Vísir - 12.03.1963, Page 15
VÍSIR . Þriðjudagur 12. marz 1963.
ið hvort öðru þetta heilagt
heit. Og Dóra hafði efnt það, þrátt
eins og gripið
...kS ACTRESS IW VINES
AMP 7IRECT0R ZUKOFF
TALK.E7 UMTIL 7ARKMESS
FELL-- ÆA
HE 7ECIPEF, HOWEVéK,TO WÍMT
u.m to oúestiom
THE MEMBEKS--MOT REALIZIKJS
THAT 7ISASTEK WAS TO 5TRIKE
THAT VERY NISHTÍ
A SHA70WY FIGURE CIRCLE7
THE CAAAP—TARZAN HAP 7IS-
C0VERE7 THE ÍAOVIE TKOUPEi
i. iik »<•' im K4- T-. v ir,ir
itr. by United Featurc SyndieaU, ír
Framhaldssaga
röð og Dóra er ljómandi falleg. j
Þetta skrapp yfir varir mér áður
en ég vissi af. Það var ekki í neinu
samhengi við það, sem við áður
höfðum verið að tala um, og ég
*at mér þess til, að Filippus mundi
horfa á mig steinhissa.
— Ég er viss um, að þér mun
geðjast að þeim, sagði ég — kann-
ske fullfijótt, — án þess að bíða
eftir svari.
— Ef þær líkjast þér er ég viss
um, að ég verð ástfanginn í þeim
báðum.
Og ég hugsaði með sjálfri mér,
að ég væri barnaleg I meira lagi,
og kvlði minn væri fjarstæðukennd-
ur og ástæðulaus. En ég hélt á-
fram:
— Dóra er víst búin að afla sér
álits sem tízkuteiknari, sagði ég.
Hún hefur ávallt verið ákaflega
áhugasöm og dugleg, — alltaf náð
settu marki, — eins og hún gæti
fengið öllu framgengt, sem hún
vildi. f skólanum hefði hún getað
orðið fremst í öllum íþróttum ef
hún hefði sett sér það mark.
— Þú gerir mig næstum smeyk-
an i— og ekki hef ég til þess orð-
ið hrifinn af slíkum nútíma skjald-
meyjum.
Ég hló gleðilausum hlátri.
— Ég hugsa, að þú verðir nú
hrifinn, þegar þú sérð hana, sagði
ég lágt, — það verða allir.
— Nema þinn óbilandi, trausti
eiginmaður, Helena mín, sem er
blindur af ást til þín. — Ó — fyrir-
gefðu, að ég tók þannig til orða,
elskan min ...
Hann varð eitthvað svo inni-
lega hryggur yfir, að hafa tekið
þannig til orða, að ég fór að
strjúka handarbak hans óg svo
sagði ég, — til þess að taka það
fram í eitt skipti fyrir öll:
— Þú verður að lofa mér einu,
Filippus, að vera ekki alltof til-
Iitssamur við mig, og ekki verða
neitt leiður yfir því, þótt þú takir
til orða eins og þér er eðlilegast
og eins og ég hefði sjón eins og
aðrir. Skilurðu það ekki, að mér
fyndist það bara verra, ef ég vissi
að þú værir ailtaf dauðsmeykur við
að segja eitthvað, sem gæti sært
mig. Ég veit vel, að þú viit ekki
segja neitt, sem gæti sært mig.
Ekki með orðum.
Hann hallaði sér að ■ mér og
kyssti mig, og það var indælt, en
ég var ekki viss um, að honum
hefði skilizt hvað ég átti við með
— seinustu orðunum.
— Þú veizt, hélt ég áfram, —
ég er líka ung og. glöð, og það
getur stundum eins og gert mann
einkennilega skapifarin, að alltaf
þurfi að taka sérstakt .tillit til
manns.
EINS OG PABBI VÆRI
LIFANDI KOMINN!
Við lentum í birtingu og fyrr en
varði var skoðun.á farangri lokið
og ég heyrði og fann, að Filippus
var öllu vanur og átti sinn þátt
í, hve allt gekk fljótt og greiðlega.
