Vísir - 11.03.1963, Page 1

Vísir - 11.03.1963, Page 1
visir 53. árg. — Mánudagur 11. marz 1963. — 57. tbl. fíeygði sér út ár bremmdi hási Um hádegið i gær kviknaði i í- búðarhúsinu númer 9 við Holts- götu, þar varð mikill eldur, og rnaður sem forðaði sér út um glugga brákaðist á fæti við fall- ið. Holtsgata 9 er einlyft steinhús með kjallara, timburklætt að inn- an og með trégólfum. Á hæðinni búa ungversk hjón og hafa þau leigt ungum pilti eitt herbergi. Þessi piltur hafði farið að heiman rétt um kl. 12, en um það bil stundarfjórðungi síðar urðu hjón- in ,sem sátu inni í eldhúsinu, var við það að reyk Iagði þangað inn með hitavatnsröri. Viðbrögð hjónanna voru þau, að konan hljóp þegar út til að kom- ast í síma og kalla á slökkvilið, en bóndinn fór að athuga hvaðan reykinn lagði og opnaði hurðina að herbergi piltsins. í sömu svip- an gaus svo mikill eldur og reyk- ur á móti honum að hann hrökl- aðist til baka án þess að geta lokað hurðinni á eftir sér. Hann hraðaði sér inn í eldhúsið, en eld- tungurnar læstu sig á eftir hon- um, en honum vannst heldur ekki tími til að loka eldhússhurðinni á eftir sér. Úr eldhúsinu komst hann inn í svefnherbergi þeirra hjóna, en þar var hann algerlega innikróaður. Það eina sem hann Framh. á bls. 5 LANDSHÖFN í NJARÐVÍKUM Hinir dökku hlutar hafnargerðanna tveggja sýna fyrirhugaðar lengingar þeirra (annar verður vinkll- beygður en hausinn á hinum myndar T) Það eru þessar framkvæmdir sem boðnar verða út á næstunni • og munu kosta um 30 milljónir króna. Efst i króknum milli garðanna hafa sumir látlð sér koma tii hugar að reist yrði sfldarverksmiðja siðar meir. 30 millj. krána framkvæmd boðin út Ákveðnar hafa verið stórframkvæmdir við Landshöfnina í Njarð- vík og hef jast þær í sum ar. Boðið verður úr 30 milljón króna verk næstu daga. Vitamála- stjórnin hefir samið út- boðslýsinguna og er hún nú tilbúin. Hafizt verð- ur handa um þessar framkvæmdir sem fyrst og unnið fyrir a. m. k. 8—10 milljónir í sumar, en síðan verðut haldið áfram unz 30 milljón króna áfanganum er lok ið. í þessum áfanga er ætlunin að lengja hafnargarðana tvo, sem fyrir eru í Njarðvík, og verður annar þeirra vinkil- beygður að framan, eins og sézt á meðfyigjandi teikningu, en endinn á hinum myndar T. Báðir þessir garðar verða til skjóls og jafnframt fyrir af- greiðslu fiskiskipaflotans. Þess- ar framkvæmdiir eru hugsaðar með það fyrir augum að .þarna sé hægt að taka á móti, af- greiða og veita skjól fiskiskipa- flotanum í Njarðvík og Kefla- vík, en þungaflutningar og af- greiðsla stærri skipa á að fara fram um höfnina f Keflavík enda er þar meira aðdýpi. Síð- ar munu framkvæmdir við landshöfnina í Keflavík fylgja í kjölfarið, en hafnirnar í Njarðvík og Keflavík heyra báð ar undir eina stjóm, lands- Alfreð Gíslason alþingismaður og bæjarfógeti í Keflavík. að bygging landshafnarinnar væri eigi aðeins hið brýnasta hagsmunamál fyrir Njarðvík og Keflavíkurkaupstað heidur og að sínum dómi fýrir útveg- inn og landið í heild jafnþýð- ingarmikla höfn og hér væri um að ræða. Fjárskortur hefði valdið þvf hve framkvæmdir hefðu dregizt öllum til tjóns, en nú ætti að gera stórátak í þessu stórmáli og væri það ekki sfzt að þakka forsætisráð- herra og hafnarmálaráðherra og öllum mikið gleðiefni, sem að þessum málum hefðu unn- ið. Alfreð kvað það vera aug- ljó$t mál að þær framkvæmdir, sem nú hefðu verið ákveðnar f Njarðvíkurhöfn, hefðu úrslita- þýðingu fyrir öryggi og af- greiðslu fiskiskipa og þangað myndi