Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Laugardagur 23. febrúar 1963. 5 Búnaðarsambandið - Hramftalö ai Dls h fótað fyrir einkasölum. í þá daga var hneykslazt á skemmdu mjöli I pokum einokunarkaupmanna og dáðst að Skúla fógeta fyrir bar- áttu hans fyrir hagsmunum neyt- enda. Að öllum líkindum væri Skúli formaður neytendasamtak- anna ef hann lifði á vorum dög- um, enda lá nærri að sagan endur tæki sig á s. 1. hausti, þótt ekki væri mjöl í pokanum. Hyrnurnar voru nær úreltar og annað betra komið á markað- inn, þegar einkasöluaðili þeirra mála loks uppgötvaði þær. Að mjólk væri fitusprengd, var að á- liti almennings í útlöndum orðinn næstum eins sjálfsagður siður og pasteurisering, þegar á því var byrjað hér. Að öllum líkindum verður mjólk komin í eldhúskran- ana erlendis, áður en hér verður farið að hreinsa hana. Skúla fógeta kæmi heldur varla á óvart, þótt þeir sem slíka aðstöðu hafa, daufheyrist við smákvörtunum um ranga dagsetningu á nýmjólk og þess háttar. Þó eru við stjórn fyrirtækjanna prýðismenn, sem ekki geta við skipulaginu gert og myndu áreið- anlega ekki láta á sér standa, ef við nokkuð annað eða betra væri að keppa. Samtök framleiðenda um sölu á vörum sínum eiga fullan rétt á sér og hafa oft gefizt vel og stund um verið til fyrirmyndar alveg eins og svipuð samtök neytenda um kaup. Önnur form verzlunar hafa líka gefizt vel, enda skiptir varla máli, hvaða nafni formið nefnist, svo framarlega sem ósk- um og kröfum framleiðenda og neytenda er fullnægt. □----- TTitt er, að mínum dómi, algjör óhæfa að veita nokkrum að- ila og nokkru verzlunarformi einkarétt á sölu afurðanna og raunar flestra annarra vöruteg- unda og þjónustu. Það er í raun og veru furðulegt, allt að því spaugilegt, að hjá þjóð, sem svo lengi barðist fyrir því að losna undan einokunarverzlun og fyrir frjálsri verzlun, skuli sala svo margra landbúnaðarvara vera bundin ákveðnum aðilum og á- kveðnu verzlunarformi með einka söluákvæðum, eins og raun ber vitni. Og á þeim sviðum, sem sala af- urðanna er enn frjáls, er barizt fyrir því að hneppa hana í fjötra einokunarverzlunar. Það er mis- skilningur að halda þvi fram, að aðeins með einkasölufyrirkomu- lagi sé hægt að tryggja gæði af- urðanna, örugga sölu og hagstætt verð, því miður hefur það oft reynzt þvert á móti. í þjóðfélagi, grundvölluðu á stjórnárskrá og lagasetningu, er hægt að setja hver þau lágmarks skilyrði um framleiðslu og verzl- un, sem tryggja gæði og heilbrigði og jafnvel verð vörunnar, ef þörf krefur. Það er eðlilegt, að þeir framleið endur, sem vilja, taki sig saman um að koma vörli sinni á fram- færi, en hvers eiga hinir að gjalda, sem ekki sjá sér, né viðskiptavin- um sínum hag í að fylgja þeim samtökum. Ef þeir geta selt vöru sína á betra verði sjálfir eða mætt betur kröfum neytenda um dreifingu og gæði vörunnar, m. a. vegna betri aðstöðu, eru t. d. nær mark aði en aðrir, á þeim að vera frjálst að selja vöru sína eftir öðrum Ieiðum. Af hverju ætti gróðurhúsabænd um í Reykholtsdal að vera skylt að tilheyra Sölufélagi garðyrkju- manna, ef þeir kæra sig ekki um það? Er það vegna hagsmuna bænda að enginn má