Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 10
70 VISIR . Laugardagur 23. reDruar irrxta. Kvennasíða — Framhald af bls. 4 „en ég kom nú samt! Gat ekki hugsað mér annað“. Hún sagð- ist alltaf fara beint úr fjósinu á morgnana inn að snyrta sig eftir öllum listarinnar reglum! Þetta kalla ég virkilegan á- huga“. TÓK PRÓF HJÁ MAX FACTOR „Og hvar lærðir þú andlits- snyrtingu, Hildigunnur?" „Á snyrtistofu í London, nán ar tiltekið Max Factor Salon í Old Bond Street. Pabbi minn Friðrik Dungal, hefur umboð fyrir Max Factor snyrtivörur hér á landi, og ég hef afgreitt í verzluninni hans, Remedíu. Svo fór mig að langa til að læra meðferð varanna, og ég fór tii London og var tvo mán- uði við nám, lærði að snyrta og mála aðra og var snyrt sjálf. Á endanum tók ég nokk- urs konar próf í þessu og fór heim aftur. Ég ætlaði að taka að mér leiðbeiningar í sam- bandi við verzlunina fyrir fjór um árum, en þá hafði kven- fólkið bara engan áhuga á þessu, og það gekk ekki“. „Tízkuskólinn breytti því al- deilis", segir Erla. „Hann hefur lagt grundvöllinn að þessu starfi hérlendis, byggt þetta allt upp og gert ótrúlega mikið“. „Og hvernig stóð á, að þið tvær skylduð setja upp Snyrti skólann? Þekktuzt þið áður?“ „Já, við unnum saman á skrif stofu. Og okkur langaði báðar að vinna við eitthvert lífrænna starf, meira skapandi, ef hægt er að segja það“. Nú kemur næsti hópur, og Hildigunnur verður að fara. „Viltu ekki koma inn og vera viðstödd?" býður hún. „Þá sérðu, hvernig þetta fer fram“. Þetta er lokatími, svo að nem endurnir eru engir viðvaningar lengur. Þær bera á sig hreins- unarkrem með hröðum og ör- uggum handtökum, þurrka það af, klappa húðina með bómull vættri í andlitsvatni. „í dag höfum við sjálfvalið make-up“, útskýrir Hildigunn- ur „Þá er að sýna hvað þær hafa lært! í fyrsta tímanum kennum við eingöngu undir- stöðuatriði, hreinsun og um- hirðu húðarinnar, hvernig á að bera krem á sig og taka það af, leggja andlitsmaska og plokka augnabrúnirnar. Og loks eina tegund make-ups: fljótandi, í öðrum tfmanum kennum við að nota aðra tegund make-ups: pancake, sem er borið á með rökum svampi. Svo að mála augnlínur með biýanti — en það er dökkt strik dregið eftir augnlokunum meðfram augn- hárunum ... það stækkar aug- un ótrúlega. Svo eru augna- brúnirnar málaðar með gráum eða brúnum blýöntum. Og sein- ast varirnar. í þriðja tímanum kemur svo þriðja tegund make- ups: panstik. Það inniheldur bæði lanolin og rakastilli og fer vel með hörundið. Svo kem ur fljótandi augnlína, dregin með pensli. Varirnar líka mál- aðar með pensli. Og loks er fjórði tíminn eins og í dag: sjálfvalið allt“. VANDAVERK. Þær einblína í speglana og mála hinar ýmsu línur og strik með kostgæfni. Hildigunnur fylgist með öllu, gefur vinsam- legar bendingar, gagnrýnir með brosi á vör og hjálpar til með erfiðustu línurnar, kinnalit og fieira. Stundum þarf að lagfæra hlykkjótta augnlínu, þurrka aft ur af, byrja enn á ný. Það er einbeitnissvipur á andlitunum. Þetta er augsýnilega vandaverk hið mesta. Ef miður tekst, þá er reynt aftur og aftur. „Er þetta vitlaust?" heyrist Fylgist með tímanum! Longines úr á hvers manns hendi. Vönduð, sterkbyggð, nákvæm, gangviss, f jölbreytt, heimsfræg. Öryggi fylgir öllum viðgerðum. GUÐNIA. JÓNSSON ÚRSMIÐUR REYKJAVÍK SÍMAR 14115 öðru hverju í kvíðnum rómi. „Passa að setja ekki of mik- ið“, brýnir Hildigunnur fyrir nemendum sínum. „Muna að setja alltaf nógu lítið, það er hægara að bæta við en taka af — nei, þetta verður alltof þykkt þarna í horninu!