Vísir - 27.03.1963, Síða 2
2
V í SIR . Miðvikudagur 27. marz 1963.
HKll
w//ámw//<2mzz////sí
<■*>%
~""~S1CFT
*/'/////
W///////m2Z///á.
U TTp
/slandsmet
á sundmófi BR í
Hrafnhildur Guðmundsdóttir úr ÍR bætti enn einu
sinni eitt af metum sínum á sundmóti félags síns í
Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. Hún synti 200
metra bringusund á 2.58,6 mín., sem er 6 sekúndubrot-
um betra en gamla metið frá 1961. Sundsveit saman-
sett af Guðmundi Gíslasyni, Sigurði Sigurðssyni og
Þorsteini Ingólfssyni setti og met í 3x100 þrísundi
karla, grein sem lítt er stunduð, bættu félagarnir metið
um 7.0 sekúndur.
Hrafnhildur og Guðmundur voru
skærar stjörnur sem fyrr og vann
Guðmundur til fjögurra fyrstu
verðlauna en Hrafnhildur tveggja,
unnu bæði í öllum sínum greinum.
Hrafnhildur var ekki svo fjarri
meti Ágústu Þorsteinsdóttur í 50
metra skriðsundinu, en ungu
stúlkurnar úr Ármanni sem syntu
í þessu sundi vöktu mikla athygli
og ættu að eiga bjarta framtíð í
sundinu.
Guðmundur vann 100 metra
skriðsundið ekki með miklum yf-
irburðum en var allan tímann ör-
uggur gegn hinum vaxandi sund-
mönnum, Davíð Valgarðssyni,
Guðmundi Harðarsyni og Erling
Georgssyni. Flugsundið var yfir-
burðagrein Guðmundar að ekki sé
talað um 100 metra baksundið þar
sem hann varð hátt í heila laugar-
lengd á undan næsta manni.
Sigurður Sigurðsson frá Akra-
nesi er nú aftur farinn 'að æfa
sund og vann á þeim fítonskrafti,
sem hann býr yfir og fékk allsæmi-
legan tíma. Ungu mennirnir sem
komu á eftir 'honum voru talsvert
lakari, sá betri hefði ekki unnið
Hrafnhildi Guðmundsdóttur, því
hann synti á nákvæmlega sama
tíma og gamla metið hennar var,
en rúmum 5 mínútum slðar hafði
hún slegið það met!
Úrslit í gær voru þessi:
100 metra skriðsund karla:
Guðmundur Gíslason, ÍR, 59.5
Davíð Valgarðsson, ÍBK, 1.01.6
Guðm. Þ. Harðarson, Æ, 1.01.7
Erling Georgsson, SH, 1.02.3.
100 metra bringusund telpna:
Auður Guðjónsdóttir, ÍBK, 1.29.5
Matth. Guðmundsd., Á, 1.33.6
Sólveig Þorsteinsd., Á, ,1.34.0
Kolbrún Guðmundsd., ÍR, 1.34.2.
100 metra bringusund drcngja:
Guðm. Grímsson, Á, 1.25.2
Gestur Jónsson, SH, 1.26.9
Hafsteinn Jónsson, SH, 1.27.4
Guðjón Indriðason, SH, 1.32.6
200 metra bringusund karla:
Sigurður Sigurðsson, ÍR, 2.50.8
Erlingur Þ. Jóíianns., KR, 2.59.3
Trausti Sveinbjörnsson, SH, 3.11.6.
100 rnetr.a flugsund karla:
Guðm. Gíslason, IR, 1.08.1
Davíð Valgarðsson, IBK, 1.16.5
Guðm. Þ. Harðarson, Æ, 1.21.2.
200 metra bringysund kvenna:
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, lR.
2.58.6 (Nýtt ISLANDSMET)
Auður Guðjónsd., ÍBK, 3.12.9.
50 metra skriðsund drengja:
Davíð Valgarðsson, ÍBK, 28.0
Trausti Júlíusson, Á, 30.2
Hilmar Karlsson, ÍBK, 30.7
Guðm. G. Jónsson, SH, 30.9.
100 metra baksund karla:
Guðm. Gíslason, IR, 1.08.0.
Árni Þorsteinsson, ÍR, 1.22.8
Guðberg Kristinsson, Æ, 1.27.2
50 metra skriðsund sveina:
Þorsteinn Ingólfsson, Á, 31.4
Hjörtur Kristjánsson, Æ, 32.4
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
Kristján Antonsson, Æ, 34.5
Pétur Einarsson, SH, 35.7
50 metra skriðsund kvenna:
Hrafnhildur Guðmundsd., ÍR, 29.7
Ásta Ágústsdóttir, SII, 34,5
Matthildur Guðmundsd., Á, 36.4
Hrafnhildur Kristjánsd., Á, 36.7.
