Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 16
J LAUCÁ VEG Eins og Vísir skýrði frá í gœr hafa tveir ungir piltar, annar 17 ára og hinn 18 ára verið dæmdir í sakadómi fyrir samtals 88 auðg- unarbrot, alit þjófnaði. Stálu þeir um 70 þúsund krónum I peningum auk verðmætra hluta, jafnframt því sem þeir i sumum innbrotun- um eyðilögðu margt verðmætt. Langfiest brotin voru framin á síðastliðnu ári. Þeir kumpánar komu vfða við, oft að næturlagi, í fbúðum fólks, á opinberum skrif- stofum, í verzlunum og skólum. Þá er annar einnig ákærður fyrir að hafa tekið þátt í ávinningi af þjófnaði pilts, sem hann þekkti. Víða höfðu þessir piltar ekkert upp úr krafsinu. 1 öðrum tilfellum náðu þeir i litið sem ekkert, en sumstaðar var afraksturinn meiri, allt upp í nær & þúsund krónur. Meðal þessara innbrota og þjófn aða má m. a. geta þess að 29. júni Varðar-kaffi verður ekki í dag Malinovsky varnamálaráðherra Sovétríkjanna flutti reiðilestur mik inn f Kreml í gær f tilefni af 45 ára afmæli hersins og kvað Sovét- rikin svo voldug, að þau gætu á nokkrum klukkustundum brennt allt upp til agna i Bandaríkjunum og öllum þeim löndum, þar sem Bandaríkjamenn hefðu herstöðvar. Hann kvað Bandaríkjunum og bandalagsþjóðunum ekki mundu verða það gagn að Polaris-kafbát- í fyrra brutust þeir félagar inn í fyrirtæki Á. Einarsson & Funk að Höfðatúni 2 og stálu þaðan 800 krónum. Um svipað Ieyti stálu þeir úr veski lögregluþjóns nokkr- um hundruð krónum. Aðfaranótt 16. ágúst brutust þeir inn I prjóna- stofu á Skúlagötu 32 og sprengdu þar upp skrifborðsskáp. Um mán- aðamótin sept.—okt. sl. brutust þeir inn í kjallara í Suðurgötu 16 og stálu þaðan 800 kr. úr kven- veski. Aðfaranótt 25. okt. s.l. fóru þeir inn í herbergi Kjartans Ólafssonar í heimavist Stýrimannaskólans og stálu þaðan peningaveski með skjölum, ásamt sparisjóðsbók með rúmlega 16 þús. kr. innstæðu, auk 7000 kr. tékka og 500 kr. í peningum. Þessi þjófnaður leiddi til handtöku þeirra pilta daginn eftir. Annar piltanna, sá sem yngri er, 17 ára gamall, var einn út af fyrir sig athafnasamur mjög og m. a. varð hann uppvís að eftirtöld- um auðgunarbrotum: Stal tvívegis úr íbúð Ólafs Jóns- sonar í Uthlfð 12, samtals 4050 kr. I peningum, stal veski með um kr. 600 í Sjómannskólanum, veski með um 200 kr. auk skjala í búningsherbergi íþróttahússins að Hálogalandi, veski með um 300 kr. í Búnaðarfélagshúsinu við Lækj- argötu, brauzt inn í kjallara við Suðurgötu og stal þaðan 400 — 500 kr. í peningum, stal veski, auk Framh. á bls. 5. um sem Bandaríkjamenn héldu — Rússar gætu eyðilagt allar eld- flaugar þeirra áður en þær næðu til Sovétríkjanna og verndarsvæða þeirra. Og hann kvað Bandaríkja- menn mega vera vissa um það, að ef þeir gerðu árás á Kúbu, myndi heimsstyrjöld brjótast út og yrði þar sú síðasta í heimi hér, Banda- ríkin „afmáð'* og kapitalisminn úr sögunni að fullu og öllu. Þessi ræða, sem er ekki í sem beztu samræmi við „friðarstefnu YFIR Það var hrein mildi að ekki varð stóralvarlegt slys um klukkan hálftólf í gær þegar vörubílnum R 12792 var ekið á um það bil 35 kílómetra hraða á gulu og siðan rauðu ljósi upp Nóatún og yfir Laugaveg, þar sem hann rakst svo harkalega á Landrover jeppa G 1197, að jeppinn hentist um 20 metra upp á móti brekkunni í Nóatúni og rann síðan stjórnlaus undan brekkunni og staðnæmdist við benzínstöð BP á mótum Nóa- túns og Laugavegar. ökumað- urinn í jeppanum kastaðist aft- ur í afstursætið og missti með- vitund um stund vegna höfuð- Þriðji starfsfræðsludagur sjávar- útvegsins verður haldinn sunnu- daginn 24. febrúar í Sjómanna- Krúsévs", er haldin skömmu eftir að kunnugt var, að Kennedy for- seti hefði fyrirskipað að auka eft- irlit í lofti með Kúbu, en það gerði hann eftir að MIG-þotur réðust á bandarískt fiskiskip. Bandarískar þotur komu á vett- vang en hinar höfðu sig burt. Seg- ir MacNamara það sýna gætni bandarísku flugmannanr.a, að þeir hófu ekki skothrið á MIG-þoturn- ar, enda væri það stefna Banda- ríkjastjórnar að forðast árekstra. höggs, en