Vísir - 26.02.1963, Qupperneq 15
VÍSIR . Þriðjudagur 26. febrúar 1963.
75
trann hressti upp á fanganúmer-
ið S-854 á treyju ívans og
hélt á snærinu, sem hann girti sig
með. Bráðlega kæmi að því, að
það yrði leitað á honum eins og
hinum í flokknum. Hann tók fljót-
lega eftir því, að Tsezar vinnufé-
lagi hans var að reykja — ekki
pípu, heldur sígarettu, svo að kann
ski yrði hann sér úti um reyk.
En hann bað ekki beint um það:
Hann stóð fast upp við Tsezar og
sneri sér í hálfhring frá honum og
leit fram hjá honum.
Hann leit fram hjá honum eins
og hann tæki ekki eftir neinu.
Raunar fór ekki einn reykur fram
hjá honum: Tsezar saug reykinn
ofan í sig, með íhugandi löngu
millibili, — um leið og glóðin
færðist neðar og neðar í vindlingn-
um og sígarettan styttist óðfluga
og færðist nær munnstykkinu.
Fedikov, sá herjans refur, hafði
líka fært sig nær og stóð nú and-
spænis Tsezar og horfði á varir
hans með glampa í augnaráði.
Ivan var búinn með síðasta tób-
akskorn sitt og sá ekki fram á nein
ráð til þess að komast yfir meira
fyrir kvöldið. Hver taug í honum
var þanin, öll löngun hans beind-
ist að sígarettustubbnum, sem var
honum mikilvægari í augnablik-
inu en sjálft frelsið. En hann
mundi aldrei gera eins lítið úr sér
og Fetikov. Aldrei mundi hann
horfa á munn reykjandi manns.
Tsezar var samsuða ýmissa þjóð
erna: Grikki, Gyðingur, Sígauni —
það var ekki hægt að segja, hvað
hann var af þessu. Hann var enn-
þá ungur að árum, hafði fengizt
við kvikmyndagerð, en honum
hafði ekki auðnazt að ljúka við
fyrstu kvikmyndina, þegar hann
var handtekinn. Hann var með
svart þykkt uppsnúið yfirskegg.
Fangaverðirnir höfðu ekki rakað
það af honum, því þannig leit
hann út á myndinni á ákæruplagg-
inu.
Nú gat Fetikov ekki lengur stillt
sig. Hann sagði slefandi:,, „Gef
mér reyk, Tsezai .
Andlitið var afmyndað af græðgi.
Tsezar lyfti augnalokunum, sem
slúttu fram yfir svört augun, og
leit á Fetikov. Hann hafði farið
að reykja pípu, svo að hann yrði
ekki truflaður af kvabbi um reyk
á meðan hann reykti. Hann horfði
ekki í tóbakið. Hann var ekki nízk-
ur á það. Honum gramdist að láta
trufla sig í hugsunum sínum. Hann
reykti til að örva hugann og koma
hugsuninni á hreyfingu, en í hvert
skipti sem hann kveikti í sígarettu,
las hann í mörgum augum þögla
bæn um stubbinn.
Tzezar vék sér að ívan og sagði:
„Hérna ívan, taktu hann.“
Hann ýtti þvældum stubbnum
úr stutta rafmunnstykkinu með
þumalfingrinum.
ívan tók kipp, enda þótt hann
hefði búizt við þessu af Tsezar.
Hann var þakklátur í hjarta sinu
og flýtti sér að taka stubbinn með
annarri hendinni og smeygði hinni
undir, til vonar og vara, svo að
hann missti hann ekki. Honum
gramdist ekkert við Tsezar, þótt
hann hefði andstyggð á því, að
láta hann ljúka við sígarettuna
í munnstykkinu (sumir fangar voru
þrifalegir um kjaftinn, en aðrir
ekki). Hann brenndi ekki siggróna
fingurna, er þeir snertu glóðina.
Það varðaði mestu að hann hafði
snúið á refinn Fetikov, og nú gæti
hann andað að sér reyknum að
vild eða þangað til varir hans
sviðnuðu Umm! Reykurinn hrlsl-
aðist um hann allan, og áhrifin
frá tóbakinu smugu frá hvirfli til
ilja.
í hámarki sælunnar heyrði hann
hrópað hástöfum:
„Þeir eru að fletta okkur klæð-
um. Þeir eru að hirða af okkur
nærskyrturnar. Þeir eru að færa
okkpr úr þeim.“
Þannig var líf fanga. Ivan var
orðinn því vanur. Og maður varð
að hugsa um það eitt, að láta
verðina ekki bíta mann á bark-
ann.
Hvers vegna nærskyrturnar?
Fangavörðurinn sjálfur hafði út-
hlutað þeim. þlei, það var eitthvað
bogið við þetta.
Ennþá voru tveir vinnuflokkar
á undan, áður en röðin kom að
þeim.