framleiða áburð né flytja inn nema Áburð- arverksmiðja ríkisins? Manni dett Stórjuku ufköstiu aieð ákvœðisvinnu Síðan Bílasmiðjan tók upp ákvæðisvinnu árið 1958, hafa afköst fyrir- tækisins stóraukizt og hagur þess blómgast. — Jafnframt hefur reynzt unnt að greiða starf sf ólk inu mun hærri laun en áður, segir forstjóri Bíla- smiðjunnar, Xúðvík Jó- gO|ni 13 lltóH.. hannessonAn'*' — Okkur fannst vinnan ganga illa, segir forstjórinn, þeg ar hann er spurður hvers vegna ákvæðisvinnan var tekin upp. Mennirnir höfðu ekki nógan á- huga. Við byrjuðum þess vegna með hópakkorð. Seinna breytt- um við því og settum tvo og tvo í akkorð saman. Það gefur ennþá betri raun en hópakkorð. í hópakkorði getur einn og einn maður svikizt um og dregið úr afköstum hinna. Þegar tveir menn vinna saman verða báðir að halda vel á spöðunum. Að- haldið er meira. Við erum vissir um að við hefðum ei komizt jafnlangt og raun ber vitni í rekstri fyrir- tækisins, ef við hefðum ekki tekið upp þetta fyrirkomulag, segir forstjórinn. Áður tók 6000 klukkustundir að smíða yfir- byggingu á stóran strætisvagn. Nú tekur það 2900-3000 klst. Vinnukrafturinn fær sfn föstu laun greidd vikulega, en viðbót- arlaun, í samræmi við afköst, að verkinu Ioknu. Mér er óhætt að fullyrða, að báðir aðilar, við og þeir sem vinna verkið, erum mjög ánægðir við uppgjörið, segir forstórinn. Hér er unnið frá hálf átta til klukkan 7 á kvöldin, en ekkert á laugardögum. Mennirnir hafa eina klukkustund í mat, og geta skroppið stutta stund í kaffi. ÖTULIR — Framhald af bls. 16. fleira, í Sjómannaskólanuni, og þar með verðmætum sem nam 50Ó0 kr. íslenzkum og 100 kr. norskum. Úr kjallaraíbúð við Grettisgötu stal hann 2000 kr. úr íbúð við Hverfisgötu 3000 kr., úr skrifstofum Olíufélagsins við Hverfisgötu rúmlega 1300 kr. frá Smiðjustíg 4 2000 kr„ í prent- smiðjunni Eddu 2000 kr„ frá Grettisgötu 32 1500 kr„ Mjólkur- stöðinni við Laugaveg 470 kr„ frá Þórsgötu 23 3000 kr., frá Lauga- vegi 5 um 3200 kr„ frá Laugavegi 116 1300 kr„ frá Laugavegi 86 um ur helzt í hug, að næst megi bless aðar kýrnar ekki óhreinka flórinn nema með sérstakri undanþágu frá verksmiðjunni eða ráðuneyti. Þó getur áburðurinn, sem verk- smiðjan framleiðir, tæplega talizt boðleg söluvara í því formi, sem hann er, enda var þetta form köfnunarefnisáburðar orðið úrelt, þegar verksmiðjan tók til starfa. □----- Cumt af þessu á eflaust ein- hverjar skýringar, sérstak- lega ef annað viðhorf ræður af- stöðunni til þessarra mála. En ef svo er, þurfa gæði vörunnar, verð hennar og þjónusta við framleið- endur og neytendur að sanna á- gæti þessa fyrirkomulags, en ekki orðin tóm. Ég óska landbúnaðinum og atvinnuvegum öllum farsældar á þessu nýja ári. 500 kr„ frá Laugavegi 178 um 1000 kr„ úr Kjörbúð SÍS í Aust- urstræti um 1000 kr. Ennfremur stal hann 2 peninga- veskjum á Laugavegi 86 með 475 kr„ frá Skipholti 1 um 800 kr„ frá Grettisgötu 31 um 5300 kr„ frá Hverfisgötu 102A kr. 3000 og loks 3 peningaveskjum með 600—700 kr. úr Heilsuverndarstöðinni. Hann stal og frá ýmsum fleiri stöðum ýmist peningum eða öðrum verð- mætum. Eldri pilturinn, sem ekki hefur sætt refsidómi áður, hefur