Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 30. aprfl 1963. 9 X-. Gestir í Sundlaugum Reykjavíkur á síðast- liðnu ári voru um hundr að sextíu og fimm þús- und, ungir og gamlir. Sumir komu til að læra sund, aðrir til að leika sér, enn aðrir sér til hressingar og loks er til hópur manna, sem trúir því statt og stöðugt að Sundlaugar Reykjavíkur séu öðrum heilsulindum betri. Fleiri dýrka „Laug amar“, en með annað í huga. Um 150 karlar og konur eru þar daglegir morgungestir. Þetta fólk getur tæplega hugsað sér að byrja vinnudag- inn án þess að hafa feng- ið sér dýfu I báðum laug unum, farið um böðin og þá ekki sízt náttúr- legasta baðið af þeim I slöppunar, hvort farið er bæði í heita og fskalda sturtu eftir sundið- og hvort menn þurrka sér inni eða úti. Það er ómögu- legt fyrir þann, sem kemur þangað á morgnanna fyrir vinnutíma til að hressa líkama og sál, og búa hvort tveggja undir vinnudaginn, að njóta þess fyllilega, sem þær hafa upp á að bjóða, nema ganga í gegnum það allt saman. Sama gildir raunar um alla, sem þangað koma. ‘p'yrst er að þvo sér hátt og 1 lágt í inniböðunum. Þaðan er gengið út og byrjað með þvf að synda f köldu lauginni, nokkrar ferðir eftir þvf sem tími og kraftar leyfa. Upp úr köldu lauginni á aðeins að fara til þess eins að stíga f heitu laugina, mýkja vöðvana og slaka á huganum. Eftir hæfi- legan tíma, sjaldnast lengur en hálftfma, liggur leiðin f heitu sturturnar. Þar skola menn af sér laugavatnið dágóða stund, en úr því kemur ískalda sturt- an til sögunnar. Hún er nauð- synleg til að herða menn upp á nýjan leik, eftir mókið í öll- um hitanum. Eftir tíu mínútur í loftbaði, í sólskýlinu, þar sem menn jafnframt þurrka sig, eru menn reiðubúnir til að klæða sig. Og nokkrum mínútum síð- ar eru Sundlaugadymar að baki manns, sem er eins og ný- sleginn túskildingur, hressari og hraustari en hann var í gær. Eflaust trúir því enginn fyrr en hann hefur tekið á því hversu nauðsynlegt það er að ganga í gegnum þetta allt sam- an — ísköldu sturturnar líka — til að ekkert á vanti. Það er líf og fjör f „Laugunum“. Fjöldi manna sækir laugarnar reglulega eftir • vinnutíma, t d. klukkan fimm til sjö. En óhætt er að fullyrða að morguntíminn sé rólegasti og kannski þar af leiðandi bezti tíminn. Um hálf níu á morgnanna hefst sund- kennsla, stendur fram til klukkan fimm. Á þeim tíma og allt þar til er lokað er stöðugur straumur af gestum, fólk á öll- Fjórir skólar senda börn sín f Sundlaugar Reykjavíkur til sundnáms, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Laugames- skóli og Vogaskóli. Einnig efna Sundlaugarnar sjálfar til sund- námskeiðs fyrir börn í maí- mánuði. Skýringuna á hinni miklu aðsókn í Sundlaugar Reykjavíkur er því ekki sízt að leita meðal skólabarna. öllum, Ioftbaðið í sólskýl inu. Við skulum líta þangað inn karlamegin. Gundlaugarnar opna snemma ^ morguns, eða klukkan hálf átta. Lögregluþjónar hafa lengi verið manna fyrstir í laugina. Heilu vaktirnar koma saman í lögreglubíl, og um það leyti sem aðrir gestir týnast inn í „almenninginn“ má búast við röð af lögreglubúningum á snögum þar. „Almenningurinn" er salur- inn þar sem menn afklæðast, skilja menn fötin þar eftir eða skila þeim f fatageymsluna á leiðinni f fyrstu böðin. Gest- imir eiga þess einnig kost að nota einkaklefa, án þess að greiða aukalega fyrir þá. „Bak við tjöldin“ er lftið herbergi inn af fatageymslu kvenna, upp- haflega ætlað sem kaffistofa starfsfólksins. Þar hafa nokkrir elztu fatagestir Sundlauganna fengið inni. Þeir, sem njóta þessarra „frfðinda" eru í gamni kallaðir „baktjaldamenn- irnir“, og í þeirra hópi eru ýmsir af þekktustu borgurum Reykjavíkur, sem stundað hafa laugarnar daglega svo árum skiftir. Tjað er ekki sama hvernig “ „farið er í laugarnar". Það er ekki nóg að þvo sér, stinga sér f laugina, synda og fara svo upp úr. Það skiptir miklu máli hvort farið er í báðar laugarn- ar, hvort heita laugin er notuð rétt, nefnilega til hvíldar og af- Þessu má lfkja við trúarat- höfn, sem missir gildi sitt, ef einhverjar helgaðar venjur