Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 8
8 V1S IR . Laugardagur 23. febrúar 1963. i VfSIB Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR, Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á má nuði. I lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Liöskönnun Framsóknar Svo hefir brugðið við að þessu sinni, að fram- sóknarmenn innan vébanda Iðju, félags verksmiðju- fólks, hafa Iagt fram sérstakan lista við stjórnarkjör það, sem í hönd fer í félaginu. Hefir þetta vakið mikla gremju kommúnista, sem telja eðlilega, að þeir „eigi“ framsóknarmenn þá, sem eru í verkalýðsfélögunum, af því að þeir hafa verið þeim svo fylgispakir síðustu árin. Kalla þeir þetta þess vegna sprengiframboð hjá framsóknarmönnum og velja þeim hin verstu orð í á- róðri sínum. Þótt þarna hafi kastazt í kekki hjá þessum gömlu og traustu bandamönnum, kommúnistum og framsókn armönnum, táknar það engan veginn, að hinir síðar- nefndu sé að hefja einhvers konar sjálfstæðis- eða frels isbaráttu. Öðru nær. Þegar þessar kosningar í Iðju verða um garð gengnar, munu fylkingarnar renna sam an aftur og verða að einni hjörð eis og áður hefir verið. Framsóknarmen eru aðeins að kanna lið sitt, til þess að reyna að gera sér Ijóst, hvort þeir geti verið eitt- hvað heimtufrekari við kommúnista framvegis, þegar samið verður um bandalag á breiðara grundvelli og til lengri tíma. Þetta nýjasta brölt framsóknarmanna getur vitan- lega ekki blekkt nokkurn mann, sem fylgzt hefir með ferli þeirra á síðari árum. Þeir eru í eðli síu undirlægjur kommúnista, og þeir; sem vilja ekki gerast liðsmenn Moskvumanna hér á landi, eiga að forðast samneyti við framsóknarmenn eins og kommúnista sjálfa. Björn ekki til sýnis Það vekur og athygli í sambandi við þessar kosn- ingar í Iðju, að Björn Bjarnason, hinn gamli púlshestur Moskvuvaldsins í verkalýðshreyfingunni, er ekki með á lista hinna austrænu. Muna þó allir þá tíð, þegar Iðjukommúnistar töldu ekkert fært að gera nema Björn og aðrir slíkir væru hafðir á oddinum. Það er táknrænt um þá breytingu, sem orðið hefur á högum Iðju, að Björn er nú hafður í felum. Síðan lýðræðissinnar náðu stjórn Iðju, hefir félagið veri lýs- andi dæmi þess, að það er hægt að ná kjarabótum án þess að flana út í verkfall í tíma og ótíma. Björn var hins vegar helzti verkfallapostuli kommúnista og beitti Iðju af algeru tillitsleysi. Það er því einkar eðlilegt, að hann skuli nú vera látinn standa úti í horni, þegar gengið er til kosninga í þessu félagi. Sjúkrarúm fyrir geðveika Frá því hefir verið skýrt, að mikill skortur sé á sjúkrarúmum fyrir geðveikt fólk. Er það alvörumál, en stendur til bóta. Nú er gert gríðarlegt átak í sjúkra- húsmálúnum, og þegar þeim áfanga er lokið innan skammí, hlýtur að verða haizt handa um að bæta úr þeim vaudræðum, sem Geðverndarfélagið hefir bent á. Allt frani til ársins 1852 var Valþjófsstaðarhurðin kirkjuhurð á Val- þjófsstað í Fljótsdal. Það er margra álit að hún sé merkilegasti og fegursti safngripur Þjóðminjasafnsins. Saga hennar er dæmi um sögu islenzkra fornminja. Fram á miðja 19 öld er þetta listaverk f notkun sem kirkjuhurð og mesta heppni að hún verður ekki veðrinu að bráð. Svo gerist það að danskur safnvörður uppgötvar hana og hún er flutt árið 1852 út til Kaupmannahafnar. En Alþingishátiðarárið 1930 skila Danir henni til íslands ásamt fleiri merkilegum munum. eftir því hvar það var til húsa, eftir því hvernig fjárhagur þess eða fjárveitingar voru, eða