Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 10
10 ewsassi VÍSIR . Þriðjudagur 30. apríl 1963. Greinargerð frá ,16 mm filman Eftirfarandi greinargerð hefur blaðinu borizt frá forstjóra „16 mm filman". Vegna auglýsinga okkar, sem undanfarið hafa birzt í dagblaðinu Vfsi, þar sem auglýst hefur verið eftir stúlkum til kvikmyndastarfa, og að gefnum tveim tilfellum, vill 16 m.. filman taka fram eftirfar- andi: Sá furðulegi misskilningur virð- ist vera nokkuð almennur, að ver- ið sé að auglýsa fyrst og fremst eftir fyrirsætum og sýningarstúlk- um — annað komi ekki til greina. Þetta sýnir vanþekkingu á því hvað það er sem kvikmyndafélög almennt sækjast eftir, og bendlar jafnframt 16 mm. filmuna við eitt hvert auglýsingafyrirtæki, sem 16 mm. filman er lítt hrifin af. Komi það til að 16 mm. filman taki að sér gerð auglýsingakvikmynda fyr ir aðra aðila, kemur slíkt ekki til greina fyrr en grundvöllur fyrir almennum rekstri félagsins hefur áunnizt, og hvenær slíkt takmark næst er ótímabært að ræða um. Viðkomandi er því bent á að snúa sér til fyrirtækja þeirra og stofn- ana, sem með slíka starfsemi hafa að gera. Varðandi hið svokallaða „Model Release", sem þær stúlkur hafa fengið í hendur, sem valdar hafa verið til að taka reynslumyndir af, er þetta að segja: Reynslukvik- myndir teknar af, segjum 20—30 stúlkum sem valdar eru, kosta slikt óhemju fé, að slíkt kemur ekki til greina í þessu tilfelli. Það ráð var því tekið, sem ekki er full- nægjandi, að taka af viðkomandi stúlkum venjulegar reynsluljós- myndir, og jafnframt notazt við það plagg sem atvinnuljósmyndar- ar, félög, fyrirtæki og stofnanir, hvar sem er í heiminum þekkja vel, og telja ómissandi, svo fram- arlega sem þau ekki vilja eiga á hættu kærur frá viðkomandi aðil- um fyrir birtingu á myndum sem ekki hefur fengizt fullt leyfi fyrir. Nægir að vísa til almennra laga sem ríkjandi eru víðs vegar um heim, og fjalla um persónuréttindi einstaklinga. Ekki var talin ástæða til að breyta viðkomandi „Model Release“, þótt fyrst og fremst hafi verið leitað eftir leyfi umsækjanda (foreldra eða forráðamanna ef um- sækjandi var undir 21 árs aldri), til að sækja um viðkomandi störf, ásamt samþykki fyrir því að tekn- ar væru reynslukvikmyndir af um- sækjanda, enda hefði öllum átt að vera það ljóst að sala, leiga o. s. frv. á slíkum reynslumyndum kem ur ekki til greina, og 16 mm. film- an ekki kunnugt um að slíkt tíðk- Ljóðvængir Gretar Fells: Ljóðvængir, ljóð og stökur. Skuggsjá gefur út, Prentsm. Guðmundar Jóhanns sonar. Látlaus bók, einkar skemmti- leg að öllum frágangi, leynir á sér við lestur, 64 blaðslður að stærð. Það er aðall góðra ljóða, að kalla fram myndir og hljóma, Ieysa úr læðingi endurminning- ar og drauma, sem fallnir eru í fölskva. Þannig fór mér er ég hóf lestur þessarar skemmtilegu bókar, það var líkt og ljóðstaf- irnir töluðu til mín, þrungnir dulúð og mannkærleika, ég skynjaði að ljóðin voru eintal sálarinnar, samband skáldsins við gyðju orðlistarinnar. Hugs- un og formi þjappað saman, stundum á áhrifaríkan hátt. T. d. f smákvæðinu „Ljóð": Ljóð er tilfinning lífi þrungin, Söngur hjartans á svanavængjum. -— Ljóð er hugsun í litklæðum. Ennfremur síðasta vísan í fyrsta kvæði bókarinnar: „Blaka ég ljóðvængjum". „Moldin er sterk og margt sem bindur. — Viskunni er varnað máls. Blaka ég ljóðvængjum. Bresta hlekkir jarðar- og ég er frjáls!