Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 30. aprfl 1963. Fanfani stjórnar áfram Kristilegi lýðræðisflokkurinn- við forustu Fanfani mun stjórna á- fram með hlutleysi Nenni-jafnaðar- manna. Bráðabirgðaúrslit eru kunn í þingkosningum til ítalska senatsins og eru Kristilegir lýðræðissinnar þar áfram stærsti flokkurinn með 144 þingsæti af 315, en fylgi flokks ins hefir minkað úr 41,2% í 37,2%. Kommúnistar hafa 85 þingsæti, Nenni-jafnaðarmenn 44, jafnaðar- menn (kratar) 13, frjálslyndir (lib Framhald á bls. 6. ...... « VfSIR Vísir kemur ekki út á morgun, 1. maí. Ég varð fyrir mjög sárum vonbrigðum, þegar ég komst að því að brezku sjóliðarnir höfðu flutt John Smith skip- stjóra frá borði á Milwood og yfir í annan togara, sagði Þór- arinn Bjömsson skipherra á Óðni í samtali við Vísi. Þetta kom mér mjög svo á óvart vegna þess að Hunt skipherra á Palliser hafði full komlega viðurkennt rétt okk- ar til að taka togarann og handtaka skipstjórann. Það hafði meira að segja orðið að samkomulagi milli okkar, að öll skipshöfnin af Milwood nema skipstjórinn yrði flutt frá togaranum og áttu okkar menn síðan að fara hið skjót- asta um borð i togarann og taka bæði skipið og skipstjór- ann. En einhver mistök urðu hjá brezku sjóliðunum. Smith skip- stjóri, sem hafði lýst því yfir, að hann ætlaði alls ekki að fara frá borði, heldur sigla skipinu einn út, stökk yfir í bát Palli- sers, er hann lagði frá og var þá fluttur yfir í Juniper. — Ég veit ekki hvað gerðist þarna, sagði Þórarinn Björnsson, en af öllum atvikum og fram- komu Hunt skipstjóra, gruna ég hann ekki um að hafa ætlað að svíkja samkomulag okkar. En hann hefur verið í mjög erf- iðri aðstöðu, því að skipstjór- inn var algerlega óður. Þegar ég hafði síðan samband við Hunt skipstjóra, lét ég 1 ljós við hann vonbrigði og mikla reiði yfir því sem gerzt hafði. Hann gaf mér þá ekki aðra skýr ingu á því sem gerzt hafði nema þessa: — Skipstjórinn var alveg óður, hann hótaði að kasta sér Framhald á bls. 6. Kastaðist upp úr sjúkrabörunum ÍSllHim SHDAR- STOFNAR VAXANDI Jakob Jakobsson fiskifræðlngur kom heim í gærkvöldi, en hann fór utan fyrir rúmri viku til þess að sitja fund Aiþjóðahafrannsóknaráðs ins í Bergen eða fund þeirra manna, sem á vegum ráðsins hafa síldar- rannsóknir með höndum. Fundurinn stóð vikutíma. Auk Jakobs sótti fundinn Egill Jónsson, starfsmaður Fiskideildar, en hann starfar í Bergen um þessar mundir við aldursgreiningu á slld og á- kvarðanir á síldarstofninum eftir hreisturseinkennum. Er verið að samræma starfsaðferðir islenzkra og norskra síldarrannsóknamanna á þessu verksviði. Vísir átti viðtal við dr. Jakob í morgun og spurði hann hvað helzt hefði komið f ljós á fundinum. Kvað hann komið greinilega í ljós, að allt benti til, að norski stofninn hefði minnkað svo, að hann væri nú að hann væri nú aðeins 1/12 þess, sem hann var fyrir 10 ár- um, en sá hlutinn sem eftir er hefur gengið æ meira á Norður- iandsmið. Fyrir 10 árum fór þangað 1/10— 1/5 hluti norska stofnsins, en núna svo til allur. Að því er íslenzku stofnana varð ar, kom í ljós, að