Vísir


Vísir - 06.03.1963, Qupperneq 10

Vísir - 06.03.1963, Qupperneq 10
10 V IS í R . Miðvikudagur 6. marz 1963. Iðnaðurinn y {•ríi. at V. siöu. yrði, menntun, reynsla, ábyrgð o. s. frv. Á almennum félagsfundi í Fé- lagi íslenzkra iðnre'-enda í nóv. s.I, flutti Sveinn Björnsson, for- stjóri Iðnaðarmálastofnunar ís- lands, erindi um starfsmat og birtist erindi hans í nýútkomnu hefti Iðnaðarmála. Er þar gefin skýr mynd af því. hvað starfs- mat er og á hvern hátt það geti stuðlað að því að lægja öldur kaupdeilna. Þar sem hér ■ er um málefni að ræða, sem til þessa hefur verið lítt þekkt hér á landi, er þess að vænta að áhugi fyrir starfsmati fari vaxandi meðal launþega og vinnuveit- enda, þannig að aðferðir þær, sem starfsmat byggist á, verði með tímanum hagnýttar hér, þar sem því verður við komið og þær geti orðið til að stuðla að meiri friði á vinnumarkaðnum en verið hefur. Auk aðgerða launþegasamtak- anna á sviði kaupgjaldsmála má ekki ganga fram hjá þeirri stað- reynd, að hin almenna stefna hins opinbera á sviði peninga- og fjármála hefur mikil áhrif á þróun launamála. Þótt þessi mál hafi verið tekin fastari tökum nú á síðustu árum en oft áður, er svo að sjá sem aðgerðir hins op- inbera hafi ekki verið fullnægj- andi til þess að hafa hemil á eftirspuminni og þar með á þrýstingi launa upp á við. Cegja má, að ástand I lánamál- um iðnaðarins hafi á árinu 1962 verið óbreytt frá því, sem það hefur verið á undanförnum árum, þótt nokkuð hafi miðað I átt til úrbóta I þeim efnum. Lán það, sem Iðnlánasjóður tók á ár- inu 1961 hjá Framkvæmdabanka íslands fyrir tilstuðlan rikisstjórn arinnar kom á árinu til útlána, en það lán var um 16.5 millj. kr. Þótt lán þetta hafi þýtt breyt- ingu á stefnu hins opinbera I þessum efnum gagnvart iðnaðin- um, getur það varla talizt úrbót i lánamálum, þar sem með því er hægt að fullnægja aðeins broti af þeirri miklu þörf, sem er fyr- ir fjármagn I iðnaðinum. Því er þess að vænta, að Iðnlánasjóði gefist kostur á frekari lántökum fyrir tilstuðlan hins opinbera og að hæð lánanna fari vaxandi. Að sjálfsögðu er ekki átt við, að með því fari lánveitingarnar út fyrir þann ramma, sem samrým- anlegur er efnahagslegu jafn- vægi, heldur að þörf sé breyting- ar á hlutfallslegri skiptingu Iáns- fjárins. Þá gerðist það á s.l. vori, að iðnaðarmálaráðherra skipaði nefnd til endurskoðunar á lögum Iðnlánasjóðs. Svo sem kunnugt er þá eru núgildandi lög sjóðsins frá 1946 og má geta nærri, að full þörf er á endurskoðun, þar sem allar aðstæður hafa breytzt stórkostlega frá þe' tíma, er lögin voru sett. lv trp það, sem nefndin hefur )ið heíur 1962 - nú verið lagt fyrir Alþingi til afgreiðslu. í þvi felast ýmis ný- mæli, sem gera Iðnlánasjóð að virkari stoð fyrir iðnaðinn, en hann hefur verið fram að þessu. Á síðasta Alþingi voru sam- þykkt lög, er heimiluðu aukn- ingu á hlutafé Iðnaðarbankans I 10 millj. kr. Upphaflega var ætl- unin að lögin heimiluðu hluthafa- fundi bankans að ákveða, hvert hlutaféð skyldi vera. Heimildin var hins vegar, eins