Vísir - 26.02.1963, Síða 2
2
V1SIR . Þriðjudagur 26. febrúar 1963.
Markaregn hjá
kvenfólkinu
rr\, . I .
1 ígrisdýrio
frá Nígeríu
*> DICK TIGER, hinn 33 ára gamli
hnefaleikamaður frá Nígeríu varði
á Iaugardagskvöldið titil sinn sem
heimsmeistari í millivigt hnefa-
Ieikanna er hann og Gene Fullmer
voru dæmdir jafnir að stigum f
15 lotu keppni í Las Vegas, hjóna-
skilnaðarborginni frægu- Hvorugur
<j;hnefaleikaranna fékk komið hinum
I gólfið f keppninni. Myndin er af
Tiger (til hægri) £ keppni gegn
Henry Hank, en Tiger er talinn
einhver bezti hnefaleikari, sem nú
er uppi. Tiger hefur barizt 63 sinn-
um, 46 sinnum sigrað og 3 slnnum
verið dæmdur jafn keppinaut sín-
um. Hann varð meistari 23. októ-
ber 1962.
íslandsmeistarar Vals
unnu Víking í mfl. kvenna
í handknattleik á sunnu-
dagskvöldið með 18:16 og
stóðust með naumindum
góðan endasprett Víkings,
en FH, sem virðist hafa á-
girnd á titlinum í ár vann
Fram með 12:9, sem voru
vonum minni yfirburðir.
Leikirnir í kvennaflokki eru nú
óðum að lagast frá því sem var
og voru báðir leikirnir 1 fyrrakvöld
allskemmtilegir á að horfa. Valur
hafði mikla yfirburði í fyrri hálf-
ieik gegn Víking og hafði yfir 11:
4 í hléi. Vikingur var hins vegar
Kristinn annar á alþjóð-
legu móti / La Molina
mjög ágengur í síðari hálfleik og
vann stöðugt á, og undlr lokin var
mikil spenna komin í leikinn og
þegar Gylfi Hjálmarsson, dómari
kvöldsins, flautaði af, skildu að-
eins tvö mörk, en markatalan ó-
venju há eða 18:16, sem er mjög
sjaldgæft i kvennaflokkunum.
Sigríður Sigurðardóttir skoraði
6 marka Vals, en Guðbjörg skor-
aði jafnmörg fyrir Víking.
FH virtist ekki eiga í neinum
erfiðleikum með Fram eftir nokkra
byrjunarörðugleika, en eftir það
voru miklir yfirburðir til hálfleiks-
loka og í hléi var staðan: 7:3.
Síðari hálfleikinn vann Fram hins
vegar með 6:5, en tókst aldrei að
ógna sigri FH að gagni.
Flest mörk fyrir FH skoraði
Siguriína, 6, en Ingibjörg flest fyr-
ir Fram, 5 mörk.
Framh á bls. 5.
Magnás Ingólfsson vann
Stórhríðarmót Akureyrar
Stórhríðarmót Akureyrar I svigi
fór fram I Hlíðarfjalli við Stromp-
inn s.l. sunnudag 10. þ. m.
Keppt var I A, B og C flokkum
svo og drengjaflokkum 13 —15 ára
og 12 ára og yngri.
Veður var hið ákjósanlegasta
og fór keppnin vel fram. Kepp-
endur voru alls 34. Skíðaráð Akur-
eyrar sá um mótið.
Margt manna var í fjallinu, en
menn söknuðu þess að geta ekki
fengið sér kaffisopa í Sklðaskái-
anum, en ástæðan fyrir því er sú,
að nú er verið að vinna að inn-
réttingu eldhúss skálans ásamt
fleiru og verður þvi verki vart lok-
ið fyrr en eftir einn til tvo mán-
uði. Þó mun reynt að koma upp
bráðabirgða aðstöðu til þess að
veitingasala geti farið fram.
KHISTINN BENEDIKTSSON.
Annar á alþjóðlegu skiðamóti í
La Molina á Spáni.