Allt í einu var hrópað háum,
hressilegum, glöðum rómi:
— Helena — hér er ég!
Það var Dóra, sem kallað hafði
— og ég hefði þekkt rödd hennar,
þótt þúsund manns hefðu hrópað
um leið og hún.
Var það ímyndun mín, er hún
var komin til okkar, að hún eins
og stirðnaði upp allt í einu. Á
næsta augnabliki hafði hún vafið
mig örmum og ég fann af henni
ilmvatnsanganina, er hún kyssti
mig á kinnina, Mér fannst líká, að'
hún eins og gleypti andann á lofti.
En ef hvorttveggja var ímyndun
þurfti ég ekki að efast um hvernig
henni var innanbrjósts, e^- hún
sagði hátt, hægt, greinilega eins
og hvert orð mætti ekki gleymast:
— Filippus — er þetta Filippus,
— en hvers vegna bjóstu mig ekki
undir þetta, Helena?
— Undir hvað? sagði ég undr-
andi.
— Að Filippus er lifandi eftir-
myndin hans pabba.
Þetta var þarna í mannþröng á
flugvellinum og enginn hefur víst
tekið eftir þvi hver svipbreyting
kann að hafa orðið á andliti mínu,
er hún sagði þetta. Ég veit það
eitt, að mér fannst
hefði verið isköldum höndum um
hjarta mitt og andartak, að það
hefði stöðvazt í brjósti mínu.
Ég gat ekki trúað þessu, að Fil-
ippus, maðurinn minn væri svo lík-
ur pabba, að hann væri lifandi eft-
irmyndin hans, en á sama augna-
bliki minntist ég þess, að Nóra
frænka hafði sagt, að hann væri
fríður og karlmannlegur, og að
svipurinn bæri stefnufestu vitni.
Nú varð mér allt I einu Ijóst, að
Nóra frænka hafði veitt því at-
hygli, hve Filippus var líkur pabba,
og mér skildist hvers vegna hún
vildi ekkert frekara segja.
— Ég er viss um, að hér á við
að segja, að mér sé heiður að sam-
líkingunni — en í hamingju bæn-
um, ætlizt ekki til þess að ég fari
að inna af hendi nokkurt pappa-
hlutverk gagnvart Helenu.
Hann hafði ekki tekið eftir neinu.
Hvernig geta karlmenn verið svona
blindir. I myrkri minu sá ég allt
þúsund sinnum skýrara en hann.
Og það fór ekki framhjá mér, að
hún hafði stungið hendinni undir
hinn handíegg hans, og taiaði til
hans í sömu seiðandi tóntegund og
hún jafnan gerði, er hún hafði feng
ið áhuga á einhverjum.
— Ég kalla hann auðvitað
Filippus, Helena, sagði hún. — Og
Filippus, ég yildi helzt, að þú
kallaðir, mig. Dódó.
Dódó. — Það var gælúnafnið,
sem pabbi ávallt kallaði hana. Og
hún hafði ekki leyft neinum öðrum
að kalla sig þvi!
Ég veit ekki hvernig við kom-
umst út úr þrönginni. En hugur
minn var langt í burtu, Hann var
úti á sveitarsetri okkar þann dag,
er Dóra hafði sagt mér, að hún og
pabbi hefðu gert með sér sátt-
mála um það að hvort þeirra, sem
lifði hitt, skyldi taka ker með ösku
þess, og ríða með það út á slétt-
una, þar sem þau voru vön að
láta fákana spretta úr spori og láta
vindinn dreifa öskunni. Þetta var
sá staður, sem þeim var kærastur
og Dóra sagði, að þau hefðu unn-
©pib
Við og við finnst mér helzt, að
vera kvefaður!
þér hljóti að finnast gott að
fyrir örvæntingu móður minnar.
Næstu viku á eftir reið hún dag-
lega út á sléttuna, sem hafði verið
kærasti staður þeirra beggja, og
hún kom aldrei h’eim fyrr en dimmt
var orðið, og mamma sagði mér,
að hún hefði þá jafnan verið ná-
bleik sem vofa.