og áður er sagt, takmörkuð við 10 millj. kr. og þótti það lítt skiljanleg ráð- stöfun, þar sem um líkt Ieyti voru samþykkt lög um Verzlunar banka íslands og Samvinnubanka íslands, er veita hluthafafundi ó- takmarkaða heimild til aukningar hlutafjár. Er þess að vænta að lögum Iðnaðarbankans verði aft- ur breytt á þann veg, að orðið verði við samþykkt og vilja hlut- hafa bankans I þessum efnum. Aukning innlána I Iðnaðar- bankanum varð meiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr eða um 40 millj. kr. Er hagur bankans mjög góður og mun enn fara batnandi, þar sem starfsskilyrði bankans hafa stórum batnað við það, að hann flutti starfsemi sina á síðasta ári I ný og rúmgóð húsakynni. Nefnd, sú, sem unnið hafði að að athugun á möguleikum Seðla- bankans til endurkaupa á fram- leiðsluvíxlum iðnaðarins, skilaði áliti sínu fyrri hluta ársins. í þeirri nefnd áttu sæti dr. Jó- hannes Nordal, Sveinn B. Val- fells, Bragi Hannesson og Gunn- ar Vagnsson. Er þess að vænta að tillit verði tekið til þeirrar niðurstöðu, sem nefndin komst að I þessum efnum og bætt verði úr því óréttlæti, sem ríkt hefur I stefnu Seðlabankans í endur- kaupum afurðavíxla I meir en áratug. I niðurstöðum sínum um segir nefndin, að stefna sú, sem rekin hefur verið I lánamál- um undanfarin ár, einkum að því er varðar endurkaup afurða- víxla, hafi bæði verið óréttlát gagnvart iðnaðinum og hættuleg efnahagslegu jafnvægi. Telur nefndin nauðsynlegt, að unnið sé markvisst að þvl að afnema það misrétti, sem þegar sé orðið 1 þjónustu bankanna við einstaka atvinnuvegi og bendir I því skyni sérstaklega á eftirfarandi: Reglu- bundin endurkaup víxla af hálfu Seðlabankans verði I framtíðinni takmörkuð við vlxla með veði í útflutningsframleiðslu, jafnt iðn- aðar sem sjávarútvegs og land- búnaðar. Reglubundin endurkaup annarra afurðavlxla með veði I væntanlegum afurðum verði af- numin I áföngum. í stað þess taki Seðlabankinn, eftir þvl sem aðstæður leyfa, upp nýja tegund útlána til viðskiptabankanna, þar sem ekki sé gert upp á milli at- vinnugreina, heldur stefnt að því að sjá viðskiptabönkunum fyrir hæfilegu rekstrarfé til að veita öllum atvinnuvegum þjóðarinnar eðlilega fyrirgreiðslu. jgnn eru fjölmargar iðngreinai háðar opinberum verðlags- ákvörðunum. Veldur sú íhlutur hins opinbera miklum vandkvæð- um hjá þeim iðnfyrirtækjum, sem hlut eiga að máli og torveldar mjög heilbrigðan rekstur þeirra. Hinar síendurteknu kauphækk- anir, sem m. a. eiga rætur sínar ar rekja til pólitískra átaka og vegna umframeftirspurnar á vinnumarkaðnum, eru látnar koma sérstaklega niður á iðnfyr- irtækjum, sem framleiða vörur háðar verðlagsákvæðum, þar sem nauðsynlegar verðbreytingar vegna hækkaðs framleiðslu- kostnaðar fást annað hvort alls ekki eða þá seint og slðar meir. Má nærri um það geta, hvort slík íhlutun hefur ekki áhrif á hag og rekstur fyrirtækjanna, auk slæmra áhrifa á réttarmeð- vitund þeirra, er við verðlags- ákvæðin búa. Þá virðist nokkurs handahófs gæta við ákvörðun þeirra fram- leiðslugreina, er