3X100 metra þrísund karla:
Sveit ÍR 3.28.6
Sveit KR 3.41.3
Drengjasveit Ármanns 4.05.5
Sveit Ægis 4.07.7
I gærmorgun lézt í einu af sjúkrahúsum Los Angeles
hnefaleikarinn Davey Moore, 29 ára gamall, giftur
maður og 5 barna faðir. Hann lézt eftir keppni um
heimsmeistaratitilinn við Kúbumanninn Utriminio
Sugar Ramos, átta árum yngri en hann sjálfur. „Þetta
var bara ekki mín óskastund“, sagði Moore við blaða-
mannahópinn, sem þyrptist inn í búningsherbergi hans
að keppni lokinni.
Og það var. svo sannarlega ekki
hans óskastund. Eftir keppnina
varð að bera hann frá hringnum í
herbergið og hann kvartaði sáran
yfir höfuðverk. Samt ræddi hann
lítillega við blaðamenn, en bað þá
að lokum að hafa sig afsakaðan.
Stuttu síðar ágerðist höfuðverk-
urinn stórlega, hann var lagður út
af á borð og læknir sóttur og með-
an Moore ræddi við lækninn leið
hann út af meðvitundarlaus. Hann
kom aldrei til meðvitundar aftur
og eftir tvo og hálfan sólarhring
var hann látinn.
Keppni Moores og Ramos var
mjög jöfn keppni þar til í 10. lotu
að hann „gekk inn í“ mikið
vinstri handarhögg kúbanska
,
„ j.
jfwr
pv\ t
BmMHmIIpÖS •-
liinH -
Kúbumaðurinn hafði greitt höggið banvæna og bandaríski hnefaleikarinn Moore, liggur í móki milli kaðlanna. I gærmorgun Iézt hann af
þessu og örðrum höggum, sem hann hefur orðið fyrir í 63 leikjum sínum.
hnefaleikarns. Moore datt niður á
hnén og tók talningu upp í 5 og
nokkrúm sekúndum síðar hékk
hann máttvana milli kaðlanna.
Dómarinn sá þetta en hafðist ekki
að, en umboðsmaður Moore stökk
þá inn í hringinn, lagði handlegg-
inn utan um Moore og kallaði
upp að leiknum væri lokið. Moore
hafði misst titilinn, sem hann ,
hafði unnið fyrir réttu ári, hann
hafði unnið sér inn sem svarar
600.000 krónurn, og hlotið dauðleg
sár fyrir.
Læknar sögðu strax við athugun
á föstudagskvöldið að Moore
mundi ekki geta lifað þetta af og
létu hafa eftir sér, að það væri
betra eins og komið værir fyrir
honum, svo mikið var heili hans
skaddaður eftir keppnina og upp-
skurður algjörlega útilokaður.
Þannig lauk lífi kempunnar, sem
hefur skráða 63 leiki í hnefaleik-
um, og þar af 58' unna. Aðeins
einu sinni áður hefur hann verið
sleginn út, það var í Venezuela
fyrir 2 árum síðan, þá var hann
sleginn 8 sinnum 1 gólfið. Síðan
vann hann 17 leiki í röð, síðast
Finnan Olli Maki á rothöggi i 2.
Iotu. ,
„Ég er mjög leiður yflr þessu
atviki,“ sagði hinn ungi Kúbumað-
ur eftir leikinn, en það sögðu þeir
líka Emile Griffith og Sugar Ray
Robinson eftir að þeir höfðu orð-
ið mannsbanar 1 hringnum. Fylkis-
stjóri Kaliforníu var aftur á móti
meira en „mjög Ieiður". „Nú hef-
ur þetta gengið of langt 1 mfnu
fylki,“ sagði hann. Stendur til að
íbúar Kaliforníu kjósi m. a. um
hvort leyfa beri hnefaleika f Kali-
forníu, er kosið verður 1964.
Aðeins klukkutíma áður en
keppninni milli Moores og Ramos
lauk á svo hryllilegan hátt, tapaði
hinn frægi hnefaleikari Emile
Griffith titli sínum í weltervigt tii
Luis Rodriguez, flóttamanns frá
Kúbu.
„Ég er steinhissa á úrslitunum,"
sagði Griffith, „ég vann allar 15
loturnar," sagði hann. Dómarar
keppninnar voru ekki á sama máli.
Yfirdómarinn taldi Rodriguez hafa
unnið 9 lotur, og hinir dómararnir
dæmdu hinum fyrrv^randi Kúbu-
manni sigurinn.