Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 15
VI S IR . Þriðjudagur 30. apríl 1963. framhaldssaga eftir Jane Blackmore DavíS stóð líka upp og beygði sig fram, nær henni. — Þú veizt vel hvað ég á við. _ Ég veit ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut, aepti hún. Rupert gekk til þeirra. , — Hvað á þetta að þýða? spurði hann ögrandi og eins og til alls búinn. Sorrel horfði á hann, sá hve hörkulegur hann var á svip- inn, en smákipringur í munnvikun- um sýndi, að undir niðri var hon- um órótt. Áður en Davíð fengi svarað kom Jónatan hlaupandi: — Hérna er þurrkan, sagði hann. Porchy sagði, að við yrðum að taka borðdúkinn af undir eins og setja hann í kalt vatn. Hann fór að tína saman diskana og Sorrel hjálpaði honum, en fyrst hafði hún litið biðjandi augum til Davíðs, eins og hún vildi segja: Hann er bara barn. Blandið hon- um ekki í þetta. Davíð kinkaði kolli til hennar eins og til þess að gefa í skyn, að hann skildi þetta. Hann settist við annan borðend- ann . __ Ég vildi annars gjarnan fá kaffisopa líka, áður en seinasti lek- inn er af könnunni. =Sorrel leit upp og sá að þau horfðust í augu Diana og Rupert. Hún fyrirvarð sig auðsjáanlega, en fyrirlitning var í tilliti hans. Eld- rauð í framan, næstum f barns- legri undirgefni, eins og biðjandi um fyrirgefningu, rétti hún hon- um hönd sína, en hann tók ekki í hana og horfði á hana af ískaldri fyrirlitningu, og nú hvarf roðinn úr andliti hennar, hún varð grá- bleik í framan, en bros lék áfram um varir Ruperts. Hann snéri baki við henni. Þá var eins og Diana vaknaði úr dáleiðslu, hún spratt upp og gekk óstudd úr úr herberg- inu. Jónatan vrtist ætla að hlaupa á eftir henni. — Er mamma lasin? spurði hann og snéri sér að Davíð en ekki að föður sínum. — Hún er dálítið þreytt, byrjaði hann vinsamlega, en Rupert greip kaldranalega fram í fyrir honum: __ Mamma þfn var full í gær- kvöldi. Láttu þér þetta að kenn- ingu verða. . . Neyti menn áfengis í óhófi verða menn timbraðir dag- inn eftir. Jónatan virtist ætla að fara að gráta. Sorrel fann betur en áður hve djúpt hún hataði þennan mann en hún sagði að eins: — Þú hefir verið duglegur, Jóna- tan, nú skaltu taka dúkinn og fara með hann til Porchy og segðu Marlene að bera fram bollana. Þau biðu þögul meðan drengurinn tók dúkinn og þar til hann var kominn út úr stofunni. — Það var engin þörf á þessu, Rupert, sagði Davíð kuldalega. Rupert yppti öxlum. __ Við lifum í miskunnarlausum heimi. Það er engin ástæða til þess að vera að leyna því fyrir dreng, sem er orðinn 10 ára. Sé móðir hans svo fávís, að drekka sig út úr drukkna, er réttast að hann fái að vita það. — í hamingju bænum, Rupert sagði Sorrel titrandi áf reiði. Drengurinn fær nógu snemma að verða fyrir barðinu á vonsku mann anna. Og þér eruð faðir hans. Hann horfði á hana fjandsam- lega og kuldalega. Svo var sem hann hefði á svipstundu smeygt á sig grímu hins fágaða og kurteisa manns. — Þú gleymir víst, að ég er svo óheppinn að , hafa fengið konU;. sem ekki má eignast fleiri börni Sorrel, sagði hann rólega og tók sigarettupakka upp úr vasa sínum og leit um leið á Marlene, sem kom í þessum svifum inn í stofuna. Sumir eiginmenn, hélt hann áfr- am rólega, geta elskað annarra manna börn sem væru þau þeirra eigin. Hann brosti um lejð og hann leit af einu þeirra á annað. __ DaVíð er einn þeirra. Hann er nógu stórlundaður til þess. Get ég gert að því, að ég er ekki þann- ig gerður? Á að dæma mig fyrir það, að það er rík í mér sú hvöt sem eðlilegust er öllum mönnum, að sjá sitt eigið barn vaxa og þroskast, — Ef þér alið sljkar tilfinningar hefðuð þér ekki átt að taka við föðurhlutverki gagnvart Jónatan, — Ég er alveg sammála, en það er engin ástæða til þess að vera kvíðinn drengsins vegna. Hann fær nóga umhyggju og athygli frá Davíð hérna. __ Og þar með heldurðu, að þú getir varpað af þér allri ábyrgð, Hann kveikti sér í nýrri siga- rettu. Ég get ekki stungið upp á neinu, sem ákjósanlegra er, sagði hann rólega. Sorrel varð, að bíta á vör sér til þess að stilla sig um að svara honum fullum hálsi, Hún beindi nú athygli sinni^ að Marlene, sem var að tína saman bolla og annað, og nú var sem ljós rynni upp fyrir henni, og hún gæti loks átt- að sig á þeim tengslum, sem voru milli Ruperts og