Vísir - 12.03.1963, Page 16
ÞriSjudagur 12. marz 1963.
Nokkrar skemmdir urðu á skúr-
um, þegar eldur kom upp í suður-
enda hússins að Smyrilsvegi 29 hér
í bæ. Eldsins varð vart um kl.
9,34 1 morgun, og var slökkvi-
liðið þá kvatt á vettvang.
Stjórnarkreppu af-
stýrt í Finnlandi
1 fréttum frá Helsinki i morgun
segir, að hættan á stjórnarkreppu
út af ágreiningnum um launakjör
opinberra starfsmanna sé um garð
gengin.
Bæði Sænski þjóðflokkurinn og
Finnski þjóðflokkurinn, sem taka
þátt í samsteypustjórninni með
Bændaflokknum, hafa samþykkt
á fundum sínum að styðja tillög-
ur stjórnarinnar um nýja tilhögun
launamála. — íhaldsflokkurinn
hefur einnig lýst sig fylgjandi til-
lögunum, svo að þær eiga vísan
meiri hluta á þingi.
Hinum opinberu samningaum-
leitunum milli fjármálaráðuneytis-
ins og samninganefndar opinberra
starfsmanna lauk árdegis í dag,
án þess að samkomulag næðist.
Samninganefnd hafði áður hafnað
þeim kjörum, sem gert er ráð fyr-
ir í tillögum stjórnarinnar, sem nú
stendur til að binda í lögum.
Var tekinn á 108 km
hraða á Miklubraut
í blaðinu í gær var skýrt frá
því að bifreið með númerinu
R-4121 hefði verið ekið með
ofsalegum hraða eftir steypta
veginum fyrir sunnan Hafnar-
fjörð með þeim afleiðingum að
hún fór í loftköstum út af veg-
inum, marga metra í lofti og
stafaði mikil hætta af þessum
akstri.
Blaðið hefur nú fregnað að
einu eða tveimur kvöldum áður
hafi umferðarlögreglan i
Reykjavík tekið þennan sama
bíl fyrir of hraðan akstur á
Miklubrautinni. Var hraði hans
mældur með skeiðklukku og
reyndist vera 108 km á klst.
Ökumaðurinn var unglingur og
er sýnilegt að ungur maður sem
er með slíkt ökuæði er stór-
hættulegur umhverfi sínu. Er
það undarlegt, að lögreglumenn
skuli ekki i slíkum tilfellum
beita rétti sínum til að svipta
ökugikki réttindum um stund-
arsakir.
Umferðarlögreglan hefur að
undanförnu unnið við að mæla
hraða bifreiða víðsvegar í bæn-
um og í síðustu viku voru 70—
80 bifreiðar teknar fyrir of
hraðan akstur í bænum.
Breyta mábandarísku
sjónvarpstækjunum
VorsíldveiBin hófst um
þetta leyti ifyrra
Á laugardaginn birti Vísir
fregn um að kostnaðarsamt
væri að breyta bandarískum
sjónvarpstækjum, sem hér hafa
verið seld, ef úr yrði að hið
væntanlega íslenzka sjónvarp
tæki upp evróska útsending-
arkerfið. 1 viðtali við Vísi í
morgun staðfesti Tæknidelld
Ríkisútvarpsins að slíkar breyt-
ingar væru bæði erfiðar og
dýrar, ef sömu hljóm- og mynd-
gæði ættu að nást. Hins vegar
hefðu bandarískar sjónvarps-
tækjaverksmiðjur unnið að því
að undanförnu að gera tæki sin
þannig úr garði að móttaka á
báðum kerfunum yrði jafngóð.
Vísir hefir vegna þessa haft
samband við nokkur firmu, sem
selja bandarísk sjónvarpstæki
hér á Iandi. Eru það O. Johnsen
& Kaaber, sem flytja inn
Philco og Olympic tækin og
Sveinn Egilsson, sem flytur inn
Motorola tæki. Þá eru m. a.
einnig á markaðnum General
Electric tæki sem Electric flyt-
ur inn.
Fulltrúar O. Johnsen &
Kaaber skýrðu blaðinu svo frá
að ef Evrópukerfið verður tek-
ið hér upp, sem nú eru allar lík-
ur á, þá muni firmað breyta
Philco og Olympictækjum sem
það hefir þegar selt, kaupend-
um algjörlega að kostnaðar-
lausu. Hingað hefir nú verið
flutt lítið og einfalt tæki, svo-
kallaður „converter", sem setja
má í bandarísku tækin, þessi og
önnur, svo sem Motorala tæk-
in, og geta þau þá tekið við
evrópska kerfinu. Kostar tæki
þetta um 500 krónur hingað
komið.
Benda fulltrúar sölufirma
bandarísku tækjanna á að með
þessu sé vandinn leystur, þann-
ig að kaupendur bandarísku
tækjanna hafi hér ekkert að
óttast.
Vísir átti, í morgun samtal
við Sæmund Óskarsson raf-
magnsverkfræðing, sem er með
al fróðustu manna hér um sjón
varpstæki, og spurði hann þvgrj
ir möguleikar væru á því að
breyta sjónvarpstækjum milli
evrópska og ameríska kerfis-
ins.
Hann skýrði frá því að hann
hefði breytt mörgum tækjum
frá evrópska kerfinu yfir £ það
amerfska og kostaði sú breyt
ing um 1000 krónur. Hins vegar
kvaðst hann ekki hafa breytt
neinu tæki úr ameríska kerf-
inu yfir í það evrópska, en
kvaðst þó sjá, að það væri
nokkuð meiri breyting en sú
fyrri.
