Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 23.02.1963, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Laugardagur 23. febrúar 1963. Björn Sigurbjörnsson dr. phil.: Hugleiðin gar Jgftir 25 ár er starfsemi Búnað- ardeildar enn skorinn þröng- ur stakkur vegna skorts á nauð- synlegum tækjum og aðstoðar- fólki. Það er i raun og veru furðu legt, hverju tekizt hefur að áorka miðað við þær fátæklegu aðstæð- ur, sem þessi starfsemi hefur þurft að búa við. En það er ekki afmælið sjálft, sem markar hin raunverulegu tímamót f sögu Bún aðardeildar. í árslok hætti dr. Halldór Pálsson deildarstjóra- starfi við Búnaðardeild til að taka við nýju embætti. Hann tók við stofnuninni óþekktri, en undir hans stjóm skapaði Búnaðardeild sér virðingu og aflaði sér trausts meðal bænda og þjóðar- innar allrar. Á s. 1. ári tók fyrst að rofa verulega til í málum Bún- aðardeildar. Aldrei fyrr hefur Al- þingi samþykkt að veita jafn- miklu fé til hennar, og þá var ákveðið að leyfa fastráðningu fjögurra aðstoðarmanna, en eftir 25 ár voru aðeins tveir slíkir á stofnuninni. Þá var einnig gengið svo frá málum, að í vor verður unnt að hefja byggingu á nýju og giæsilegu húsnæði fyrir Bún- aðardeild á Keldnaholti og ljúka byggingu tilraunastöðvar að Korp hverfi fyrir frjóa hugsun og vit- urlegar ákvarðanir, landbúnaðin- um til heilla. □---- llmikil mannaskipti urðu í embættum við leiðbeininga- og tilraunastofnanir landbúnaðar- ins og á búnaðarskólunum. 1 árs- lok var óráðið f margar stöður og búizt við, að margar Iosnuðu á komandi ári. Er vonandi, að S/ðoi'f grein með nýju blóði og nýjum hug- myndum verði enn meiru áorkað í framtíðinni en hingað til. Á s. 1. ári örlaði á mörgum nýjungum f landbúnaði. Sumar þeirra eru eflaust sápukúlur, sem enga framtfð eiga fyrir sér. Við því er alltaf að búast, þegar nýj- ar Ieiðir eru kannaðar. Mikill skriður komst á ræktun alifugla með nýtízku fyrirkomu- lagi. Kalkúnar voru á markaðin- um í vetur og undirbúningur var hafinn að því að stórauka þá framleiðslugrein. kannski aldrei fótfestu í fslenzk- um landbúnaði. Sumar geta að- eins orðið litlum hlut bænda að gagni. Ekki er t. d. útlit fyrir, að hveiti verði f næstu framtíð rækt að annars staðar hér á landi en iiustur á söndum, sunnan jökla, ef vel tekst til. Þó er landrými svo mikið á þeim slóðum, að ekki ætti það að standa f vegi fyrir þvf, að við gætum ræktað hérlendis nær allt það hveiti, sem nú er inn- flutt. Ýmis ný tæki bárust til lands- ins á s. 1. ári. Sum þeirra eiga eftir að valda byltingu í aðferðum við ræktunarstörf og búskap. Af þeim má nefna hið nýja rörmjalta- kerfi, sem tekið var í notkun á nokkrum bæjum. Finnski lokræs- plógurinn mun væntanlega gjör- breyta viðhorfum til landþurrk- unar og gera hana ódýrari og ein- faldari. Það getur flýtt mjög fyrir stækkun ræktunarlands. Þá var flutt inn sáðvélar, sem er til þess gerð að raðsá og bera áburð á gróið land, tún og bithaga. Þessi vél verður reynd f sumar, en mikl ar vonir eru bundnar við, að hún verði til mikils gagns f barátt unni við kalið. Þó verður hún lfklega að mestu notuð við að Komrækt á Sámsstöðum í Fljótshh'ð. merk þáttaskil, og þá sáust ýmsir fyrirboðar nýrri og betri tíma. Þrátt fyrir óáran er óhætt að líta björtum augum á framtíðina. Við erum að mörgu Ieyti betur undir það búin aö mæta vandamálunum. Erfitt