegar þú gengur f lið með sagnhafa og rekur smiðshöggið á kastþröngina. Takið eftir gildi litlu spilanna í eftirfarandi spili: ♦ G62 V865432 ♦ AK6 *6 ♦ D 10 87 VKG97 ♦ DG 10 9 ♦ 10 ' * AK *A ♦ 753 •J»ÁKDG753 Suður opnaði á tveimur iaufum, norður sagði þrjá tígla (segir frá tígulás), suður fjögur lauf, norður fjóra tígla, suður fjögur grönd (kóngaspurning), norður fimm tígla og suður sjö grönd. Dobl vesturs var ef til vill hærra en sómasamlegt þykir, en það verður að skrifast á reikning mikillar keppnisgleði. Útspil vesturs var að sjálfsögðu tíguldrottning, sem var drepin með kóngnum í borði. Nú tók sagnhaf- inn öll laufin og vestur varð að kasta fjórum sinnum, áður en makker hans gat nokkuð hjálpað til í afköstunum. Um leið og tæki færi gafst, kastaði austur tígui- fjarkanum og síðan lágum spaða. Makker hans þurfti ekki að vera í vafa um það, að styrkur hans ef einhver væri, lægi í hjartalitn um,-1 fyrstu iaufslagiha hafði vest ur kastað einum spaða, tveimur hjörtum og tígulníunni. í tvö síð ustu laufin kastar hann blákalt síðustu hjörtunum, en þegar hjarta ásinn kom hafðl hann ekki um neitt að velja annað en að kasta tígli, í þeirri von að makker ætti yfir sexinu í borði. Spaðadrottning una varð hann að valda, hvað sem það kostaði. En þegar suður tók þrettánda slaginn á tígulsjöið, gat maður ekki annað en komizt við, af harm kveinum varnarspilaranna. Austur kvartaði sáran yfir dobli makkers síns og virtist ekki gera sér grein fyrir því, að hann, aust ur, var hinn raunverulegi söku- dólgur. Hann innsiglaði dauðadóm þeirra félaga, þegar hann kastaði tigulfjarkanum. Hann átti að vita það, að vestur með mannspil í þremur litum, þurfti á aðstoð að halda. Allt sem hann þurfti að gera var að ríghalda i tvo tígiana sína og drottningu, tíu í hjar-ta. Þá var vestri borgið. Skákþingi Norðurlands lauk i gærkvöldi og urðu þar jafnir og efstir Lárus Johnsen og Freysteinn Þorbergsson með 9 vinninga hvor. Þeir höfðu hvor um sig engri skák tapað, en gert tvö jafntefli. í sfðustu umferð, sem tefld var í gærkvöldi tefldu þeir Lárus og Freysteinn saman. Var það framan af skemmtileg og spennandi skák og mjög tvisýn. Voru horfur á því um skeið að Freysteinn myndi vinna, því með mannsfórn náði hann sókn og um skeið 4 peð yfir, en endataflið leystist samt sem áður upp í jafntefli. Þar sem Lárus tefldi sem gest- ur í mótinu hlaut Freysteinn Norð- urlandsmeistaratitilinn, en báðir fá þeir iandsliðsréttindi. I þriðja sæti á mótinu varð Jón Þór með 7 vinninga, 4. varð Ólafur Kristjánsson með 6 y2 vinning og í 5. sæti Halidór Jónsson með 6 vinninga. Þeir eru allir frá Akur- eyri. Leiðrétting Sá misskilningur varð í blaðinu «.l. miðvikudag, að dánarbætur í Bindindisfélagi ökumanna voru sagðar 150 þúsund í stað 15 þús- und krónur. Á öðrum stað var sagt að Lothar Grund hefði séð um skreytingu nýja saiarins í Hótel Sögu. Grund hefur nú haft samband við blaðið og óskað eftir að þetta sé leiðrétt, þar sem hann sjái einungis um barinn og veggskreytingu. ♦ 9543 ♦ D 10 ♦ 842 ♦ 9842

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.