Framh. á bls. 5
Nú er kominn sá tími
— nærri miður marz —
er vorsíld fór að veiðast
í fyrra. Vísir hefur átt
stutt viðtal við Sturlaug
Böðtarsson útgerðar-
mann á Akranesi, um
vorsíldveiðina í fyrra og
horfur nú.
— Við byrjuðum að veiða
vorgotssíld 15. marz í fyrra,
sagði Sturlaugur, og var svo
reytingur til 10. aprfl og eftir
það mokveiði. Síldin veiddist
fyrst á Selvogsbanka og á
Hraunsvík, sem er rétt austan
við Grindavík, og færðist' svo
veit^n inn á Flóann og hélzt góð
veiði framundir sumarsfldveið-
ar.
Einn af bátunum okkar, Höfr
ungur II, sem er með síldarnót,
fór fyrir nokkrum dögum aust-
ur á miðin, en þá voru austan-
stormar, svo að ekki var hægt
að halda áfram, og sneri hann
sér að þorskinum, en þorskveið-
arnar hafa gengið ágætlega og
fengizt 10—30 tonna afli á nóta
bátana að undanförnu. Þessi
góða þorskveiði mun liafa þau
Framh. i ols. ö.
I
Slys
morgun
í morgun varð vinnuslys f
Kassi.gerð Reykjavfkur við Klepps
veg og var hinn slasaði fluttur f
sjúkrahús að athugun Ioklnni f
slysavarðstofunni.
Það var rétt fyrir kl. 8 £ morg-
un að rafvirki sem var við starf
í Kassagerðinni, Bjarni Gfslason
að nafni, hrapaði úr stiga og nið-
ur á steinsteypt gólf. Hafði stiginn
skrikað til og við það hrapaði
Bjarni og skall á andlitið. Hann
skarst allmikið á augabrún og
handleggsbrotnaði auk þess.
Bjarni var fluttur í Landakots-
spítala eftir að bráðabirgðaathug-
un hafði farið ffam á meiðslum
hans í slysavarðstofunni.
Að því er lögreglan tjáði Vfsi í
morgun mun fallið úr stiganum
hafa verið tæpir 3 metrar.
Tæki frá Philco til að breyta sjónvarpstækjum úr Ameríkukerfi
í Evrópukerfi.
NÆR ÞRJÁTlU BlLAR ÚR
UMFERÐ Á EINNINÚTTU
Lögreglan i Reykjavík gerði að-
faranótt s.l. föstudags, ásamt
nokkrum bifreiðaeftirlitsmönnum
skyndiskoðun á bifreiðum, sem
voru í umferð á götum borgar-
innar.
Alls voru á annað hundrað bif-
reiðir stöðvaðar og með þeim ó-
Heill selur í hákarlinum
Um helgina var landað á Akra-
nesi óvenjulegri veiði, heljamiklum
hákarli, sem var svo ramflæktur
í nctinu hjá m.b. Ólafi Magnús-
syni, að bátverjar gátu innbyrt
hann, en skepnan vóg að því er
talið er á þriðja tonn.
Það kemur stundum fyrir,
sagði Sigurður Vigfússon, frétta-
ritari-Vísis á Akranesi, í morgun,
er blaðið átti tal við hann, að sjó-
menn fá hákarl í netin, en vana-
lega slíta þeir sig lausa,. og sjald-
gæft að þeir innbyrði þá, enda
erfitt um vik að fást við slíkt á
litlum bátum.
— Og hvað heldurðu að hafi
komið innan úr hákarlinum, mað-
ur, sagði Sigurður. Það var ,í
fyrsta lagi f
slöttungs selur, fullorðinn, f
heilu lagi, 46 rauðmagar og
talsvert af ýsu, karfa og þorski
og eitthvað annað að auki.
Hákarlinn er ógurlega feitur,
sagði S. V. ennufremur, svona há-
karlar voru áður kallaðir tunnu-
hákarlar, þvf að úr þeim fékkst
tunna af lifur.
vænta árangri að bönnuð var
notkun 20 bifreiða og skrásetning-
armerki auk þess tekin af 7 öðr-
um. Loks voru enn aðrir alvarlega
áminntir og þeim sett ströng skil-
yrði um að koma farartækjum sín-
um f lag.
Lögreglan hefur undanfarið
haft einkum gamlar og úr sér
gengnar bifreiðir undir smásjánni
og iðulega tekið eina eða fleiri úr
umferð í einu þegar þær hafa
reynzt í ófullnægjandi ásigkomu-
Iagi. En svona margar bifreiðir,
eins og teknar voru úr umferð að-
faranótt föstudagsins, hefur hún
ekki tekið í einu áður.
Þetta er virðingarverð viðleitni
hjá lögreglunni til að vekja bif-
reiðaeigendur til umhugsunar um
að hafa farartæki sín í fullkomnu
lagi, auk þess sem það dregur
stórlega úr slysahættu, og á því
virðist engin vanþörf vera.
RaBa ilaunaflokka
Samninganefndir ríkisstjórnar-
innar og BSRB vinna stöðugt að
niðurröðnn opinberra starfsmanna
í launaflokka. Fundur hófst um
miðjan dag í gær og stóð fram á
nótt. Annar fundur hefur vérið
boðaður í dag kl. 14.30. Verður
haldið áfram niðurröðuninni. Þrfr
dagar eru þangað til að málið fer
fyrir Kjaradóm, ef samninganefnd-
unum verður ekki gefin frestur til
að starfa áfram.