og ját- að á sig samtals sjö auðgunarbrot einsamall, en rúmlega 30 með öðr- um piltum og stolið var f sumum tilfellum ýmsum verðmætum, mest tæpum 8 þús kr„ sem hann stal úr skrifstofu Félags fsl. iðnrekend* á Skólavörðustíg 3, svo og þátt- taka f stuldi, 15—16 þús. kr„ að Hverfisgötu 85. Eins og skýrt var frá í Vísi í gær, hafa báðir þessir piltar verið dæmdir í Sakadómi Reykjavíkur, annar í eins árs fang elsi en hinn f 18 mánaða fangelsi. í Vísi í gær var sagt að sak- sóknari hafi dæmt í máli piltanna, en átti að sjálfsögðu að standa sakadómari. Leiðréttist það hér með. Starfsfræðsb — Framhald af bls. 16. og verzlunarskóla svo og fullorðið fólk sem áhuga hefur á sjávarút- vegi. Fiskmat rfkisins annast mjög fróðlega sýningu, þar sem sýnt er gæðamat á fiski, er það ekki að- eins fróðlegt fyrir unglinga ,held- ur munu húsmæður hafa mikið gagn af þeirri ágætu sýningu. j Með tilliti til hversu mikil þátt- | taka unglinga er í starfsfræðslu- deginum eru það vinsamleg til- mæli til fullorðins fólks sem ekki kemur með börnum sínum, að það skoði helzt fræðslusýningarnar milli kl. 16 og 17 þegar væntan- lega verður farið að draga úr að- sókn unga fólksins. Síðast en ekki sízt má geta fræðslusýningar sem Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamb. ísl fiskframleiðenda og Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna annast. — Verða á þessari sýningu sýndar starfsmyndir, vörur alls konar, markaðskort, línurit og fleira. — Meðal annars sem eftirtektarvert verður á þessari sýningu er lítill skreiðarhjallur, en það hús mun aðeins vera nafn í hugum margra æskumanna. Fyrri starfsfræðsludagar sjávar- útvegsins hafa tekið af öll tvl- mæli um það að mikil þörf er á fræðslu um þennan undirstöðu- atvinnuveg íslendinga, t.d. er það mjög algengt að unglingar þekki ekki helztu nytjafiska nema af myndum skólabóka og sjái þá fyrst í heilu lagi á starfsfræðslu- dögum. Heimsóttir verða eftirtaldir vinnustaðir: Vélasalur Vélskólans fvélar hafðar í gangi). Ratsjárher- bergi í turni Sjómannaskólans. — Vélsmiðja Sigurðar Sveinbjörns- sonar. Fiskverkunarstöð Júpiters og Marz á Kirkjusandi. Fiskimjöls- verksmiðjan á Kletti. Togari 1 Reykjavíkurhöfn. Slippurinn. Strætisvagnar ganga milli Sjó- mannaskólans og vinnustaðanna. Á GULU — Framhald af bls. 16. Árekstur varð í gær á mót- um Miklubrautar og Lönguhlíð- ar kl. 17 og annar árekstur á sama stað kl. 19.30. Ekki munu hafa orðið neinar stórvægilegar skemmdir á bílunum. Á Reykja nesbraut við Fossvog ók bíl- stjóri frá Nesti á bíl á Reykja- nesbrautinni — kvaðst bílstjór- inn ekki hafa veitt því athygli, að nein umferð væri þar. Ekki var getið um neinar verulegar skemmdir. Þá var og ekið aftan á bíl f Bankastiæti. FH - Göppingen Á morgun fer frani í Heilsbron í Þýzkalandi Ieikur milli FH og Evrópubikarmeistaranna í hand- knattleik, liðsins Firch af GÖPP- INGEN, — með þeim fyrirvara þó að liðið verði ekki upptekið á Spáni, þar sem það átti e. t. v. að Ieika um þessa helgi við spönsku mcistarana í Evrópubik arnum, en f gær var ekki vitað betur en að af leiknum við FH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.