“ „Já, dóttir mín kom hingað til ykkar", segir ein frúin. „Ég hélt að hún myndi læra að mála sig voðalega mikið og á- berandi, en það varð þá þver öfugt. Núna málar hún sig miklu minna en áður og auð- vitað mörgum sinnum betur. Ég varð svo hrifin, þegar ég sá árangurinn hjá henni, að ég lét það verða mitt fyrsta verk að sækja um skólavist fyrir sjálfa mig!“ EINKUNNIN LÆKKAR Hildigunnur er uppörvandi við kennsluna, en nákvæm, hef ur augun alls staðar, brosir í hvatningarskyni. „Nei, þetta er alltof blátt um augun“, stynur ein. „Það er eins og mér hafi verið gefið glóðarauga!" „Þú átt eftir að púðra yfir. Mér finnst þessi litur fara svo vei við kjólinn þinn“. „En ekki er ég nú alltaf í honum!“ „Nei, en þú málar þig líka eftir því sem við á í það og það skiptið“. „Æ, ég hef svo þykkar varir" segir ein frúin f mæðutón. „Og allar skakkar þar að auki!“ Hildigunnur bregður skjótt við. „Ekki mála útlínurnar al- veg — draga svolítið inn, hérna og hérna — svona, nú er það gott“. Hún lítur upp og tekur strax eftir, hvernig frúin við glugg- ann púðrar á sér nefið. „Hér lækkar„ ainkunþjn — aldrei að strjúka.kvaStáhUm. ... bara klappa honum Þú ferð víst niður f 9,5“. Þær hlæja allar. Það er mikið fjör í tímanum. Og von bráðar er síðasta línan dregin, sein- asta púðurkornið burstað af. Þær standa upp, fallega snyrtar, útlærðar. Og hraða sér fram í snyrtivörudeildina. — SSB Sk/ðamóf Reykjavíkur i Skíðamót Reykjavíkur hefst eins | og kunnugt er í dag og er bú- i izt við mikilli keppni, enda þátt- | taka góð og greinilegt að ÍRingar, j sem hafa stjórn mótsins á hendi, | hafa fullan hug á að gera mótið! annað og meira en verið hefur und-1 anfarin ár. Dagskrá mótsins er annars þessi: Laugardagur 23. febr.: KI. 11.00 Mótið sett i skálanum. — 11.30 Nafnakall fyrir stórsvig. — 14.00 Stórsvig, allir flokkar. — 16.00 10 km. ganga. Sunnudagur 24. febr.: Kl. 10.00 Guðsþjónusta í skálanum — 12.00 Svig A og B-flokkar. — 15.00 Stökk. Laugardagur 2. marz: Kl. 13.00 Svig: C fl., kvennafl., drengjafl. og stúlknafl. — 16.00 Boðganga 4x5 km. Sunnudagur 3. marz: KI. 10.00 Brun, drengjaflokkur og kver.naflokkur. — 14.00 Brun, A, B og C flokkur Réttur til breytinga á dagskránm . er áskilinn, ef veður eða snjóalög | gefa tilefni til. Bloðamannofél. — Frh. af 7. síðu: aflafréttir. Ber þess og að minn-' ast með þakklæti, að Félag ís- lenzkra bornvörpuskipaeigenda og Eimskipafélag Islands styrkja FB til þessa. 5. Ýmsum fyrirspurnum er svarað bréflega og símleiðis. 6. Ýmsar tilkynningar eru sendar daglega til blaða, stund- um til annara, samkvæmt óskum þeirra, sem tilkynningarnar eru frá. Flestar tilkynningarnar hafa verið frá sendiherra Dana. Tilk. þessar eru ýmsar Danmerkur- fréttir, einkanlega er snerta bæði ísland og Danmörku. FB fær til- kynningar þessar ókeypis og ber þess að minnast með þakklæti. 