ár hefur leitt í ljós ýmsa vankanta, en það gerir þörfina enn brýnni á að bæta úr þeim. Hér verður ekki reynt að ræða að þá skorti áhuga á landbúnaði og vilji ekki helga sig þeim störf um. Það eru einkum erfiðleikar á að afla Iánsfjár með hagstæðum kjörum til að hefja nýtfzku bú- skap og of lágt verð á landbún- aðarvörum, sem gerir þetta að verkum. Það er einnig einkenni- legt, að í grundvelli fyrir verð- lagsútreikningi á landbúnaðarvör- um 1962 úlfsstöðum. Við embætti deildar- stjóra tók um áramótin einn elzti og traustasti starfsmaður deildar- innar, Pétur Gunnarsson, fóður- fræðingur. Hann gegndi einnig störfum deildarstjóra mestan hluta 1962, meðan dr. Halldór Pálsson dvaldist erlendis. Árið 1962 var einnig gengið frá undirbúningi að frumvarpi um nýja skipan rannsóknarstarfsem- innar f landinu og eru miklar vonir bundnar við, að hin nýju lög eigi eftir að verða rannsókn- arstarfseminni heilladrjúg. Þá var hafinn undirbúningur að því að á árinu að bæta kjör opin- berra starfsmanna og þeirra á meðal allra, sem stunda rannsókn- ir og leiðbeiningastörf fyrir land- búnaðinn. Ef vel tekst til, getur þetta orðið landbúnaðinum til mikils gagns, því að þá ættu ýmis konar- aukastörf og bitlingar, sem nú eru nauðsynleg til að hafa viðun- andi tekjur, ekki að þurfa að hindra menn í að einbeita kröft- um sínum að aðalstarfi sfnu, sem þeir eru fyrst og fremst ráðnir til, og vinna að þeim brýnu verkefn- um, sem óleyst eru. Á árinu var tekin í notkun Bændahöllin og mun Búnaðarfé- lag íslands flytja þangað innan skamms. Margt hefur verið rætt og ritað um þessa höil, en í einu má hún þó njóta sannmælis: hún er stærsta bygging landsins. Er sannarlega kominn tfmi til að Búnaðarfélagið fylgi dæmi bænd- anna á undanförnum árum og flytji úr gamla kotinu í nýja bæinn. Er vonandi, að hin giæsi- legu húsakynni skapi betra um- Fjölbreytni f grænmetistegund- um, ræktuðum hérlendis, jókst hröðum skrefum 1961 og 1962. Af grænmetistegundum, sem nú eru að ryðja sér til rúms, eru stöng- ulcelery, aspaskál (broccoli) og rósakál (Brussell sprouts), allar með vinsælustu grænmetistegund um erlendis. Reynslan s. 1. sumar af nýjum tegundum af plast-gróðurhlífum gefur vonir um, að hér megi rækta tómata, agúrkur, squash og fleiri tegundir utan gróðurhúsa. Tilraunir með ný afbrigði af græn um „baunúm“ gefa vonir um, að framleiðsla þeirra geti um sfðir orðið almenn hér á landi. S. 1. vor var í fyrsta skipti sent til framræktunar f Danmörku út- sæði af korni, sem skorið var hér haustið 1961. Var hér um að ræða kornafbrigði, sem lítt eða ekki eru fáanleg á heimsmarkaðinum. Verður rúmlega 20 tonnum af þessu korni sáð hér f vor. Með slíkri samningsbundinni fram- ræktun fæst mikið öryggi f útveg un á hentugu komútsæði, og mætti ætla, að þessi aðferð gæti einnig orðið til mikils gagns fyrir grasræktina. Þá var reynt að rækta olfujurtir á allstóru tilraunasvæði austur á söndum. Þótt olfufræið næði ekki þroska í ár fremur en margt ann- að fræ, var vöxtur þess slíkur, að þeim tilraunum þarf að halda á- fram og jafnframt að leita að nýj- um snemmþroskaðri afbrigðum af olíujurtum. Árangurinn af hveitirækt á s. 1. sumri gefur til- efni til frekari tilrauna á þeim grundvelli. Sumt af þessum nýjungum ná Dr. Björn Sigurbjörnsson endurnýja gömul tún og setja betri gróður f slitin