Marlene. Það var engu líkara en Marlena hefði fund- ið á sér hvað hún var að hugsa, því að hún sneri höfðinu I áttina til hennar og horfði á hana. Augu hennar voru stór og sakleysisleg, en drýgindalegt bros sem bar mikilli sjálfsánægju vitni, lék um varir hennar. Hún var ung, en bú- in að ná fullum Iíkamsþroska, reiðubúin til ásta. Mjúkar Iínur, hiti og ögrun í hverju tilliti. Það var ekki erfitt að geta sér til um hver áhrif hún mundi hafa á karl- menn — Diana var fögur og snyrti leg, þegar hún naut sín, en hún stóðst engan samanburð við Mar- lene hvað kynþokka snerti. Mundu ekki ýmsir geta fallið í þá freistni að lofa slíkri þokkadís hverju sem vera skyldi í von um laun — svona kona gæti leitt tilfinningaríkan mann út á hálar brautir. En svo beindust hugsanir henn- ar skyndilega í aðra átt. Hvað gat Rupert grætt á dauða tengdamóð- ur sinnar? Ef hann var í raun og veru hinn seki — og um annan gat ekki verið að ræða, — var það skiljanlegt. Því að ekki var það frú Vane heldur Diana, kona hans, sem var Þrándur í Götu á- forma hans varðandi Marlene. —, Viljið þér meira kaffi, lækn- ir? spurði Marlene hægt, rólega, seiðandi röddu. Margt gat búið jafnvel undir svo einfaldri spurningu. Sorrel langaði til að hlæja hátt. En hún vissi, að það. mundi verða móður- .sýkilegur- hlátur .svo að húa b.æl,di hiður löngunina. Og svo spurði hún sjálfa sig hvort allt, sem var að gerast í kringum hana, væri ekjji í rauninni ímyndun, hugar- burður hennar sjálfrar. Hver dag- urinn mundi líða af öðrum sem áður, stundum mundi rigna og yrðu undirbúnar, þau mundu setj- ast að sama borði — og ekkert válegt gerast. Válegt! Það var eins og hún hnyti um þetta orð, er það koma fram í hugann. Uppi á lofti lá frú Vane úlnliðs- brotin. Það var ekki svo, að ekk- ert hefði gerzt, og válegur atburð- ur gat gerzt þá og pegar. — Ég held, að ég verði að fara upp, sagði hún. Davíð gekk til hennar. —- Ég kem með þér. Mamma vill áfjáð koma og heimsækja Alex Muller. — En hefur hún þrek til þess, sagði Sorrel er þau gengu saman til dyranna. — Hún er mjög þreytt, en ég held, að það sé verra fyrir hana Eruð það þér sem hafið Iqfati drengnum mínum stórri trommu í jólagjöf? ‘SíÍSS tfeta tr t-sx SAMEINAR MARGA KOSTI: FAGURT ÚTUT. ORKU. TRAUSTLEIKA RÓMAOA AKSTURSH/EFNI OG LAGT VEBÐI TÉKHNESHA BIFHEIÐAUMBOÐIÐ VONAWrftitTI 12, SÍMI 37351 SÆNGUR í ýmsum stærðum. — Endur- nýjum gömlu sængumar. _ Eigum dún og fiðurheld ver. Dún- og fiðurhreinsun Húseigendur % á hitaveitusvæði. Er hitareikningurinn óeðlilega hár? Hitna sumir' miðstöðvar- ofnar iila? Ef svo er, þá get ég lagfært það. Þið, sem ætlið að láta mig hreinsa og lagfæra miðstöðvar- kerfið í vor og sumar, hafið samband við mig sem fyrst. Ábyrgist góðan árangur. — Ef verkið ber ekki árangur. þurf- ið þér ekkert að greiða fyrir vinnuna. Baldur Kristiansen pípulagningameistari ■ Njálsgötu 29 — Sími 19131 ?Wntwn ? prentsmlð/a S, gijmnil6tlniplager6 Einholtl 2 - Simi 20960 fc\° SELUR Landbúnaðarjeppi ’55 í úrvals Opel Caravan ’55-‘62. VW ‘55-’62. standi. Herald Standard '60 Rambler station ’57 Mercedes Benz ‘57 gerð 190. SAAB station ‘62 Skoda station ’56 Austin A ’59 Deutz 55-‘59 Lincoln 2ja dyra Hartop Cþevrolet ’53, fallegur bíjl. Opel Capitan ‘56. Chevrolet ‘59, fallegur blll. Citroen ’53. Vijl skipta á Land rover eða Austin Gibsy. Ford Taunus station ’60. Vill skipta.á VW bíl. Opel Record 2ja dyra ’60 Opel Record ’62 má greiðast með fasteignatryggðum bréf- um. Rússajeppi 59. Mosckwitch '55-61. Mercedes Benz ’60 vörublll hálfframbyggður. Volvo 55/ Mercedes Benz ’51. Scania Vabis ’60. Chevrolet ‘53 uppgerður bíll kr. 110 þús. Chevrolet ’46 með sendistöðvar plássi. Verð samkomulag. Gjörið svo vel, skoðið bílana. — Borgartúni 1. — Símar 18085 og 19615 T A R Z A H *X WlLL se IN THAT TKEE 7IKGÓTLV ASOV9 THE TRAr," EXFLAINE7 THE AFG-AIAN. "AN7 YOU WILL - WAIT IN THE JEGP! Ég verð í trénu beint fyrir ofan gildruna, sagði Tarzan, og þið verðið í jeppanum. Þegar ég gef merki, þá kveikið þið á ljósun- um, og látið mig svo um rest- ina. Æsandj þögn ríkti í skóg- inum. Og svo, langt í burtu, heyrðist urr í hlébarða á veið- um. Það fer að líða að því hvísl- aði Tarzan. S f r e f c h kvenhuxur ESSSSS I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.