7. Þá hefur FB sent blöðunum ýmislegt, sem gerist meðal Is- lendinga í Vesturheimi, og væri gert meira að þvi, ef eigi væri takmarkað rúm í blöðunum. Þess arar starfsemi hefur verið minnst þakksamlega í vestur-íslenzku blöðunum. 8. Forstöðumaður FB sendir iðulega fréttaklausur eða greinir til fréttastofu í London, sem hef- ir sambönd út um allan heim. Hefir fréttastofa þessi látið í ljós ánægju sína yfir að fá þess- ar fréttir, sem sumar hafa verið langar og ítarlegar. Má t. d. nefna: Mannskaðana í Vetur og Ieitina að togurunum, Loftis- málið, skíðaför L. H. Múller og félaga hans, Þjóðleikhúsið, Landspítalann, skýrslur um út- fluttar afurðir o. m. fl. Einnig hefur FB beðið fréttastofu þessa að geta um í tilkynningu til allra blaða, er fá fréttir frá henni, um bæklinga þá um ísland sem ferða mannaland, sem út eru gefnir. Eru þá send allmörg eintök af bæklingunum til úthlutunar. Fleira mætti til tína, en læt þetta nægja. Þess þarf væntan- lega ekki að geta, að FB svarar fúslega þeim fyrirspurnum, er hún fær, og reynir að vekja eftir- tekt á íslandi erlendis. Ber ég það traust til manna, að Fréttastofan verði ekki dæmd á ósanngjarnan hátt. Mun henni vafalaust vaxa fiskur um hrygg smám sarnan." I niðurlagi greinargerðarinnar drap ég á, að fréttastofur er- lendis hefðu aukið starfsemi sína, þar sem útvarpið var komið til sögunnar, og vafalaust mundi það sama verða uppi á teningn- um hér, en um þetta voru ýmsir á allt öðru máli á þessum árum, og þjóðkunnur ritstjóri lét í ljós við mig þá skoðun sína, að framtið blaðanna væri mjög ó- viss vegna tilkomu útvarps, — útvarpið myndi blátt áfram taka við því hlutverki blaðanna, að afla frétta og dreifa þeim. Verð- ur nánara að þessu vikið og starf semi FB í framhaldsgrein. fbúðir Únnumst kaup og söli á hvers konar fasteignum. Þið. sem ætlið að kc.upa eða selja fyrir vprið. hafið samband við okkur sem fyrst. Fasteignasalan Tjamargötu 14. Sími 23987. ISfKB «g ®#KKB KÉKK'R 7rRií)KjiC3jöKK^oX HRAFNÍ5TU 344.5ÍMI 38443 LESTUR-STÍLAR-TALÆFÍNGAR Brendan Behan írska skáldið Brendan Be- han er sem kunnugt er allra manna veikastur fyrir viskíi, en nú segist hann vera búinn að finna ráð til að standast freistinguna — og slái það jafnvel antabus út. Hann hefur sezt að í ilm- vatnsbænum Grasse við Cann es í Frakklandi — og hann segir: „í Grasse angar allt af ilm vatni og ilmvatnsbragð er af öllu. Og viskí með ilmvatns- bragði — foj bara“ * Maurice Chervalier Á 75 ára afmæli sínu sagði Maurice Chervalier: „Ýg hef alla æfi etið mikið, drykkið mikið og yfirleitt gert mikið af öllu. En þegar maður er orðinn 75 ára og ætlar að halda áfram að koma fram eins og áður verður maður að rninnka við sig mat, drykk og allt það sem maður hefur áð ur gert“. Hann er hress þótt hálf áttræður sé. * Kanadísk þingmannanefnd var nýlega í kynnisferð í París — og nú eftir heimkomuna óttast nefndarmenn mjög ár- ásir hinna þingmannanna. Og það sem þeir eru áfelldir fyr- ir, er að hafa eytt nóttunum á skemmtistöðum umhverfis Place Pigalle og dögunum í rúminu. 122 umferðamálasérfræðing ar komu nýlega saman á mjög mikilvægan fund í London. En áður en fundinum lauk höfðu 56 beirra fengið ^ekt ir fyrir að leggja bílum sín um ran<desa. svo að ekki eru þeir barnanna beztir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.