verðlagsákvæðin ná til. Stafar það af yfirsjónum, sem gerðar voru við setningu verðlagsákvæðanna I upphafi og vegna þess, að fyrir hefur komið, að atvinnugreinar hafa verið undanskildar ákvæðunum. Þann- ig á það sér t. d. stað, að iðn- grein, sem framleiðir hráefni ein- göngu, er háð ströngum verð- lagsákvæðum, en síðan eru fyrir- tæki á næsta framleiðslustigi, sem kaupa af þessu iðnfyrirtæki, undanþegin verðlagsákvæðum. Má ljóst vera, að hér er um ó- fremdarástand að ræða og að taka verður íhlutun hins opinbera I verðlagsmálum til gagngerðrar endurskoðunar. I flestum löndum, sem búa við þjóðskipulag svipað þvl, sem er hér á landi, eru opinberar verð- lagsákvarðanir taldar neyðarúr- ræði, sem eigi verði búið við til lengdar, þar sem þær valdi rösk- un og dragi úr hagkvæmri og eðlilegri uppbyggingu atvinnu- lífsins. Heilbrigðasta leiðin fyrir hið opinbera til að stuðla að stöðugu verðlagi verður ávallt sú, að beita peninga- og fjármálaleg- um aðgerðum til að viðhalda sem mestu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. \ s.lv ári hélt nefnd sú, sem unnið hefur um alllangt skeið að endurskoðun núgildandi tollalaga, áfram störfum. I nefnd þessari eiga sæti þeir Sigtrygg- ur Klemenzson, ráðuneytisstjóri, Klemenz Tryggvason hagstofu- stjóri, Pétur Sæmundsen, banka- stjóri og Torfi Hjartarson, toll- stjóri. Störf þeirrar nefndar eru nú það langt á veg komin, að yfirstandandi þing mun fá frum- varp að nýjum tollalögum til með ferðar. Endurskoðun tollalaganna að þessu miðar I fyrsta lagi að því að breyta núgildandi flokkum sjálfrar tollskrárinnar. Fyrirmynd af tollskrám flestra landa Vestur- Evrópu og víðar er hin svonefnda BrUxelles-tollskrárfyrirmynd. Hið aukna efnahagssamstarf þjóða á milli og þær viðræður, sem fram Samanburður á starfsniannahaldi í helztu iðngreinum 1961 og 1962. (Jan. 1960 - 100). Janúar Marz Mai Júlí Sept. Nóvember ’61 ’62 ’61 ’62 ’61 ’62 ’61 '62 ’61 ’62 ’61 ’62 Matvælaiðnaður 100 105 98 105 103 109 111 123 119 127 115 112 Drykkjarvöruiðnaður 87 97 78 88 82 94 87 102 93 97 94 96 Spunaiðnaður 96 97 87 100 86 86 92 100 98 94 101 115 Skógerð, fatagerð 96 95 93 95 88 92 88 93 91 93 94 93 Trésmíði á verkstæði 97 106 100 106 102 106 97 109 102 105 105 108 Umbúðaframleiðsla 104 131 106 125 101 115 119 118 131 116 106 144 Prentun, bókb., prentm 100 112 98 110 102 107 107 112 116 104 116 111 Skinna- og leðuriðnaður .. .. 113 103 105 84 84 105 79 95 84 89 92 129 Kemjskur iðnaður 99 108 96 111 98 116 107 119 111 113 106 108 Steinefnaiðnaður 86 81 84 81 86 87 83 108 97 108 86 96 Málmsmíði 92 94 90 95 85 50 73 91 89 95 91 97 Smíði og viðg. rafm.tækja .... 90 81 89 82 86 79 85 83 83 83 75 85 Smíði og viðg. flutn.tækja .... 