‘ Gretar Fells kveður hástemd ljóð, „í blásölum drauma“ „Álfa blómið" og draumsýn, einnig um ástina, engil þagnarinnar og stórar stundir. Það er hans yndi að fara mjúkum og græðandi höndum um hlutskinti hinna ó- lánsömu, og önnur mannfélags- mein. T. d. í kvæðinu „Svarti fuglinn". Stundum er hann nokk ' uð stirðkveður, það hriktir í ( hugsununum, í viðureigninni við i formið, sjá: „Á sálarþingi“ „Gjaf . ir" og kvæðinu sem mátti ekki heita neitt. Þar er hugsuðurinn I að verki— fræðarinn, sem vill | leysa gátur lífsins. ' Fjórðungur bókarinnar eru ’ tækifæriskvæði, mörg í hefð- bundnum stíl. Mest þeirra er ( kvæðið „Á íslandsmiðum“, það | er ort í tilefni mikils sjóslyss. Eitt þýtt ljóð er í bókinni' „Hamingjan" eftir Heine, einnig ( nokkur ádeiluljóð, mjög svo í | hóf stillt. Mætti kvæðið „Dóm- harka“ mörgum gagnrýnanda að 1 kenningu verða. „Þú metur það lítils, sem mikils er vert; öll mistök þú ýkir og stækkar, og raunalegt er það, hve rætinn þúert og risið á sjálfum þér lækkar". í stuttu máli, „Ljóðvængir"' er fjölþætt bók og myndáuðug,' bætir drjúgum við skáldheiður, I ár áður hefur gefið þjóðinni sí-1 gildar ljóð-perlur. T. d. „Heiðin, há“ og „Fjallið eina“, þau eru' sungin við hin fögru lög Sig- valda Kaldalóns. Það er út I hött, að vera að sífra um afturför í íjóðlist hér á ’ landi, á hverju ári koma fram ‘ bækur góðskálda, sumar þeirra ( eru all stórvirk, Ijóðformið er j margbreytilegt, og nýstárlegt, rétt I samræmi við tíðarandann.' Hitt getur engum dulizt aðmarg ( ir yrkja vel, og ágætlega, á | margvíslegri háttum en áður,. hitt er annað mál að æskufólkið þyrfti að stunda Ijóðlestur, og ( ræða um ljóð, meir en nú tíðk ( ast. Guðmundur Einarsson frá Miðdal. ist hjá erlendum kvikmyndafélög- um. Reynslumyndir sem teknar eru af einstaklingum eru flestar svip- aðar hjá Ijósmyndurum og háðar einföldum reglum, og er I þessu tilfelli stuðzt við reynslupróf eins af kennurum New York Institute of Photography, Lewis Tulchin, sem jafnframt er álitinn einn af beztu og listrænustu ljósmyndur- um, sem Bandaríkjamenn eiga. Slík próf ljósmyndara eru I flest- um tilfellum miðuð við fyrirsætur, og þar sem ekki er um slíkt að ræða I þessu tilfelli, er einungis tekið úr prófinu það nauðsynleg- asta. Um nauðsyn á slíkum reynslumyndum þarf ekki að ræða. Það ætti öllum að vera ljóst, og þá ekki sízt fyrir kvikmynda- tökur þar sem áhættan er marg- föld á við ljósmyndunarstörf. Um starfsemi 16 mm. filman er þetta að segja: Þótt fræðslukvik- mynd sú um heita vatnið, sem verið er að gera, sé gerð sam- kvæmt tilmælum eins stærsta fréttakvikmyndahrings veraldar, „Movietonenews“, þá er sú kvik- mynd gerð á ábyrgð 16 mm. film- unnar, þar sem hér er um fyrstu kvikmynd félagsins að ræða, ef undanskildir eru stuttar frétta- myndir, og engin reynsla fengin fyrir því hvað 16 mm. filmunni er fært að gera. Áður en séð er fram á slíkt, verður ekki um neinn at- vinnurekstur að ræða. 16 mm. film an er á þessu stigi fyrst og fremst tilraun, eða vísir að Islenzku kvik- myndafélagi, sem hefur þá trú, og I rauninni efast ekki um, að íslenzk kvikmyndagerð eigi framtíð fyrir sér. Reykjavík, 23. apríl. 