Kristinn Benediktsson, skíða-f1
maður frá ísafirði náði góðum
árangri á stórmóti í La Molina
á Spáni, sem haldið var dagana
14.—17. febr. s.l. Hann tók ann
að sætið f keppninni, en í henni
eru margir snjallir kappar og
keppendur iðulega fast að
hundrað, eða jafnvel á annað
hundrað
Kristinn er nýfluttur til Aust-
urríkis með konu sfna, en þar
starfar Kristinn sem sölumaður
fyrir skíðaverksmiðju er heitir
ATOMIC. Fór hann utan í nóv-
ember og hyggst dveljast þar f
ár.
Kristni var boðið til mótsins
á Spáni en keppt var i bruni
og svigi og í þessum tveim
greinum samanlögðum varð
hann annar, sem fyrr segir.
Von er á Kristni til íslands
um páskana og mun hann
verða einn af keppendum á
Skíðamóti Islands sem verður
haldið í Neskaupstað.
^ Lið Braziifumanna, sem eru
tvöfaldir heimsmeistarar í knatt-
spymu mun að öllum líklndum
keppa 21. maf n.k. í Gautaborg
gegn sameinuðu liði Dana, Norð-
manna og Svía á Nya Ullevi-
leikvangnum.
•■.V.VAV.V.V.V.V,
I ■ I
-■-■-v.v
Evrópumeistari í Judo til Islunds
■| 26. febrúar n.k. hefst nám-
/ skeið í JUDO fyrir byrjendur,
■I sem judo-deild Ármanns gengst
I; fyrir.
|. Aðsókn að deildinni hefur
>| verið svo mikil í vetur, að ekki
I> hefur verið unnt að taka inn
•I byrjendur síðan f haust, en nú
hafa fengizt til viðbótar tveir
*■ æfingatímar á viku, i íþrótta-
húsi Jóns Þorsteinssonar, og
varð það að ráði að nota þá tii
að taka á móti nýliðum, því að
eftirspurn hefur verið mikil
Judo virðist eiga vaxandi vin-
sældum að fagna hér á iandi,
sem annars staðar. Það er efni-
legur hópur, sem hefur sótt
xfingar hér i vetur og æft vel.
Er nú í athugun að fá í heim-
sókn frægan judokappa, John
rie-.vman, 4. dan frá Bretlandi.
en hann hefur m. a. tvisvar
orðið Evrópumeistari í judo,
einnig hefur hann dvalið í Jap-
an og keppt þar við góðan
.'ðjtír.
Er þess vænzt að þeir sem
áhuga hafa ' judc, mæti á þetta
námskeið, o, verður reynt að
sjá þeim fyrir góðri tilsögn, m
a. með því að ýmsir af beztu
judomön-.um hér mæta á æf
ingar til að sýna listir sínar og
kenna. Einnig fá þátttakendur
bók með myndum og leiðbein-
ingum í undirstöðuatriðum
Æfingar hefjast, sem áður
seglr, í dag (þriðjud. 26. febr.)
og verða framvegis á þriðju-
dögum kl. 8—10 í iþróttahúsi
Jóns I orsteinssonar, Lindarg. 7
Námskeiðinu lýkur 26. marz.
■.V.V.'.V.VAV.’.V.V.V.VAV.V.V.VV.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.1
Úrslit Stórhríðarmótsins:
A. flokkur:
Sek. samanl.
1. Magnús Ingólfsson K.A. 86.7
2. Guðm. Tulinius K.A. 90.7
3. Otto Tulinius K.A. 91.8
B. flokkur:
1. Viðar Garðarsson K.A, 1.04.1
Keppendur f B fl voru samt. 6,
en aðeins einn lauk keppni.
Brautarlengd 230 m. Fallhæð
120 m. Hlið 38.
C. flokkun
1. Sigurður Jakobsson K.A. 89.1
2. Eirfkur Ragnarsson M.A. 1.04.6
3. Stefán Ásgrfmsson Þór 2.01.5
Brautarlengd 200 m. Fallhæð
110 m. Hlið 34.