104 108 105 106 101 96 104 110 112 107 102 100 Iðnaður alls 97 100 94 99 93 90 94 104 101 103 100 103 iittuUUUÉiíJMl nara farið á alþióðavettvangi um ‘oilamál m.a. meðal þeirra þjóða, -em aðild eiga að hinum al- nienna tolla- og viðskiptasainn- ingi (GATT), hafa leitt til þess að samræma hefur orðið toll- skrárflokkun hinna ýmsu landa. Eigi ísland því að geta tékið þátt í slikum viðræðum í fram- tíðinni, er slík samræming af þess hálfu ennfremur nauðsyn- Ieg. Ennfremur má ætla að hin nýja tollskrárfyrirmynd svari betur kröfum nútlmans, en það mun oft hafa borið við, að erfitt hafi verið að heimfæra ýmsa efn isvöru undir þá liði, sem tilgreind ir eru I núgildandi tollskrá. Auk þess sem ný flokkun verð ur tekin upp mun eiga að fella niður hin mismunandi heiti á þeim aðflutningsgjöldum sem nú eru I gildi og taka upp eina teg- und aðflutningsgjalda þ.e. verð toll og mun það verða til þess að auðvelda og spara vinnu við alla útreikninga í allri tollaf- greiðslu. Eins og gefur að skilja, er enn ekki vitað um hvaða breyt- ingar verða gerðar á tollum hinna ýmsu vörutegunda. í því sambandi hlýtur það hins vegar að vera sanngjörn krafa iðnaðar- ins, að I þeim efm m verði engar stórvægilegar breytingar gerðar fyrirvaralaust Uppbygging tolla kerfisins á undangengnum áratug um hefur fyrst og fremst verið miðuð við tekjuöflunarsjónarmið ríkissjóðs, en hins vegar verður ekki sagt að I þeim efnum hafi verið fylgt ákveðinni stefnu varð andi iðnaðinn. Engu að síður hef ur stefnan I tollmálunum leitt til þess, að ákveðnum atvinnu- rekstri hefur verið sköpuð starfs skilyrði I skjóli misjafnlega mik- illar tollverndar. Komist hið opin bera síðar að því, að um óæski- lega tollvernd sé að ræða, mælir öll sanngirni gegn því, að breyt ingar á starfsskilyrðum þessarar atvinnugreina séu gerðar fyrir- varalaust. Fyrirtækin verða að hafa tíma til þess að búa sig undir breyttar aðstæður og er því æskilegt að allar breytingar á tollum, séu þær taldar æskileg ar, fari fram 1 áföngum. Þá ber ennfremur að hafa I huga, að ekki verður litið á tolla málin ein út af fyrir sig, heldur verða þau að skoðast I nánu sam hengi við aðrar þær forsendur, sem hið opinbera getur ráðið miklu um á öðrum sviðum efna- hagslífsins. En ekki verður annað sagt að iðnaðinum hafi á ýmsum öðrum sviðum verið sett mun lak ari starfsskilyrði en öðrum at- vinnugreinum. í sambandi við hugsanleg tengsl íslands við þau markaðs- svæði, sem nú eru I mótun I Evrópu, hafi farið fram nokkrar rannsóknir á tolla- og samkeppn- isaðstöðu íslenzkra atvinnuvega. Á árinu 1961 ritaði viðskipta- málaráðherra Félagi íslenzkra iðnrekenda og fleiri samtökum bréf, þar sem lýst var yfir því að þróun samruna og samstarfs Ianda Efnahagsbandalagsins og þeirra Ianda, er stóðu að stofn- un fríverzlunarsvæðis, væri kom in á það stig, að nauðsynlegt væri að ríkisstjórnin tæki upp viðræður við þau samtök, er hér á landi hefðu mestra hagsmuna að gæta. Tilnefndi FÍI fulltrúa I nefnd, sem skipuð var fulltrú- um frá öðrum hagsmunasamtök- um. í framhaldi af störfum þess- arar nefndar voru síðar skipað- ar undirnefndir, er kanna skyldu m.a. vandamál hinna ýmsu at- vinnugreina frekar Hóf iðnaðar- nefndin störf á miðju s.I. ári, en í henni eiga sæti auk embættis manna, fulltrúi frá Félagi Is- lenzkra iðnrekenda, Landsam- bandi iðnaðarmanna ogSambandi