Mennirnir í 104. vinnuflokki litu
í kringum sig. Þeir sáu Volkovoi
liðsforingja, yfirmann Öryggisins,
skálma út úr skála fangabúðar-
stjórans og hrópa eitthvað til varð
anna. Verðirnir leituðu yfirleitt
mjög hirðuleysislega á föngunum,
þegar Volkovoi var hvergi nálæg-
ur, en nú tóku þeir til óspilltra
málanna.
„Hneppið þið frá ykkur skyrt-
unum,“ hrópaði liðþjálfinn.
'\/'olkovoi var illa þokkaður af
' föngunum jafnt sem varðmönn
unum — jafnvel fangabúðastjór-
inn var sagður óttast hann. Guð
hafði gefið skálknum nafn með
rentu (Volk merkir úlfur á rúss-
nesku). Hann var úlfur, svo sann-
lega, leit út eins og úlfur; hann var
dökkur á brún og brá, hávaxinn,
með ygglibrún, örsnöggur i hreyf-
ingum. Hann átti stundum til að
skjótast úr fylgsni og urra: „Hvað
gengur hér á“. Ekkert fór fram hjá
honum Fyrst I stað, árið ’49, bar
hann jafnan fléttaða svipu á lengd
við framhandlegg. Sagt var, að
hann hafi notað hana til húðstrýk-
ingar í fangaklefunum, og stund-
um laumaðist hann að baki fang-
anna, þegar þeir höfðu raðað sér
upp hjá skála við kvöld-liðskönnun
og sló einhvern snöggt á hálsinn
með svipunni og sagði: „Hvers
vegna ertu ekki I röðinni, auming-
inn þinn?“ Hópurinn stökk þá und-
an og fórnardýrið felmtri slegið
af högginu, bar höndina að háls-
inum og þurrkaði af sér blóðið,
án þess að nokkurt hljóð kæmi af
vörum hans — af ótta við að verða
sendur í svartholið.
Einhverra hluta vegna var Vol-
kovoi hættur að bera keyrið.
Þegar kalt var I veðri, var morg
unleitin á föngunum framkvæmd
mjög lauslega. Ekki á kvöldin hins
vegar. Fangarnir losuðu um belt-
in og hnepptu frá sér frökkunum
og sviptu þeim frá sér. Þeir gengu
fram I fimmfaldri fylkingu og
fimm ve^ir stóðu og biðu þeirra.
^erðífhii* ' slógu og þukluðu með
höndunum á treyjuvösunum og
þreifuðu á vasanum á hægra
hnénu (þeim eina, sem var Ieyfð-
ur lögum samkvæmt). Og ef þeir
fundu eitthvað athugavert, voru
þeir tregir til að taka ofan hanzk-
ana og spurðu aðeins letilega:
„Hvað er þetta?"
Að hverju var verið að leita að
á föngum á morgnana? Hníf kann-
ski? Hnífar voru aldrei bornir út
úr fangabúðunum. Þeim var smygl
að inn. Á morgnana urðu þeir að
ganga úr skugga um, hvort fangi
hefði tekið þrjú kíló af brauði með
sér I þeim tilgangi að strjúka. Sú
var tlðin, að þeir voru svo hrædd-
ir út af þessari 200 gramma brauð-
lús, sem fangarnir tóku með sér
til að borða með miðdegismatn-
um, að þeir fyrirskipuðu hverjum
flokki að smíða trékassa, þar sem
allir brauðskammtar fanganna
voru látnir í. Hvað þeir unnu við
þetta, hafði englnn hugmynd um.
Sennilegast var, að þetta væri ein
ný aðferð til að pína menn — til
að auka á kvíða þeirra og áhyggj-
ur. Þetta varð til þess, að menn
urðu að bíta í brauðbitann sinn til
að merkja hann sér, ef svo má að
orði kveða, og stinga honum svo
í kassann. Hins vegar voru þessir
bitar eins llkir og tvær baunir,
þeir voru allir af sama brauðhleifn-
um. Alla leiðina ásótti þetta hug-
ann, og menn voru kvaldir af til-
hugsuninni um að skammtur ein-
hvers annars kæmi I stað þeirra
eigins. Þvf var það, að góðir vinir
rifust út af þessu, svo mikið, að
stappaði nærri handalögmálum. En
dag nokkurn sluppu þrír fangar á
vörubll frá vinnustað og tóku einn
brauðkassann með sér. Þá fengu
yfirvöldin aftur vitglóruna og létu
höggva niður alla kassana I varð-
stofunni. Hver maður beri á sér
sitt brauð framvegis, sögðu þeir.
í þessarri fyrstu leit urðu þeir
líka að ganga úr skugga um, að
enginn bæri venjulegan borgaraleg
an klæðnað undir fangabúningn-
um. Hvað um það? Hver fangi
hafði verið sviptur sínum borgara-
legu fötum inn að skinni við kom-
una I fangabúðirnar. Þeim yrði
ekki skilað, var þeim sagt, fyrr
en þeir hefðu afplánað hegning-
una. Enginn I þessum fangabúð-
um hafði afplánað refsingu sína.
