Vísir - 27.03.1963, Side 16

Vísir - 27.03.1963, Side 16
VISIR Miðvikudagur 27. marz 1963. Réttarhöldum lokið Raunvísmdastofnunm rís við hlið Háskólabíós Réttarhöldum er nú lokið í máli brezka togarans, sem Óðinn tók ^**~mmmmmwm^—amwmmnM*w Fundur um tollskrúnu í kvöld er Varðarfundurinn um tollskrána. Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra verð- ur frummælandi á fundinum, sem hefst kl. 20.30 í Sjálfstæð- ishúsinu. Tollskráin hefur verið ítarlega undirbúin og verður lögð fram á Alþingi í dag, og tekin til umræðu á morgun. og kom með hingað föstudag s.l. Var skipstjóri borinn þeim sökum, að hann hefði verið að veiðum rúma sjómílu innan fiskveiðimark- anna. Togarinn er CARLISLE og er frá Grimsby. Réttarhöld hófust á laugardag, lágu niðri á sunnudag, og var svo haldið áfram í fyrradag og í gær. Skipstjóri neitar að hafa verið inn- an fiskveiðimarkanna og vitnaði til mælinga sinna, en þeim bar ekki saman við mælingar varð- skipsins. Mörg vitni voru leidd við réttarhöldin. Dómur verður kveðinn upp í fyrsta lagi í kvöld — ef til vill ekki fyrr en á morgun. Innan skamms mun skólanum á 50 ára af- Háskóli íslands stíga eitt hið mesta og mikil- vægasta framfaraspor, sem hann hefir stigið á þróunarbraut sinni, koma upp fullkominni raunvísindastofnun og byggja stórhýsi fyrir þá deild. Hús þetta verður reist aftan við Háskóla- bíóið, á lóð þeirri, sem Reykjavíkurborg gaf Há mæli hans undir nýjar byggingar og stofnanir. Arkitektarnir Sigvaldi Thord- arson og Skarphéðinn Jóhanns- son hafa teiknað hið fyrirhug- aða hús raunvísindastofnunar- innar, teikningar þeirra eru fullgerðar og hafa verið lagðar fyrir skipulagsnefnd Reykja- víkurborgar og eru þar til með- ferðar. Formaður bygginga- nefndar raunvísindastofnunar- innar er Þorbjörn Sigurgeirs- son prófessor. Eins og margan rekur minni til gaf Bandaríkjastjórn 5 milljónir króna til raunvísinda- stofnunarinnar á 50 ára afmæli Háskóla íslands . og hefir þessi höfðinglega gjöf að sjáifsögðu flýtt fyrir því að unnt væri að hefjast handa í þessu mikilvæga máli. Á Alþingi er nú flutt stjórnarfrumvarp, sem gerir ráð fyrir heimild til handa háskól- anum að stórauka Utgáfu happ- drættismiða og rennur allur á- góði, sem kunnugt er, til bygg- ingaframkvæmda á vegum há- skólans og til að standa straum af viðhaldi bygginga hans. Hús raunvísindastofnunarinnar verð- ur fyrsta byggingin, sem há- skólinn ræðst í á næstunni, en þar á eftir verður reist hús fyr- ir læknadeild háskólans. Hið nýja skip Eimskipafélags íslands Bygging nýrrar senn boSin út Bygging nýrrar slökkvistöðv- ar í Reykjavík verður boðin út eftir tvo mánuði og framkvæmd ir hafnar þegar unnið hefir ver- ið úr tiiboðum í bygginguna. Unnið er að því um þessar mundir að fullgera allar teikn- ingar. Nýju slökkviliðsstöðinni hefir verið ætlaður staður sunn an við Reykjanesbraut, rétt fyr- --------------------------------<§. Eimskip kaupir nýtt skip Þann 21. marz s.l. var undirritaður í Kaupmanna höfn af Óttari Möller for- stjóra Eimskipafélags ís- lands kaupsamningur um vöruflutningaskipið M. s. Milleheering með þeim fyr irvara að samþykki stjóm- ar Eimskipafélags íslands fengist fyrir kaupunum og nauðsynleg leyfi frá hinu opinbera. Á fundi sínum í gær ákvað stjórn Eimskipafélagsins að festa kaupin á skipinu. Seljendur skips- ins eru fabrikant Peter F. S. Heer ing í Kaupmannahöfn. Skip þetta hefur komið til landsins áður. — Stærð skipsins sem er lokað hliðar þilfarsskip er 2360 tonn, og sem opið hliðarþilfarsskip 1500 tonn. Lestarrými eru 99390 teningsfet (bale). Skipið er smiðað í Aar- hus Flydedokken og var afhent eig endum í októþer 1958, er því um 4ra og hálfs árs gamalt. Það er styrk til siglinga í ís. Hraði um 12 sjómílur. Aðalaflvél skipsins er Burmeister og Wain, 1400 bremsu hestöfl. I skipinu eru öll nauðsyn- leg siglingartæki. Fjöldi skipshafn ar er 21 maður. Þá er eitt 2ja m. herbergi fyrir farþega og sjúkra- herbergi. Skipið er vandað og lík ist að mörgu hvað útbúnað snertir, því sem er á öðrum skipum félags ins. Það hefur ekki