íslenzkra samvinnufélaga. Beind ust störf nefndarinnar fyrst og fremst að því að rannsaka vanda mál þeirra iðngreina, sem nú búa við tollvernd. Hin mikla óvissa, sem komið hefur upp I sam- bandi við framtíðarþróun þess- ara mála, hefur hins vegar orðið þess valdandi, að störf þessarar nefndar hafa legið niðri nú um sinn. Cem afleiðing af stefnu hins opinbera I lánsfjármálum iðnaðarins og skattamálum, hafa byggingarmál iðnaðarins komizt í hið mesta óefni. Þá hefur og verið tilfinnanlegur skortur á iðnaðarlóðum I Reykjavík og eru dæmi þess að iðnfyrirtæki hafi flutzt úr höfuðborginni og til staða þar sem betur er séð fyrir þörfum iðnaðarins I þessum efn- um. Til þess að reyna nýjar leiðir til útbóta á húsnæðisskorti iðn- aðarins, var á s.l. ári stofnað til hlutafélags um byggingafram- kvæmdir iðnaðarsvæðis við Grensás I Reykjavík. Er þess nú að vænta, að nauðsynleg fyrir- greiðsla ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar fáist til þess að unnt verði að hrinda þessu nauðsyniamáli, sem Iengi hefur verið á döfinni, I framkvæmd. Þó að slíkt samstarf um bygg- ingu iðnaðarsvæðis hafi marga kosti I för með sér, þá er því ekki að leyna, að slíkt fyrirkomu lag hentar ekki öllum iðnrekstri. Húsnæðisþörf og þörf fyrir at- hafnasvæði eru svo mismunandi, að útilokað er fyrir sum fyrir tæki að taka þátt r slíku sam- starfi. Því er það svo, að þótt takist að koma byggingu áðurnefnds iðnaðarsvæðis I framkvæmd, þá eru húsnæðismál fjölmargra iðn- fyrirtækja enn óleyst. ■pf litið fram hjá þeim almennu vandamálum, sem iðnaður- inn hefur átt við að búa um ára- bil, verður ekki annað sagt, en að árið 1962 hafi orðið iðnaðin um sem heild, fremur hagstætt. Hins vegar verður ekki fram hjá þvl gengið, að iðnaðurinn á við margvlsleg vandamál að etja og þá einkum vegna þess misréttis sem gætt hefur I fyrirgreiðslu hins opinbera við atvinnuvegina. lðnrekendur eru samt sem áð- ur almennt bjartsýnir og ætla, að með tímanum muni skapast sanngjarnari skilningur á gildi iðnaðarins fyrir islenzkan þjóðar búskap.. Vitað er um ýmsar mikl ar fjárfestingarfyrirætlanir I iðn- aðinum, er mjög myndu verða til hagsbóta islenzku atvinnulífi, tækist að koma þeim I fram- kvæmd. En sem stendur er það fyrst og fremst fjármagnsskortur sem háir framkvæmdum. Þótt iðn rekendur fyrir sitt leyti fagni þeim áformum, að hafizt verði handa um að nýta orkuauðlindir íslenzkra fallvatna með uppbygg ingu stóriðnaðar fyrir augum, vonast þeir á hinn bóginn til þess, að slíkar fyrirætlanir verði ekki til þess að beina athygl- inni frá þýðingu þess iðnaðar, sem fyrir er I landinu og að haf- izt verði handa um að greiða bet ur úr vanda hans, áður en til stóriðnaðarframkvæmda kemur. Hjólbarðaverkstæðið M Y L L A N Opin alla -g tra ki t aö morgn tii ki tl að Kvöldi Viðgerðir á alls konai hjðlbörðum - Seljuro einnig allai stærðir hjðibarða - Vönduð vinna - Hagstætt verð Gerum -ið snjðkeðjui og setjum keðjui á ofla M Y L L A N Þverholti 5. nmtnae-miaM

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.