beitilönd. Með áburðarflugvélinni og þessari nýju sáðvél eru komin tækí til að vernda og bæta úthagann, en það er eitt mest aðkallandi vanda- mál landbúnaðarins f dag. □------ l^ins og ég hef rakið f fáum orð- um hefur árið 1962, að mörgu leyti, verið umbrotaár f íslenzkum landbúnaði. Tíðarfar reyndist bændum yfirleitt erfitt og sumum mjög illt. En á því ári urðu mörg allt það, sem aflaga fer f fslenzk um landbúnaði og krefst skynsam legrar lausnar. Fæst er heldur af- leiðing af því, sem skeði á s. 1. ári, né þess eðlis, að hægt sé að leysa það á þessu ári eða jafnvel á næstu árum. 1 sumum sveitum er þannig ástatt, að þær leggjast í eyði, ef ekkert er að gert. Ýms- ar orsakir eru til þess. Þar býr á mörgum bæjum roskið fólk, en önnur störf hafa af ýmsum ástæð- um heillað burt bömin, sem áttu að taka við búinu. Söluverð býla og bústofns er svo hátt, ef allt þarf að kaupa, að flestum ungum mönnum er ókleift að ráðast f búskap undir þeim kringumstæð- um, þótt áhugi sé annars fyrir hendi. Flest býli eru of smá til þess, að þar sé hægt að búa með þvf sniði, sem nútímatækni og þekking býður upp á. Þá er oft eins og eyðibýli smiti út frá sér og valdi auðn á skömmum tíma. Þetta á ekkert skylt við fólksflutn ing úr sveitum, sem eðlilegan má telja hjá uppvaxandi þjóð, og er afleiðing bættrar aðstöðu til land- búnaðarframleiðslu og stefnir að meira jafnvægi f atvinnuháttum.. Ef framleiðni eykst hraðar en markaður fyrir Iandbúnaðarvörur, er ekki óeðlilegt, að nokkur fækk un verði á tölu framieiðenda, sér- staklega meðal þeirra, sem búa á erfiðum jörðum. Þegar framleið- endum fækkar og byggilegar jarð ir leggjast í eyði af öðrum orsök- um, er hætta á ferðum og málum landbúnaðarins ekki vel fyrir kom ið. Ástandið í svipinn er þanhig, að það hefur ekki tekizt að gera búskap að aðlaðandi atvinnu fyrir unga menn. Þetta er ekki af þvf, um, er fyrir það girt, að bændur fái nokkuð f sinn vasa umfram það, sem aðrir neytendur fá, af þeim ágóða, sem skapast af tækni Iegum og vfsindalegum framför- um f búskaparháttum. Það er varla von, að bændur sýni til- rauna- og leiðbeiningastarfssem- inni meiri áhuga, þar sem tekjur þeirra hækka ekki, þótt fram- leiðslukostnaðurinn sé lækkaður. Verð landbúnaðarvörunnar Iækk- ar þá að sama skapi. Þetta þyrfti að lagfæra og með því hvetja bændur til að stefna stöðugt í framfaraátt í framleiðslutækni: T litlu þjóðfélagi sem okkar er alltaf hætta á, að offramleiðsla í góðu ári valdi þvílíkri verðlækk un eða sölutregðu, að framleiðsl- an árið eftir dragist svo saman, að um skort verði að ræða. For- stjóri Grænmetisverzlunarinnar sýndi mikla hagsýni s. 1. sumar, er hann seldi úr landi kartöflu- birgðir, sem lágu undir skemmd- um. Ef’til væru í landinu verk- smiðja, sem gæti unnið mjöl eða annað úr þeim kartöflum, sem framleiddar eru umfram árlega þörf á neyslukartöflum, yrði skap að mikið öryggi í ræktuninni og þörf á innflutningi á kartöflum f einstökum árum hverfandi lftil. Verzlun með landbúnaðarvörur hefur annars þróazt mjög ein- kennilega á íslandi og myndu þeir forfeður vorir, sem lengst börðust gegn einokunarverzlun Dana, verða vonsviknir og finnast til lítils unnið, ef þeir þyrftu að kaupa eða selja landbúnaðarvör- ur í dag þar sem ekki verður þver Framh. á bís. 5. isa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.