þeir hafa aukizt undanfarin ár, enda hefði ekki verið hægt að halda uppi jafnmik- illi veiði og um hefur verið að ræða hin síðari ár, ef svo væri ekki. Vísir spurði dr. Jakob um skoð- anir manna á breytingunum á síld- arstofnunum. Hann kvað nýja ár- ganga ekki hafa bætzt í norska stofninn á 9 undangengnum árum, hryggingarstöðvar hefðu færzt til o. fl. hefði komið fram, svo sem að sovézkir Tannsóknarmenn halda því fram að ein megin orsökin sé hin gífurlega smásíldarveiði Norð- manna, en hún neraur 2—3 millj- ónum hektólítra á ári. Það undarlega atvik skeði hér f Reykjavík í gær, að kona tvislas- aðist á sama stundarfjórðungnum í gær. Þó miklu meir f seinna skipt- ið, en þá var hún í sjúkrabíl á leið f slysavarðstofuna. Þessi atburður skeði rétt um klukkan 1 e. h. í gærdag. Kona að nafni Laufey Sigurjónsdóttir, Árbæjarbletti 60, hafði farið úr strætisvagni á Nóatúni, en þegar hún var nýkomin út úr vagninum fékk hún aðsvif og féll í götuna. Sjúkrabifreið var kvödd á staðinn, var konan takin í sjúkrakörfu og að því búnu var hún flutt áleiðis í slysavarðstofuna. Eins og venjulega þegar slys ber að höndum var sjúkrabifreiðin með kallmerki og rautt ljós, en þrátt fyrir það ók sendibifreið frá Al- þýðubrauðgerðinni á hana á mótum Barónsstígs og Hverfisgötu, og það svo harkalega að Laufey kastaðist upp úr sjúkrakörfunni og skarst um leið á höfði, auk þess sem hún mun hafa fengið snert af heila- Framhald á bls. 6. Innbrotsþjéfur tekinn I fyrrinótt handtók lögreglan inn brotsþjóf fyrir utan sælgætisverzl- unina á Leifsgötu 4, en þar hafði hann brotizt inn og var nýkominn út aftur þegar lögreglan tók hann. Fólk í húsinu hafði vaknað við rúðubrot um nóttina og gerði lög- reglunni aðvart. Þegar hún kom á staðinn, var ungur piltur, mjög drukkinn, fyrir utan húsið og hafði þá birgt sig upp með vindla, súkku lað,i konfekt og opal. Þetta var utanbæjarmaður, sem ekki hefur komið við sögu hjá lög- reglunni fyrr. Kvaðst hann hafa verið svo dauðadrukkinn, að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað hann gerði. Um helgina var og peninga- þjófnaður kærður í heimahúsi. Sátu tveir menn að drykkju, en þegar húsráðandi var einn orðinn eftir og gesturinn farinn, veitti hann því athygli að horfnar voru 5 þúsund krónur I peningum. Kærði hann þá stuldinn til lög- reglunnar og kvaðst hafa gest sinn gpunaðan, en til hans hafði enn ekki náðst í morgun. Hitaveita / stærsta áfang- ann, HA GANA, að hefjast Á næstunni verður byrjað á stærsta áfanga þeirra miklu hitaveitu- framkvæmda, sem nú standa yfir. Er það hita- veita í Hagahverfið og er ætlunin að hitaveitu- framkvæmdunum verði lokið í miklum hluta hverfisins fyrir 1. nóvem ber en þeim verði öllum lokið fyrir 1. ágúst á næsta ári. Hverfi þau, sem hér eiga að fá hitaveitu, eru afmörkuð af þessum götum: Suðurgötu, Nes- vegi, Kaplaskjólsvegi, Ægisíðu, Shellvegi og aftur á Suðurgötu. Á þessu svæði eru nú um 260 hús og er það nærri helm- ingi fleiri hús en á næststærsta áfanganum. — Kostnaðarverð hafði verið áætlað um 20 millj. Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.