Hafði mér borizt hugboð yfir
hafið? Hugboð um einhverja hættu
framundan? Var það vegna ein-
hverrar yfirvofandi hættu, sem mér
leið svo illa á leiðinui yfir hafið?
En hvernig var hægt að skýra
þetta, ef þessu var svo varið? Eða
var skýringin einfaldlega sú, að ég
var dálítið taugaveikluð — hafði
„snert af móðursýki“, eins og það
var stundum orðað. En hvernig
sem á því stóð gat ég ekki hrundið
frá tilhugsuninni, um að það boð
aði eitthvað illt, er Dóra fór að tala
um, að maðurinn minn væri lifandi
eftirlíking pabba — pabba, sem
hún hafði dáð umfram alla menn.
Og velkomin heim, systir mín
iitlá,' háfði Dóra. sagt — það
gleymdist mér. Ég gæti kannske
bætt þvl við, að ef ég hefði verið
heima þegar farmiði Nóru frænku
kom, hefðu orðið átök um hvor
fengi hann og færi ferðina.
Dóra sagði þetta í léttum, ör-
lítið ögrandi tón — það átti að
líta svo út, að hún væri að gera
að gamni sínu, en ég þekkti hana
betur en svo, að ég vissi ekki hvar
fiskur lá undir steini. Þetta var
hólmgönguáskorun. Við höfðum
háð einvígi fyrr, um brúður, um
sandskóflur ■— um fyrsta síða kjól-
inn sem við áttum að fá — og
fieira — og Dóra hafði allt af bor
ið sigur úr býtum. Ég gerði mér I
rauninni aidrei grein fyrir hvernig
það atvikaðist, að svo margt sem
ég hafði talið mitt, var allt í einu
orðið hennar. En það mátti hún
eiga, að hún var ákaflega örlát,
þegar um var að ræða það, sem
hún var orðin leið á.
Það var sem orð hennar læstust
í mig sem klær. Ég skildi vel við
hvað hún átti. Ef hún hefði fengið
miðann og farið þessa ferð hefði
hún fangað Filippus og komið
með hann heim sem herfang sitt.
Hafði hún ekki beðið slíks sigurs
allan þann tíma, sem hún með biðil
á hverjum fingri lék sér að þeim og
hélt þeim í hæfilegri fjarlægð, —
beið þess sigurs, að fá mann sér
samboðinn — en enginn maður
var samboðinn henni nema sá, er
líktist pabba í einu og öllu.
Og nú hafði hún fundið slíkan
mann, En það var of seint — og
hann var minn. Og ég var staðráð-
in I að halda honum hvað sem
gerðist. |
— Er þér kalt?
Það var Filippus, sem spurði,
hlýlega, af nærgætni, elsku, sem
ávallt — og svo nálægur mér.
— Já, dálitið, sagði ég, eins og
satt var.
Hann leitaði eftir hönd minni og
þrýsti hana. Og við gengum áfram
hönd I'hönd.
Ég vissi bara eitt, — ef ég missti
Filippus yrði lífið mér einskis virði.
Hann hafði gefið mér löngunina til
að lifa — án hans var ég ekkert,
allt var tilgangslaust, einskis virði,
án hans.
lö DðMSKH
Kbínir TXifiRIOjiiW^bX
HRAFNÍ5TU 3/(4.5ÍMÍ 38443
LESTUR-STÍLAR-TALÆFÍNGAR
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sængurn-
ar. Eigum dún og
fiðurhcld ver.
Dún og fiðurhreinsun
Kirkjuteig 29. Sími 33301
75
BEATRICE HERZ:
Gæruúlpur
aðeins kr.990.00
Ivy leikkona og Zukoff kvik-
myndatökustjóri sátu og rædd-
ust við alveg fram I myrkur —
T-OTO
þau tóku ekki eftir að einhver
var á sveimi í nágrenni tjald-
búðanna. — Tarzan var kominn
þar að. Þegar Tarzan hafði orð-
ið var við tjaldbúðirnar ákvað
hann að bíða til morguns með
að gera vart við sig — en hann
hafði ekki hugmynd um allt það
sem átti eftir að gerast þessa
nótt.