mun ekki vera tal- inn hættulega meiddur, og er það talin hreinasta mildi. Jepp- inn er stórskemmdur, ef ekki ónýtur, vélarhúsið allt skakkt, brotið og beyglað og yfirbygg- ingin einnig allmikið löskuð. Vörubillinn er einnig skemmd- ur. Bílstjórinn á vörubílnum og farþegi, sem með honum var í bílnum, bera það báðir að þeir hafi ekið inn á Laugaveginn á gulu ljósi og síðan rauðu áður en þeir komust yfir, á ca. 35 km. hraða og hið sama bera sjónarvottar, svo að ekki er um það að villast að þarna hefir skólanum kl. 14—17. Leitazt verð- ur við að veita fræðslu um allt, sem við kemur sjávarútvegi, allt frá einföldustu störfum til undir- stöðurannsókna í þágu sjávarút- vegsins. Sjóvinnunámskeið Æskulýðsráðs Reykjavíkur annast þarna tvær deildir. Verða í annarri deildinni veittar alls konar upplýsingar um sjóvinnunámskeið og skólabátinn, en í hinni verður vinnan sjálf sýnd. Fulltrúar verða fyrir loft- skeytamenn, vélstjóra, háseta, stýrimenn, skipstjóra, matsveina, bryta og skipsþernur. Kennarar og skólastjórar allra fagskólanna verða til viðtals og öll kennslu- tæki þessara skóla til sýnis. Vélsmiðja Sigurðar Sveinbjörns- sonar kynnir járniðnaðinn og Tæknifræðingafélags íslands nám og störf tæknifræðinga Skortur á tæknimenntuðum mönnum er eins og allir vita mikill hér á landi og verið framið gróft umferðar- brot, sem gat haft ennþá al- varlegri afleiðingar en þó urðu. Bílstjórinn á jeppanúm bar það, eftir að hann komst til meðvit- undar, að hann hefði ekið vest- ur yfir gatnamót Nóatúns og Laugavegar á grænu ljósi, eins og einnig hefir verið staðfest af öðrum, og átti hann því sízt von á að stór vörubíll kæmi brunandi I veg fyrir hann frá hægri upp Nóatúnið. Þótt jeppa bílstjórinn æki hægt átti hann þess engan kost að forðast á- reksturinn, sem varð eins og lýst hefir verið. Framh á bls. 5. I örugg atvinna handa öllum sem fullkomna tæknimenntun hafa. Eimskipafélag islands og Skipa- deild SÍS annast sameiginlega fræðslu um siglingar, þar sem m. a. verða sýndar siglingaleiðir ísl. skipa, skipslíkön og myndir. Landhelgisgæzlan kynnir hin margþættu störf við landhelgis- gæzlu og björgun úr sjávarháska og verður sitthvað nýstárlegt að sjá í þeirri deild, m.a. kafara í kafarabúningi. Fiskifélag íslands annast sér- staka fræðsludeild og veitir m.a. upplýsingar um þýðingu sjávarút- vegsins fyrir þjóðarbúið. Fiskideild atvinnudeildar Háskólans kynnir þá umfangsmiklu vísindastarfsemi sem með eins glæsilegum árangri og flestum er að nokkru kunnur hefur stóraukið þjóðartekjur ís- lendinga á stuttum tíma og tekið af öll tvímæli um, að vísindin geta orðið fslendingum að gagni engu síður en öðrum þjóðum. í þessar tvær síðastnefndu deild- ir munu einkum eiga erindi nem- endur menntaskóla, kennaraskóla Framh á bls. 5. Sovétríkin geta „afmáð Banda- ríkin ' á nokkrum klukkustundum Þriðji starfsfræðsludagur- inn á sunnudag Laugardagur 23. febrúar 1963. ► Bretar eru nú famir að prófa fyrsta kjarnorkukafbát sinn, Dreadnought. Prófanir þessar hafa staðið undanfamar tvær vikur á Clyde-flóa, og gengu þær í alla staði, eins og til var ætlazt. Stjórnarkosning trésmiða: B-listinn er listi lýðræðissinna Stjórnarkosning fer fram í Trésmiðafélagi Reykjavíkur I dag og á morgun. Kosið er í skrifstofu félagsins, Laufásvegi 8, og hefst kosning i dag kl. 2 eftir hádegi og stendur til kl. 10 siðdegis. Á morgun, sunnu- dag, heldur kosnlngin áfram og er þá kosið frá kl. 10—12 ár- degis og frá 1—10 síðdegis. Er kosningunni þá Iokið. Listi Iýðræðissinna er B-listinn. Hann er þannig skipaður: Að- alstjórn: Þorleifur Sigurðsson, formaður, Ólafur Ólafsson, varaformaður, Magnús J. Þor- valdsson, ritari, Kristinn Magn- ússon, vararitari, og Haraldur Sumarliðason gjaldkeri. Kosningaskrifstofa B-listans er að Bergstaðastræti 61. Símar skrifstofunnar eru 1-79-40 og 1-79-41. Trésmiðir! Styðjið B- listann! Kjósið B-list- ann! Blistinn er listi lýð- ræðissinna ÖTULJR ÞJÓFAR harður órekstur: A GULU0GRAUÐU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.