Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 6
6
V í SIR . ÞriBjudagur 30. aprfl 1963.
Hitaveita —
Framhald af bls. 16.
króna, bæði efni og vinna.
Fyrir nokkru var leitað til-
boða í þessa hitaveitulagningu
og komu fram þrjú tilboð. —
Lægsta tilboðið var frá Verk
h.f., 10 millj. 768 þús., þá tilboð
frá Almenna byþgingafélaginu,
12 millj. 808 þús., og loks frá
Véltækni h.f., 14 millj. 91 þús.
kr. öll þessi fyrirtæki hafa áð-
ur unnið að lagningu hitaveitu
og hlotið reynslu f verkinu.
1 skilmálum er gert ráð fyrir
því, að Iagnir í götur og heim-
æðar verði lokið fyrir 1. nóv.
n.k. f eftirtalin hverfi: Fornhaga,
Hjarðarhaga, Nesveg, Ægissiðu
vestan Fornhaga, Einimel, Haga-
mel og Kaplaskjólsveg, en öllu
verkinu á að vera lokið 1. ág.
1964. Framkvæmdir eiga að hefj
ast strax og samningar um verk
ið hafa verið undirritaðir.
Hunt —
Framhald af bls. 16.
f sjóinn. Hugsanlegt er að hér
eigi hann við, að skipstjórinn
hafi ætlað að. kasta sér f sjóinn,
ef hann fengi ekki eins og hinir
af áhöfninni að koma um borð
í brezka léttabátinn.
— Ég get ekki trúað þvf, að
Hunt skipstjóri hafi ætlað að
svfkja samkomulag okkar, sagði
Þórarinn skipherra, vegna fram
komu hans allan daginn. Á
sunnudagsmorguninn kom Hunt
skipstjóri fyrst yfir f varðskipið
og voru sýndar mælingar varð-
skipanna. Segir Þórarinn Björns
son, að þær mælingar séu alger-
lega ótvíræðar. Staða togarans
var mæld í radar og tekin mið-
un f Skarðsfjöruvita, Fossgnúp
og Lómagnúp. Hunt skipherra
lét þegar f ljós það álit, að ís-
lendingar hefðu að alþjóðalögum
fullkominn rétt til að taka tog-
arann og skipstjórann.
Síðan fór Hunt skipherra yfir
í togarann og var þar f marga
klukkutíma að tala við skip-
stjórann, þjarka við hann og
sýna honum fram á, að hann
yrði að gefa sig. Radiósfmtöl
fóru fram milli togarans og Eng
lands, þar sem allir lögðust á
sömu sveif að fyrirskipa skip-
stjóranum að gefa sig og sann-
færa hann um, að hann yrði að
láta flytja sig til Reykjavíkur.
Þarna dró enginn f efa rétt ís-
lendinga.
Um kl. 2 á sunnudag kom
Hunt skipherra frá togaranum
yfir í Óðin. Lýsti hann þvi enn
yfir, að íslendingar hefðu full-
an rétt til að taka togarann og
skipstjórann. Vandinn væri að-
eins sá, að skipstjórinn væri óð-
ur og ómögulegt að segja upp
á hverju hann kynni að taka.
Lagði Hunt skipherra nú ráðin
á hvernig ætti að fara að því
að láta íslenzku varðskipsmenn-
ina ná togaranum og skipstjór-
anum á sitt vald.
Þannig var mál með vexti, að
útgerðarstjórnin í Aberdeen
hafði bent Smith skipstjóra á
að hann mætti ekki leggja skips
höfnina f hættu með framkomu
sinni. Þá lýsti Smith skipstjóri
því yfir, að það væri bezt að
öil áhöfnin færi úr togaranum
nema hann. Hann ætlaði einn að
stýra skipinu til Englands, en
stjórntæki vélarinnar eru öll í
brúnni.
Nú vildi Hunt skipherra, að á
þetta væri fallizt, svo unnt væri
að koma skipstjórn f hendur Is-
lendinga. Myndu sjóliðar af
Palliser flytja alla áhöfn togar-
ans nema skipstjórann frá borði
og skyldu Óðins menn þá vera
reiðubúnir með gúmmfbát til að
fara yfir f Milwood og taka
bæði togara og skipstjórann.
Ætlunin var að láta nokkra sjó
liða frá Palliser vera um borð
f Milwood til þess að koma í
veg fyrir að Smith skipstjóri
gæti siglt af stað áður en ís-
lendingarnir væru komnir um
borð.
Síðan skyldi þetta framkvæmt
og rétt í sama mund og bátur
Pailisers fiutti skipshöfn togar-
ans frá borði, hröðuðu varðskips
menn sér á gúmmfbát yfir að
togaranum. En þeir komu að
tómum kofanum. Skipstjórinn
hafði þá líka stokkið um borð
í brezka bátinn.
Fréttamaður Vfsis bað Þórarin
þá um að skýra það hvers vegna
brezki báturinn hefði flutt skip-
stjórann yfir um borð f hinn
brezka togarann. Kvaðst hann
hafa fengið skýringu á þessu
hjá Hunt skipherra sfðar. Ætlun
Hunts með þessu hefði verið sú,
að hann hefði álitið Smith skip-
stjóra óviðráðanlegan vegna æð-
is hans og hefði tilgangurinn ver
ið sá, að láta hinn togarann
flytja Smith skipstjóra til fs-
lenkrar hafnar. En hægt hefði
verið að fá útgerðarstjórn þess
togara til að gefa fyrirmæli þess
efnis til skipstjóra Junipers.
