Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Laugardagur 23. febrúar 1963. Fyrstu fomgripirnir sem safnið eignaðist voru munir sem fundust í fommannsdys í Baldursheimi við Mývatn. Númer 1 er skráð hnef- taflið sem er 24 kúptar beintöflur, teningur og útskorið mann- likan úr beini, að líkindum hnefinn sem styrinn stóð ufn milii fylkinganna tveggja. Hneftaflið var fom íþrótt en ekki er Ijóst hvemig það var leikið. hlaut að verða að fá sína eigin byggingu og hana enga smá- smíð.i tfwf j^úverandi Þjóðminjasafnshús er eins konar morgungjöf. sem íslenzka þjóðin gaf sjálfri sér á morgni lýðveldis síns. Daginn fyrir lýðveldisstofnun- ina, þann 16. júní 1944 sam- þykkti Alþingi í einu hljóði þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að leggja fyrir af ríkisfé þrjár milljónir króna til þess að reisa hús fyrir jj Þjóðminjasafnið og hefjast þegar handa um undirbúning byggingarinnar. En sögu Þjóðminjasafnsins má einnig skipa í þætti eftir forstöðumönnum. ár en var flutt á Alþingishús- loftið 1881. Hafði Alþingishúsið þá nýlega verið byggt og var frá upphafi ætlað að það hýsti bæði Alþingi og þau söfn sem hér voru, bókasafn, skjalasafn og forngripasafn. En um aldamótin var svo komið að ekki var lengur rúm þar til Þjóðminjasafnið fékk sína eigin byggingu á Melunum 1950. ífch* Tjjóðminjasafnið hefur því lengst af sögu sinnar verið jpyrsti forstöðumaður þess á- samt Jóni Arnasyni var Sigurður Guðmundsson málari. Á hans árum einkenndist safnið af féleysi, en það eignaðist þó meðan Sigurður lifði um eitt þúsund gripi, þar af voru að- eins hundrað gripir keyptir Það vó upp á móti féleysinu að ýmsir fornmunir lágu nú lausari fyrir en síðar varð, á- SAFNIÐ 100 ARA fyrir forngripasafnið í Alþing- ishúsinu. Þá var Landsbanka- húsið við Austurstræti nýreist og fékk safnið nú inni f því 1899. Þar var það þó ekki lengi, því að bráðlega var tekið að reisa hið myndarlega Lands- bókasafn við Hverfisgötuna. Þar skyldi Forngripasafnið fá inni í risinu og þangað fluttist það 1908. Þar átti fyrir því að liggja að dveljast í 42 ár, eða á hrakhólum, sem leigjandi í byggingum sem reistar voru fyrir aðrar stofnanir. Kom þá jafnan að því, að sú stofnun sem átti hvert hús þurfti á hús- rýminu að halda og Þjóð- minjasafnið varð að flytjast f nýja og nýja staði. Að síðustu var þó svo komið að safngripir voru orðnir svo gífurlega marg- ir, að það var ekki hægt lengur að hola safninu niður. Það Dýrmætasti safnauki Þjóðminjasafnsins var Vídalínssafnið, er það fékk 1908, en Jón konsúll Vfdalín hafði um langt skeið safnað fjölda verðmætustu gripa fslenzkra fornminja. Það er athyglisvert að margt muna hans kemur úr fslenzkum kirkjum og var undarlegt hve þær voru fúsar að selja hina merkustu gripi. Nú er Vídalíns- safn f sérstöku herbergi, þar eru bakstursöskjur frá Bessastöðum, Grundarkaleikur, skápur Bólu Hjálmars og ótal margt fleira. samt með hinum logandi áhuga Sigurðar Guðmundssonar. fkst Átií 1878 var Sigurður Vig- fússon gullsmiður gerður safnvörður, og gegndi þvf þar til hann lézt 1892. Hann var geysilegur atorkumaður, gerði fyrstur manna fornleifarann- sóknir hér á landi og ferðaðist vfða um land til að rannsaka sögustaði. Þessar ferðir notaði hann jafnframt til að safna ýmis konar munum og hvetja fólk til að gefa gripi til