Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 1
- . VISIR 53. árg. — ÞriCjudagur 30. apríl 1963. — 95. tbl. EINSTÆD LJÓSM YND r r — Arekstur Oðins og Milwoods Vfsir birtir hér merkilega Þórarinn Bjömsson skipherra fréttamynd, sem Guðmimdur hefur Iýst þessum atburöi þann- Hailvarðsson, einn skipverjanna ig, að það sé enginn vafi á því, á Óðni tók á laugardagsmorgun, að Smith togaraskipstjóri hafi einu augnabliki áður en árekst ætlað að stíma beint á varðskip urinn varð milli Óðins og tog- ið enda var skipstjórinn óður. arans Milwood. Varðskipið var til hliðar við rpp]i!|fi| msgjSpi togarann mjög nálægt. Allt I einu sveigði togar'nn til hliðar og hugðist stfma á fullri ferð i bakborðshlið Óðins. Skipherra gaf snögg fyrir- mæli um að stoppa og setja á fullt afturábak. Með því tókst honum að hindra að togarinn Framhald á bls. 6. ■- * ...... . Skipstjórínn kominn til Orkneyja Mótmæli utanríkisráðherro í morgun Milii kl. 10 og 11 í morg- un kom brezka herskipið Palliser til Orkneyja og var skipstjórinn á Mil- wood, Mr. Smith, á skip- inu. Palliser kom þangað til þess að taka oifu, en eftir upplýsingum Péturs Sigurðssonar forstjóra Landhelgisgæzlunnar var skipið að verða olíulaust. Var ekki vit- að, þegar blaðið fór f prentun, hvort skipstjórinn á Milwood myndi fara i land á Orkneyjum, en fram að þessu hefir hann neit- að öllum beiðnum útgerðar sinnar að hverfa aftur hingað til Reykja- víkur. Pétur Sigurðsson skýrði Vfsi svo frá í morgun, að sér væri kunnugt um að samkvæmt þeim samtölum, sem útgerðarfé- lag Milwood í Aberdeen hefði átt við skipstjórann og einnig Hunt, skipherra á Palliser, hefðu þessir aðilar enn gert ftrekaðar tilraun- ir til þess að koma vitinu fyrir skipstjórann og fá hann til þess að verða við kröfum íslenzkra stjórnarvalda. En til þessa hefir hann þverneitað að verða við öll- um slíkum tilmælum. Káðuneytisstjóri utanrfkisráðu- neytisins, Agnar Kl. Jónsson, skýrði Vísi einnig svo frá f morgun, að brezki sendiherrann f Reykjavík, Mr. Boothby, hefði tjáð sér, er hann bar fram mót- mæli íslenzkra stjómarvalda, að sér væri kunnugt um að brezkn utanríkisráðuneytið og flotamála- ráðuneytið liti sömu augum á þetta mál og íslenzk stjórnarvöld, að togaraskipstjóranum bæri að koma hér fyrir rétt og standa fyrir máli sínu. Mr. Boothby tjáðí Vfsi í morgun, að hann biði nú frekari fyrirmæla frá utanrikis- ráðuneytinu í London um það hvað gert yrði í máli skipstjór- ans. 1 morgun kvaddi Guðmundur t. Guðmundsson, utanríkisráðherra, brezka sendiherrann á sinn fund. Utanrikisráðherra bar fram mót- mæli gegn þvf að skipstjórinn á Milwood var ekki fluttur þegai f stað frá Palliser yfir f Óðlnn. ttrekaði hann kröfu fslenzkra Framhald á bls. 6. Stjórnmálayfirlýsing Sjálfstæðisflokksins: i Stefna Sjálfstæðisflokksins hefir frá upphafi miðað að eflingu frelsis og mannhelgi. Þess vegna vill flokkurinn: I. Varðveita og tryggja sjálfstæði og frelsi íslands og standa vörð um tungu, bókmenntir og annan menningararf íslendinga. II. Treysta lýðræði og þingræði. III. Vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli ein- staklingsfrelsis og athafnafrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. IV. Beita nútíma þekkingu og tækni, svo að auðlindir landsins verði hagnýttar í þágu þjóðarinnar. V. Skapa öllum landsmönnum félagslegt örýggi. Fimmtándi Landsfundur Sjálf ráðstöfunum, sem gerðar hafa stæðisflokksins fagnar þeim verið á þessu kjörtímabili, til þess að koma nýrri skipan á ís- lenzkt efnahagslíf, auka hag- sæld almennings og treysta að-' stöðu Islands í samfélagi þjóð- anna. Þegar vinstri stjómin gafst upp, i desember 1958, var ný verðbólgualda skollin yfir. Kerfi uppbóta og hafta hafði leitt til öngþveitis í efnahags- málum þjóðarinnar. Vöruþurrð og svartamarkaður einkcnndu viðskiptalífið og við lá, að þjóð in gæti ekki staðið við skuld- bindingar sínar við önnur lönd sökum gjaldeyrisskorts. Viðreisnarstjórnin lagði inn á nýjar leiðir. Arangurinn hefir orðið mikill og gifturíkur: Atvinnuvegimir hafa verið leystir úr kreppu hafta og rík- isafskipta og þeim búin starfs- skilyrði í frjálsu hagkerfi. At- vinna hefir verið mikil og tekj ur almennings aldrei meiri en nú. Kjör almennings hafa batnað við afnám innflutnings- og gjaldeyrishafta, viðskiptafrelsið hefir aukið vömúrval og hag- kvæmni í verzlun. Innstæður f lánastofnunum hafa vaxið stórlega og gildir gjaldeyrissjóðir komið í stað er- lendra lausaskulda. Skapazt hafa skilyrði til aukinna lána tll þjóðnýtra framkvæmda. Betri reglu hefir verið komið á búskaparhætti ríkisins og fjármálastjórn. Fjárlög hafa ver ið hallalaus og greiðsluafgangur hjá ríkissjóði öll ár kjörtíma- Frainh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.