eft- ir því hverjir veittu því for- stöðu. Fyrsta áratuginn hlaut það sama og engar fjárveitingar og það er hörmulegt að þurfa að minnast þess, að Sigurður Guðmundsson sem var fóstri þess og safnvörður fékk lengi vel engin laun og átti hann þó við svo mikla fjárhagsörðug- leika að stríða, að talið ei að efnaleysi hans hafi átt mestan þátt í vanheilsu hans, sem dró hann fyrir aldur fram til dauða. Fyrstu árin var safngripum komið fyrir án sérstaks um- búnaðar á Dómkirkjuloftinu, þar sem stiftsbókasafnið, er síðar varð Landsbókasafn, var til húsa. Árið 1870 fékkst svo- lítil fjárveiting, sem var notuð til að bálka af herbergi fyrir safnið á Dómkirkjuloftinu. Var safninu þá komið fyrir í her- bergi sem var um 5 metrar á lengd og 4 metrar á breidd og fór nú að verða hægt að hafa það opið til sýnis. p’n eftir nokkur ár þurfti að hefja viðgerð á Dómkirkj- unni og varð safnið þá að ÞJÓÐMINJA Ein merkasta menning arstofnuriJplífsiúfeSð minjasafn íslands verð- ur 100 ára á morgun. Afmælisdagurinn er við það miðaður, að þann 24. febrúar 1963 undir- rituðu stiftsyfirvöldin bréf um það að þau veittu viðtöku forngripa gjöf Helga Sigurðssonar er síðar varð prestur á Melum í Melasveit, og um leið biðja þau Jón Ámason þjóðsagnasafn- ara og bókavörð að taka að sér umsjón með forn- gripasafninu. Árið 1889 var verið að grafa fyrir nýju húsi á Amheiðarstöð- um á Fljótsdalshéraði. Djúpt í jörðu fundu menn nokkra forn- lega hluti, m. a. mórauðan hanzka úr ullarbandi. Það undar lega við hann var að han- virt- ist ekki -iriónaður með venju- legum hætti. Þegar hanzkinn var sendur til Þjóðminjasafnsins lcorn líka brátt í ljós, að hann var gerður af vattarsaumi en á íslandi kunni enginn að prjóna fyrr en á 16. öld. Vötturinn frá Amheið- arstöðum bar vitni um fornt verklag. Sferf ■JJndanfari stofnunarinnar er þó talinn þessi: Árin 1860 og 1861 var brotin upp fornmannsgröf f Baldursheimi við Mývatn voru það mest unglingar sem gerðu það og mokuðu upp dysina. En þarna fundu þeir muni sem teljást enn meðal merkustu fornminja okkar, tening og 24 töflur úr hneftafli. Sigurður Guðmundsson mál- ari birti skýrslu um þennan fund f blaðinu Þjóðólfi og not- aði tækifæri til að eggja menn lögeggjan að stofna inn- lent minjasafn. Þessi áskorun hreif, menn bundust samtökum um að fá þessu framgengt. Kjarni þeirra samtaka var vin- átta og samstarf Jóns Árnason- ar og Sigurðar Guðmundsson- ar, en það er nú upplýst, að á þessum árum bjó Sigurður í húsi Jóns, „Smedens hus“, sem nú er varðveitt í sinni upp- runalegu mynd í Árbæjarsafn- inu. En gjöf Helga Sigurðssonar sem var 15 gripir (þó enginn þeirra sérlega merkilegur) réði úrslitum um að stiftyfirvöldin ákváðu að stofna safnið. fhií Tjað mætti síðan skipta sögu Þjóðminjasafnsins í tímabil víkja burt af loftinu. Var það flutt 1879 í stofu f fangahúsinu við Skólavörðustíg. Þar var það þó aðeins til bráðabirgða í 2 Árið 1871 gaf Guðbrandur Sturlaugsson í Hvítadal safninu fyrstu tóbakspontuna. Síðan hefur safnið eignazt mikinn fjölda af tóbaksbaukum og dós- um. En þessi fyrsti baukur er sennilega elztur þeirra og merki legastur. Hann er gerður úr rost ungstönn. Tvær sögusagnir fylgja honum, sú fyrri að Daði í Snóksdai hafi átt hann en það getur ekki staðizt þvi að tóbaks notkun var ekki byrjuð þegar hann var uppi. Hin sögnin seg ir að sr. Sæmundur Magnússon Hólm á Helgafelli hafi smíðað hana, en hann var þjóðhaga smiður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.