safns- ins. Fjárráð safnsins voru þá orðin meiri en áður og keypti hann marga gripi. Hann var auk þess frumkvöðull að stofn- un Fornleifafélagsins, sem hef- ur orðið safninu mikill styrkur. Þá má geta þess, að á þeim ár- um hóf Brynjúlfur Jónsson frá Minna Núpi hinar víðtæku fornleifarannsóknir sínar. Starf Sigurðar setur enn svip sinn á Þjóðminjasafnið. Þegar hann skildi við það voru mun- umir orðnir nærri 4 þúsund og er safnið þá orðið svo stórt, að nú fer ekki að verða hægt að vinna að safnvörzlu f hjáverk- um og launin sem greidd voru fyrir það f engu samræmi við fyrirhöfnina. Af þessu einkennast störf næstu tveggja safnvarða, Pálma Pálssonar og Jóns Ja- kobssonar. Pálmi stjórnaði þvf 1892 - 96 en Jón 1896—1808. Þeir voru báðir góðir safnmenn sem unnu m. a. að því með vandvirkni að skrá muni þess. Á þeim árum eignaðist safnið dýrmætustu gjöfina sem því hefur borizt, gjöf Vfdalín-hjón- anna. tht j ársbyrjun 1908 kom ungur og áhugasamur maður að Rétt áður en Alþingishátíðin 1930 hófst fannst í Gaulverjabæ í Flóa eini verulegi sjóður fornra silfurpeninga, sem fundizt hefur hér á landi. Var þá verið að færa út kirkjugarðinn og voru menn að flytja mold í því skyni úr ávalri bungu rétt fyrir sunnan garðinn. Vildi þá svo til að undan skóflu valt hrúga af silfurpeningum. í peningasjóð þessum kenndi margra grasa, sumir eru þýzkir, aðrir engilsaxneskir, írskir og sænskir. Og þar eru líka 5 arabískir pen- ingar. Sjóðurinn er vitni um hin miklu viðskiptasambönd norrænna manna á víkingaöld. ið safninu og fornleifafræðinni eins mikið og lengi ogMatthfas. ^ Eins sérstaks atburðar verður að geta frá safndögum hans, að árið 1930 endurheimta Is- lendingar suma mestu dýrgripi sína frá Kaupmannahöfn. jfar /Ag loks er komið að núver- ^ andi þjóðminjaverði Krist- jáni Eldjárn sem tók við emb- ættinu 1947 og annaðist- flutn- ing safnsins í hin glæsilegu og rúmgóðu nýju húsakynni. Þar hefur hann stjómað uppsetn- ingu safnsins af sérlegri smekk vfsi, en þrátt fyrir stór húsa- kynni em munir safnsins nú orðnir svo margir, jafnframt því sem nýjar deildir hafa ver- ið stofnaðar, svo að nú þyrfti safnið ef vel á að vera að fá það húsnæði, sem málverka- safn ríkisins hefur til umráða. safninu með ágæta undirbún- ingsmenntun og náin kynni af söfnum á Norðurlöndum, Matt- hfas Þórðarson. Hann var fyrsti maðurinn sem fékk fulllaunuð störf sem þjóðminjavörður og gegndi hann því embætti í nærri 40 ár. Fyrsta verk hans var að koma safninu fyrir í nýju og rúmbetra húsnæði en það hafði áður haft í húsi Landsbókasafnsins og kom hann þvf fyrir á vísindalegan og miklu fullkomnari hátt en áður. Enginn maður hefur unn- Sérstök deild í Þjóðminjasafninu er Ásbúðarsafn, sem Andrés J. Johnson í Ásbúð í Hhfnarfirði hefur safnað og afhent Þjóðminja- safninu með sérstökum samningi. Andrés er mesti núlifandi safnari íslands og jafnvel sá mesti sem uppi hefur verið á landinu. Hann hefur frá unga aldri safnað allskonar minjum og hvorki sparað kostnað né fyrirhöfn. Hann hefur safnað merkjum, peningum, pen- ingaseðlum, frímerkjum og óteljandi öðrum smámunum sem til falla frá degi til dags. Munir sem virðast ekki mikils virði meðan verið er að nota þá en verða vandfengnir og ófáanlegir þegar tímar líða. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.