16 mm. FILMAN Stefán Guðni Ásbjörnsson. Framh. af síðu 4 langmestu leyti í einkaeign. En þéttbýlið og fólksfjölgunin hins vegar svo mikið að það verður með hverju árinu erfiðara að komast nokkurs staðar að til veiða. Hvergi neinn blett eða smugu að finna þar sem fólk getur verið í friði og ró. Veiði- réttindi eru líka hvarvetna seld dýru verði, einkum laxveiðirétt- indi. Það er auðveldara að kom- aat í silungaveiðar og um leið ódýrara. Hins vegar þykir mér rétt að taka fram að útlendingar líta allt öðrum augum á silungsveið- ar heldur en við íslendingar gerum. Þeir telja þær miklu göfugri íþrótt heldur en hér er almennt gert. — Virtist þér mikill áhugi meðal erlendra manna að kom- ast I veiðiár og vötn á íslandi? — Sannleikurinn var sá að fæstir vissu nokkurn hlut um ísland, ef þeir vissu þá að það var til. Það rigndi yfir mig hinum fáránlegustu spurningum og þegar ég reyndi að svara þeim eftir beztu vitund og samvizku held ég að þeir hafi ekki trúað mér. Hins vegar þeir fáu sem til íslands höfðu komið gátu ekki lýst ánægju sinni og hrifningu nógsamlega. Og ég er illa svikinn ef sumir þeirra eiga ekki eftir að gera mikið fyrir okkur, því a. m. k. sumir þeirra mega sín mikils og eru I áhrifaaðstöðu. — Hefurðu tekið fleiri ár og vötn á leigu heldur en Vatns- dalsá og Reyðarvatn? — Ég vil ekki neita þvl að ég hef fleira I huga, en þar sem það er ekki endanlega ákveðið ennþá er of snemmt að skýra frá því. ma Rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll fyrir að- 'ns kr. 140 þúsund. - Kynnizt kosturr FORD bílanna. UMBOÐIÐ SÍMAR 22469 - 22470 HREINSUM VEL HREINSUM FLJÓTT Hreinsum allan fatnað — Sækjum - Sendum EFNALAUGIN LINDIN HF Hatnarstræti 18 SkúlaJCtu51 Simt 18820. Simi 18825. II fólk Frá Hollywood: — Ó, elsk- an, sagði ein kvikmynda- stjarnan við aðra, þú getur ekki trúað hve leiðinlegt mér finnst, að geta ekki verið við brúðkaupið þitt á föstudaginn, en ég lofa þér hér með að ég skal vera við það næsta. Það er dálítið erfitt að setja fyrrverandi helmsmeistarann í þungavigt, Ingemar Johans- son í samband við þessa mynd. En samt sem áður er þetta hann, og hér er hann hvorki að berjast við Patter- 111 - son né Brian London, heldur er hann að gæla við nýfædd- an son sinn. Þessi ógnvekjandi Svíi er svo nærgætinn og blíður á svjp að tárin koma jafnvel fram í augun á hinum hörð- ustu boxurum þegar þeir sjá myndina af pabbanum og syn- i inum. Ef einhver vorslappleiki er farinn að gera vart við sig hjá ykkur skuluð þið bara heyra hvað hann Maurice Chevalier, sem nú er 73 ára, ætlar að gera það sem eftir er af árinu 1963. Á dagskrá eru: Tvö kvikmyndahlutverk í Hollywood og eitt í Frakk- landi — 32 one-man-show í bandaríska sjónvarpið — fjög- urra vikna leikför um USA — eins mánaðar samningur við Théatre des Champs-Élysées í París — og þriggja vikna gestaleikur i London. t. En Maurice segist geta smeygt smástörfum inn á milli ef á þarf að halda. , gaa>.:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.