frystigeymslu. Samkv. samningum á skipið að af- hendast eigi síðar en í maímánuði. Verkefni skipsins verður svipað því sem Mánafoss gegnir, að ann- ast þjónustu félagsins við strönd- ina. Til samanburðar um stærð má geta þess að Mánafoss er 1400 smálestir sem lokað hliðarþilfars skip og 965 smál. sem opið hliðar þilfarsskip, en lestarrými á honum er 63500 teningsfet. ir neðan Shellstöðina norðan í Öskjuhlíðinni. Slökkvistöðin 50 ára. Gamla slökkvistöðin í Tjarn- argötu átti 50 ára afmæli í byrjun þessa árs og var þess minnzt á árshátíð Brunavarða- félags Reykjavíkur. Meðal ræðu manna voru Geir Hallgrfmsson borgarstjóri og Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri, sem rakti sögu brunavarna I Reykjavík frá upphafi I megindráttum. Vís ir að brunavörnum var þegar í Reykjavík á tímum Innrétt- inganna, fyrir meira en 175 ár- um, handdælur til slökkvistarfs, og annað sem þá þekktist og notað var til slökkvistarfa. — Framan af voru allir borgarar bæjarins í slökkvistarfinu, ef svo mætti að orði kveða, en árið 1855 var sett fyrsta reglu- gerð um brunavarnir í Reykja- vík og upp frá því áttu ákveðn- ir menn að vera tiltækir til slökkvistarfs, ef grípa þarf til þeirra. í ársbyrjun 1913 tók slökkvistöðin í Tjarnargötu til starfa og er hún jafnframt fyrsta slökkvistöðin í sögu bæj- arins. Með tilkomu hennar hófst fastráðning brunavarða og vaktaskipti allan sólar- hringinn. Fyrsta dagbókarfærsl- an í þeirri stöð var 17. janúar 1913. Fyrir hennar daga voru tæki slökkviliðsins geymd á ýmsum stöðum I bænum, t. d. voru brunadælur og fleiri tæki geymd í skrúðhúsi Dómkirkj- unnar á tímabili. Elzti starfsmaður bæjarins: Anton Eyvindsson, varðstjóri á slökkvistöðinni, sem varð sjötugur að aldri í gær, er elzti starfsmaður stöðvarinnar og mun jafnframt hafa lengstan starfsaldur núverandi fastráð- inna bæjarstarfsmanna. Anton hóf starf í slökkviliðinu 1. apríl 1916 og hefir því starfað hjá bænum í nær 47 ár. Benedikt Jónasson bæjarverk fræðingur var jafnframt slökkvi liðsstjóri fyrsta ár slökkvistöðv arinnar í Tjarnargötu, en 1914 til 1918 var Guðmundur Ólsen slökkviliðsstjóri, og hafði gegnt því starfi áður á tímabili. Pétur Ingjaldsson var slökkviliðsstjóri frá 1918 til 1944 og árið 1945 tók núverandi slökkviliðsstjóri, Jón Sigurðsson verkfræðingur, við þessu starfi. MUNIÐ A-LIST- ANN I Stjórnarkjör í Bifreiðastjóra- lélaginu Frarna hefst í dag og heidur áfrani á morgun. Kosið er báða dagana frá kl. 13:—21 í skrifstofu félagsins að Freyju- giitu 26. Þrír listar eru í kjöri í sjálfseignarmannadeild og tveir í launþegadeild. A-íistinn báðum deildum er listi lýð- ræðissinna, skipaður að mestu leyti sömu mönnum og setið hafa í stjórn félagsins undan- farin ár, undir forystu Berg- steins Guðjónssonar. Bifreiðastjórar. Munið að A-listi er listi lýðræðissinna. Eflið A-listann til sigurs. 30 faðma þykkar síidar- torfur á CREIDA FiRÐI Allar horfur eru á hellings síld- veiði undir eins og gæftir koina til að stunda hana. Þetta sagði Sigurður Vigfússon fréttaritari blaðsins á Akranesi, er blaðið átti tal við hann í morgun. Kvað hann útlitið vera óvenjulega gott með síldveiðina, sumargot- síldin væri komin, eins og sannazt hefði, og algengt væri að sjómenn fengju síld innan um í þorska- netin, og í nótt hefðu Ólafsvíkurbátar lóð- að á 30 faðma þykkar síldar- torfur á Breiðafirði. Bátar bíða nú aðeins að gæftir batni. í morgun var spáð hér NA- stipningskalda. í morgun var aust- anátt og 4 vindstig. Fjórtán netabátar frá Akranesi voru á sjó í gær og komu tveir þeir seinustu að í morgun. Aflinn nam 220—230 lestum, en tveggja og þriggja nátta fiskur var í netun- um hjá sumum bátunum. Meðal- aflinn var því 15—17 lestir og fer sumt af honum í skreið. Línubátar eru á sjó í dag, nema þeir tveir, sem síðast komu að. Björn farinn að sækja Lóu\ Björn Pálsson flugmaður fór | til Englands í morgun til þess | að sækja flugvélina, sem hann hefur keypt þar. Mun hann fljúga henni hing- að um miðbik næstu viku. Hún á að heita TF-Lóa.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.