Ctundum áttu fangaverðirnir það
til, að leita á mönnum að bréf
um, sem óbreyttir borgarar kynnu
að hafa sent þeim. Ef þeir hefðu I
hyggju að leita að bréfum á hverj-
um einasta manni, myndu þeir
slóra við það fram að kvöldmat.
Volkovoi hafði hins vegar öskr-
að fyrirskipun um að leita að ein-
hverju. Verðirnir tóku þvl af sér
hanzkana, skipuðu öllum að
hneppa frá sér treyjunum (þar sem
þeir varðveittu eins og fjársjóð
litla ylinn úr svefnskálunum). Síð-
an stikuðu þeir að þeim til þess
að þukla á þeim með krumlunum;
til þess að komast að því, hvort
nokkur þeirra hefði Iaumað á sig
nokkru því, sem var bannað að
lögum. Fangi mátti vera I skyrtu
og nærskyrtu -og--engu ■ öðru: Svo
skipaði Úlfurinn fyrir. Þetta barst
eins og eldur I sinu eftir röðum
fanganna. Vinnuflokkarnir, sem
hafði verið leitað á fyrr, höfðu
haft heppnina með sér. Nokkrir
þeirra höfðu þegar sloppið gegn-
um fangabúðarhliðið. Hinir urðu
að hneppa frá sér skyrtunum. Og
hver sá, sem hafði smeygt sér I
aukafllk, varð að fara úr henni á
staðnum I kuldanum.
Þannig byrjaði þetta, en svo
komst ringulreið á allt, og fylk-
ingarnar riðluðust — og við hliðin
byrjuðu verðirnir að hrópa: „Af |
stað með ykkur, svona, af stað j
með ykkur.“ Þegar komið var að j
104. vinnuflokki, urðu þeir að fara j
sér svolltið hægar. Úlfurinn sagði !
vörðunum að skrifa niður nöfnin
á öllum þeim, sem væru I auka-
flíkum og skipaði svo fyrir, að
sakborningarnir skyldu afhenda
þær I eigin persónu í birgðaskemm
umar þá um kvöldið, með skrif-
legri skýringu á því, hvers vegna
þeir hefðu falið flíkurnar.
ívan var I lögboðnum klæðnaði.
T
A
R
Z
A
N
Allt fór á ringulreið og blóðs ar óðu ljónin réðust í fyrsta mennirnir .og hinir innfæddu fyrr en bvert einasta Ijóu v«r
úthellingarnar voru miklar þeg skipti á þorpsbúa — en veiði- voru vel samtaka og hættu ekki fallið.
Ég hef verið riddari alit mitt Hf.
Hann hugsaði: Komið bara, þreif-
ið á mér, ef ykkur þóknast, herr-
ar mtnir, ég ber ekkert nema ltfið
í brjóstinu. Þeir skrifuðu niður
athugasemdir við það að Tsezar
væri I nærtreyju og flannelsnær-
treyju og Buinovski var I vesti
eða einhverju þess háttar, að þvl
er virtist. Buinovski hafði dvalizt
I fangabúðunum innan við þrjá
mánuði og mótmælti. Hann gat
ekki losað sig við sínar gömlu
sjóliðsforingjavenjur.
„Þið hafið engan rétt til þess
að fletta menn klæðum I kulda.
Þið þekkið ekki 9. grein hegning-
arlaganna."
En þeir höfðu réttinn sín megin.
Þeir þekktu sín lög. Þú, karl minn,
ert sá, sem ekki þekkir þau enn.
„Þið eruð ekki sovjezkt fólk,“
endurtók Buinovski. „Þið eruð
ekki kommúnistar."
Volkovoi hafði sætt sig við skír-
skotunina til refsilöggjafarinnar,
en við þetta hrökk hann við eins
og hann hefði verið sleginn eld-
ingu og hreytti út úr sér:
„Tíu daga varðhald.“
Eldur brann úr augum hans. Svo
vék hann sér að liðþjálfanum og
sagði:
„Það byrjar 1 kvöld.“
Þeir kærðu sig ekki um að setja
menn 1 svartholið á morgnana. Við
það glataðist vinnudagur eins
manns. Látum hann heldur strita
með blóði og svita allan daginn
og setjum hann I svartholið að
kvöldi.
Svartholið var á næsta leiti á
vinstri hönd við veginn. Múrsteins-
bygging með tveim álmum. Ann-
arri álmunni hafði verið bætt við
þá um haustið. Hin rúmaði ekki
nóg. 18 klefar voru I prísundinni,
auk einmenningsklefanna, sem
voru afgirtir. Allar fangabúðirnar
voru byggðar úr bjálka nema svart
holið. Kuldinn næddi undir skyrt-
ur mannanna og nú hafði hann
tekið sér þar bólfestu. öll þessi
dúðun hafði verið til einskis.
I’van leið bölvanlega I bakinu.
Hann óskaðl sér að vera kominn
ofan I rúm á spítalanum og stein-
sofnaður. Hann átti ekki heitari
ósk.