Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 4
4 VlSTR .^Ugaröagar*v2& fcbrúat 1963. Wfmm Wm$A — ■ ' P % M Kvennasíða Heimsókn í Snyrtiskólann Þær sitja við löng borð með- fram veggjunum og horfa rann- sakandi í speglana, sem eru upplýstir líkt og í búningsher- bergjum leikara. Að vitunum berst þægilegur ilmur af snyrti vörum Max Factors. Við erum í Snyrtiskólanum, eina skólan- um á íslandi, sem ekki hefur annað á dagskrá en að kenna kvenfólki rétta og smekklega andlitssnyrtingu. Snyrtiskólinn er nýfluttur í vistleg húsakynni á Hverfisgötu 39. Allt er tandurhreint og skín andi, nýtt og nýtízkulegt. í einu herberginu annast frk. Hildigunnur Dungal kennsluna og sýnir tólf nemendum, hvern ig bezt er að bera á sig krem, taka það af, lita brúnir og augn hár, mála varir, skyggja augn- lok, stækka augun með dökkum iínum — o.s.frv. I öðru her- bergi situr frú Erla Guðmunds dóttir við símann og tekur á móti pöntunum. „Nei, þvf miður, ekkert laust fyrr en í maí“, segir hún. „Jú, ég skal skrifa yður á biðlista — það getur alltaf einhver fallið úr eða færzt til. Það er víst eitthvað laust á daginn" Hún situr í fallegri skrifstofu, sem jafnframt er snyrtivöru- deild skóians, þar sem nemend ur geta fengið ýmsar snyrti- vörur keyptar. Þær eru sameigendur og stofnendur Snyrtiskólans, en Hildigunnur sér að mestu um kennsluna með aðstoðarstúlkur sér við hlið. „Hildigunnur hefur lært miklu meira í þessu en ég“, segir Erla. „En nú ætla ég til London I marz til að afla mér samskonar menntunar og hún hefur. Hildigunnur ætlar líka að gifta sig f vor, svo að við verð- um að skipta á milli okkar kennslunni, þegar ég er orðin útlærð“. „En hvar hefur þú lært?“ „1 Tízkuskólanum. Þau hjón in, Sigríður og Sigurður, eru mjög góðir vinir mínir. Ég vann um tíma hjá þeim við bókhald og bréfaskriftir í skól anum, og þá hringdu svo marg ar konur, sem spurðu, hvort ekki væri hægt að læra bara andlitssnyrtingu, að mér datt í hug, að kannske væri ástæða til að setja upp sérstakan skóla, sem einbeitti sér að þeirri hlið einni og hefði stutt námskeið". SJÁLFSAGT AÐ STARFA SAMAN 1 BRÓÐERNI „Þú ert þá farin að keppa við vini þína?“ „Nei.nei, það er alls engin keppni á milli okkar, enda er feiki nóg að gera, án þess að neinn þurfi að taka frá öðrum". „En eru ekki fleiri tízkuskól- ar starfandi?" „Jú, svo er Tízkuskóli Andreu, en ég hef ekki fengið tækifæri til að kynnast henni persónulega ennþá. Mér finnst sjálfsagt að starfa saman f bróð emi, en vera ekki að hugsa um samkeppni. Við vfsum á allar snyrtivöruverzlanir borg- arinnar eftir hentugleikum og höfum samstarf við þær á þann hátt. Sjálfar notum við mest Max Factor vörur við kennsl- una og kynnum allar tegundir, sem framleiddar em hjá þvf fyrirtæki, en sumar konur hafa ofnæmi fyrir vissum gerðum af snyrtivömm, og þá vfsum við þeim á eitthvað annað en Max Factor, eftir þvf hvað bezt á við“. Hlátrasköllin berast að eyr- um okkar frá kennslustofunni. „Það er auðheyrilega glatt á hjalla í tfmunum?" „Já, þetta er framúrskarandi þakklátt og skemrntiij^t ^arTV,, segir Erla. „Pao er mjog ánægjulegt að eiga við svona elskulegar konur eins og við- skiptavinir okkar em undan tekningarlaust". „Á hvaða aldri eru flestir nemendurnir?" „Ja, yngri en 14 ára tökum við þær alls ekki. En mest er um dömur milli þrftugs og fimmtugs. Stundum koma mæðgur líka saman, og svo flykkjast saumaklúbbarnir til okkar“, Nú opnast hurðin, og náms meyjamar streyma út, fagur- lega snyrtar og brosleitar. Þær eru útlærðar, þetta var seinasti tfminn af fjómm. Þær hópast rugenaur og SKOiastjorar: tria Dungal. kringum borðið og skoða snyrti vömrnar, sem eru til sölu. Nú vilja þær kaupa alls kyns fegr- unarlyf, sem þær hafa lært, að hæfi þeim. HEILMIKILL PENINGASPARNAÐUR „Einhver munur að vita orðið hvað maður á að nota“, segir ein frúin. „Það er heilmikill peningasparnaður að þurfa ekki lengur að prófa sig áfram og Allt að 10% elúdsneytis spamaður. Meira afL Ömggari ræsing. Minna vélaslit. : ; uuoniunasaouir og Hiiaigunnur kaupa nýtt og nýtt upp á von og óvon“. Hún velur sér fallegan vara- lit á einni hillunni og pensil til að mála með augnskugga. „Við höfum spjaldskrá yfir ykkur allar, svo að þið getið alltaf hringt og spurt hvaða litategundir passi bezt“, segir Erla. „Og svo hafið þið spjöld- in“. I lok fjórða tímans er hverj- um nemanda afhent lítið spjald, sem á stendur, hvaða litir fari hverjum og einum bezt Fljót- andi make-up, panstik, pancake, steinpúður, augnskuggi, augna- brúnablýantur, augnlfna, augn hár, kinnalitur, allt er tekið fram. Varalitinn mega þær velja sjálfar, en hafa þó fengið vinsamlegar ábendingar. Hildigunnur kemur nú fram, há og glæsileg stúlka, dökk á brún og brá. Hún er auðvitað frábærlega vel snyrt, prýðisgóð auglýsing fyrir skólann. „Já, þetta er mjög skemmti legt starf", segir hún aðspurð. „Það er svo lifandi og marg- breytilegt, alltaf ný og ný and- lit, þessar ýmsu týpur. Maður hrífst svo af áhuga nemend- anna, og þær eru svo indælar og vingjarnlegar, samvinnuþýð- ar, alltaf fúsar að prófa hvað sem er. Þær koma oft langar leiðir að — frá Keflavík, Akra- nesi, Kjalarnesi og fleiri stöð um á hverjum degi. Og ekkert láta þær hindra sig. Ein kom of seint í tfma langar leiðir utan af landi — það var aftaka veður, og við bjuggumst alls ekki við henni. En hún lét sig hafa það. „Ég sat yfir veikri belju í alla nótt“, sagði hún, Frh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.