fiskiskipaflotinn leita að svo miklu leyti sem hann hefði ekki athafnapláss í Keflavíkur- höfn á hverjum tíma vegna af- greiðslu stærri skipa þar. Allmikils ágreinings gætti lengi milli Keflvíkinga og Njarð víkinga um uppbyggingu Landshafnarlnnar og voru Kefl- víkingar ófúsir á að fiytja upp- sátur sitt til Njarðvíkur. En nú rtíega þessi sveitarfélög heita sambyggð og f jarlægðir að engu orðnar með aukinni tækni. í septembermánuði sl. var fyrir forgöngu landshafnar- stjómarinnar haldinn fundur með hreppsnefnd Njarðvíkur- hrepps, bæjarstjórn Keflavfkur og landshafnarstjórn, og á þessum fundi sameinuðust allir þessir aðilar um ákveðnar kröf- ur til vitamálastjórnarinnar og rfkisstjómarinnar um hafnar- framkvæmdir í Keflavík og Njarðvík. Þar náðist í fyrsta sinn fullkomin eining um fyrir- hugaðar framkvæmdir, það er að segja framkvæmdir sam- kvæmt áætlun, sem landshafn- arstjórn hafði gert 1959, og nema allar þær framkvæmdir um 50 milljónum króna sam- kvæmt kostnaðaráætlun, sem yfirstjóm hafnarmála hefir gert. Samkvæmt þessari áætlun skal leysa eftirtalin atriði: Hægt verði að afgreiða f höfninni 3 flutningaskip samtímis við góð skilyrði og að auki 25 fiski- báta allt áð 150 lesta stóra. Ennfremur verði séð fyrir ör- uggu leguplássi innan hafnar- arinnar fyrir allt að 150 fiski- báta 75—150 Iestir að stærð. Fulltrúar frá sveitarstjórnum Keflavfkur og Njarðvfkur og landshafnarstjórn áttu fund rétt fyrir áramót með Ólafi Thors forsætisráðherra og Emil Jóns- syni hafnarmálaráðherra og var þar ákveðið að f ár skyldi unn- ið, samkvæmt fyrrgreindu samkomulagi, fyrir 8—10 mill- jónir króna, vitamálastjóra fal- ið að gera útboðslýsingu á verkinu og bjóða það sfðan út, sem verður gert á næstunni. Landshöfnin í Keflavfk er nú önnur stærsta útflutningshöfn landsins, um Keflavíkurhöfn voru flutt 12—14% allra út- fluttra sjávarafurða tvö sfðustu árin og hin sömu ár var landað 9% af heildarsíldarafla lands- manna um hafnarmannvirkin f Keflavík. hafnarstjórnina þar, og munu hafnarmannvirkin ná saman er tímar líða. Sú hugmynd hefir skotið upp kollinum að síðar meir verði byggð síldarverksmiðja milli hafnargarðanna f Njarðvík, sem nú á að fara að lengja, og gætu síldarskip þá lagt aflann beint upp í þrær hennar, en verk- smiðjan þessi hefir þó ekki verið ákveðin ennþá. Þessarra upplýsinga hefir blaðið aflað hjá Alfreð Gísla- syni alþingismanni og bæjar- fógeta f Keflavík, sem hefir átt sæti í landshafnarstjórninni síðan 1947 og er manna kunn- ugastur því máli. Hann sagði Hæsta áthlutm Hásnæðis- málastjórmr fyrir dyrum Vísir hefur fregnað að fyrir dyrum standi mesta Iánaúthlut- un Húsnæðismálastjórnar hing- að tii. Hafa staðið yfir samn- ingar milli Húsnæðismálastjórn arinnar og lánastofnana um að Húsnæðismálastjómin fái 80 millj. vegna þessarrar úthlutun- ar. Til samanburðar má geta þess að útlán Húsnæðismála- stjórnarinnar hafa hingað tii numið hæst um og yfir 80 millj. á ári, f tveimur úthlutunum, en sú úthlutun, sem nú stendur yfir er aðcins sú fyrri af tveim- ur, sem ráðgerðar eru ó þessu ári. Má því búast við að útlán Húsnæðismálastjómar verði á þessu ári melri en nokkru sinni fyrr. Að undanfömu hafa bprizt all margar umsóknir til Hnsnæðis- málastjórnarinnar, bæði nýjar- umsóknir og endurnýjanir á um sóknunum. Mun verða leltazt við að verða við b^iðnum sem allra flestra, þótt ekki sé búizt við að hægt verði að uppfylla allar óskir í þessarri úthlutun.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.