eru ekki virtar og þeim sleppt úr athöfninni. /~Kg til eru þeir menn, sem J ekki vilja fyrir nokkurn mun, missa af morgunferð í „Laugamar" á vinnudegi, frem- ur en heittrúaður maður af kirkjuferð. Forstjóra Sundlaug- anná, Ragnari Steingrímssyni, telst til að fastir morgungestir: séu um 150, langflestir koma fyrir byrjun vinnutfma, frá hálf átta til tfu. Allflestir í þessum hópi hafa sótt „Laugarnar" f fjölda mörg ár. Meðal þeirra em „baktjaldamennimir". í þeim hópi má nefna hæstarétt- arlögmennina Einar Baldvin Guðmundsson og félaga hans Guðmund Pétursson, læknana Óla Hjaltested, Stefán Ólafs- son og Jóhannes Björnsson, Otto Guðmundsson, málara, Gunnar Guðjónsson, forstjóra, Björgvin f Vaðnesi, Jónas Thoroddsen og ótal fleiri góð- kunna borgara. Forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson, er eins og alkunnugt er meðal þeirra, sem lengst hafa sótt Sundlaug- arnar, en hann er ekki í hópi þeirra „baktjaldamanna". Brezkur blaðamaður sem fór með forsetanum í Laugarnar eldsnemma einn morguninn. hafði það eftir honum að reglu- bundin laugarsókn væri hverj- um manni trygging fyrir því að fá ekki gigt í skrokkinn. um aldri. Þótt hávaðinn og ærslin f unglingunum, sem sækja laugarnar mesta anna- tímann, fari kannski f taugarn- ar á rólegra og yfirvegaðra fólki, em lætin engu að síður ómissandi í laugarlífinu. Og því má bæta við að kannski eru „Laugarnar“ fyrst og fremst fyrir börn og unglinga. Að minnsta kosti eru þau lang- stærsti hópurinn í „Laugunum". Ymsir álitu að aðsókn að Sundlaugunum mundi á- þreifanlega minnka, einkum aðsókn fastagesta, þegar hin glæsilega Sundlaug Vesturbæj- ar var opnuð. Hún er óneitan- Iega nýtízkuleg með bogadregn- um línum, mosaik á bökkum og göngum og harðviði innan- húss. Raunin varð samt ðnnur. Langflestir héldu tryggð við hlöðnu laugina, fjalirnar og bárujámsskýlið. Jafnvel kon- uraar. Tjær eru margar, sem sækja „Laugarnar" ekki síður vel en karlmennirnir. Frú Guðrún Laxdal Figved, sem býr á Sund- laugaveginum, örskammt frá „Laugunum" skreppur gjaman í sundbol og slopp yfir götuna. Á sama hátt mæta nokkrir ná- grannar „Lauganna" í hópi karlmanna, aðeins f sundskýlu og slopp. ITflaust jafnast þetta á við að hafa eigin sundlaug f garð- inum hjá sér. Segja má þó að „Laugarnar" hafi eitt umfram einkasundlaug. í Sundlaugunum hitta menn gjaman kunningja sfna, fá tækifæri til að spjalla við þá, í heitu lauginni. Sam- töl eiga ekki að fara fram ann- ars staðar, ef vel á að vera. Fleiri almenna kosti mætti telja upp, en þeir eru margir þess eðlis, að menn verða að reyna gæði þeirra sjálfir. C- hætt er að fullyrða að enginn er svikinn eftir ferð f Sund- Iaugar Reykjavfkur. Sex mílna landhelgi ákveðin í Bretlandi Yfirlýssng stjórnarinnar fyrir 1. júní T‘,n fastagestir lauganna eruj * fleiri en morgungestirnir.' Bretar hafa ákveðið að taka upp sex mílna fiskveiðilandhelgi. Skýrir brezka fiskveiðitfmaritið Fishing News frá því, að það sé aðeins tímaspursmál hvenær rík- isstjórnin gefi út tilkynningu um það. Er búizt við að hún verði gefin út f lok maí. Christopher Soames ráðherra er !nú að undirbúa útgáfu yfirlýsing- ar stjórnariimar um þetta mál og hefur hann sett sér það tímamark, að hún verði gefin út fyrir 1. júní. Fiskimenn á minni bátum við strendur Englands hafa lagt mjög ríka áherzlu á það að brezka fisk- veiðilandhelgin væri stækkuð. Þeir hafa orðið fyrir tjóni og erfiðleik- um vegna ásóknar erlendra fiski- manna á veiðisvæðin og hafa kraf- izt þessara breytlnga sem sann- gimisatriðis eftir að fiskveiðilög- saga flestra annarra ríkja hefur verið víkkuð. Þeir hafa styrkt samtök sín í baráttunni fyrir stækkun og haldið uppi látlausri herferð meðal þing- manna og stjórnarinnar að fá úr- bætur og hefur það nú orðið úr, að stjórnin sér sér ekki annað fært en að stækka landhelgina. Fiski- mennirnir höfðu krafizt 12 mflna landhelgi og er enn rikjandi óá- nægja meðal þeirra yfir því, að stjórnin skuli ekki hafa séð sér fært að taka meira en 6 mflna landhelgi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.