Fer ekki til
Stokkhólms
U Thant frkvstj. Sameinuðu þjóð-
anna heflr hætt við Stokkhólms-
ferð sína, en þar ætlaði hann að
flytja ræðu á morgun 1. maí við
hátfðahöld jafnaðarmanna.
Segir f tilkynningunni um þetta
frá vettvangi S.Þ., að U Thant sjái
sér ekki fært að fara vegna anna,
en almennt er litið svo á, að or-
sökin sé deila hægrimanna og jafn-
aðarmanna f Svfþjóð, sprottin af
gremju hægrimanna út af ákvörð-
uninni um að bjóða U Thant til
Stokkhólms ofangreinds erindis.
Skipstjórinn
l-ramnalo it nls 1
stjórnarvalda um að skipstjórinn
yrði þegar í stað framseldur í
hendur fslenzkra yfirvalda.
Er þess nú beðið að brezk
stjórnarvöld svari mótmælum ís-
lenzku rfkisstjórnarinnar, sem
borin voru fram i morgun, og
kröfu hennar um það að skip-
stjórinn verði tafarlaust fram-
seldur.
Fanfani —
Framhald af bls. 16.
eralir) 19, nýfastistar 16, konungs
sinnar 2, suður-tyrolski þjóðflokk-
urinn 1 og sambandsflokkurinn í
Aosta-dalnum 1.
Kommúnistar hafa bætt við sig
26 þingsætum, Liberalar 15, Nenni
jafnaðarmenn 9 og konungsinnar
8, jafnaðarmenn 8, en konungssinn
ar töpuðu 5 þingsætum.
Hasfaðist —
Framhald af bls. 16.
hristingi, en sjúkrakarfan, sem hún
var í, dældaðist öll við höggið. Að
lokinni skoðun í slysavarðstofunni
var Laufey flutt í Landakotsspftala.
1 sjúkrabifreiðinni var önnur
kona sem farþegi, Kristbjörg Magn-
úsdóttir, Höfðaborg 48. Hún hafði
ætlað sér að fylgja Laufeyju af
slysstaðnum á Nóatúni í slysavarð-
stofuna. Við áreksturinn marðist
Kristbjörg á fæti.
Báðar bifreiðarnar' voru mikið
skemmdar, einkum þó sjúkrabif-
reiðin, sem er mjög illa farin og al-
geiiega óökuhæf. SendiferðabíUinn
er lika talsvert skemmdur, en samt
minna.
Annað alvarlegt umferðarslys
Stjómmálayfírlýsingin
Framhald af bls. 1.
bilsins. Sett hafa verið lög um
ríkisábyrgð og Ríkisábyrgðar-
sjóð til öryggis og hagræðis.
Sett hafa verið ný skatta- og
tollalög, — tollar og skattar
stórlækkaðir almenningi og at-
vinnurekstri til hagsbóta.
Bætur almannatrygginga hafa
nær fjórfaldazt á kjörtímabilinu
og þar með styrkt afkoma
þeirra, sem búa við erfiðust
kjör.
Réttaröryggi hefir verið treyst
með löggjöf um saksóknara rík-
isins, ný Iög sett um lögreglu-
menn og ýmsar aðrar réttarbæt-
ur lögfestar.
Um menningarmál hefir verið
sett fjölþætt löggjöf, sem mið-
ar að auknum stuðningi við
vísindi og listir meiri og hagnýt
ari fræðslu og betri aðbúnaði
skóla og annarra menntastofn-
ana.
12 milna landhelgi hefir verið
tryggð, grunnlínur færðar út til
mikilla hagsbóta og ófriðar-
ástandi á fiskimiðunum létt af.
Meginatvinnuvegir þjóðarinn-
ar hafa verið efldir með löggjöf
um stofnlánasjóði og viðskipta-
frelsi. Sett hafa verið lög um
eflingu Iðnlánasjóðs og Stofn-
lánadeild sjávarútvegsins opnuð
að nýju. Fiskvciðasjóði hefir
verið gert kleift að standa und-
ir stórfelldari stækkun fiski-
skipaflotans en nokkru sinni
fyrr. Miklu fé hefur verið varið
til uppbyggingar í síldar- og
fiskiðnaði. Sett hafa verið ný
lög um Stofnlánadeild landbún-
aðarins. Hafinn he^ir verið iind-
irbúningur að nauðsynlegri efl-
ingu Veðdeildar Búhaðarbank-
ans, svo að hún verði fær um
að greiða fyrir jarðakaupum og
aðstoða frumbýlinga. Bændum
hefir nú verið tryggt umsamið
verð fyrir framleiðsluna. öruggt
er, að 10 ára áætluninni um
rafvæðingu landsins verður lok-
ið á tilsettum tíma.
Húsnæðismálalöggjöfin hefir
verið endurbætt og mjög aukið
lánsfé til íbúðabygginga. Sett
hafa verið ný lög um byggingu
verkamannabústaða, lánveiting-
ar hækkaðar með auknu frarn-
lagi ríkissjóðs og sveitarfélaga
til Byggingarsjóðs verkamanna.
1 alþingiskosningunum 9. júni
velur þjóðin um það, hvort á-
fram skuli stjórnað f anda við-
reisnar — eða hvort við tekur
upplausn og stjórnleysi.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks
ins telur þjóðarnauðsyn, að við-
reisnarstarfinu verði haldið á-
fram og eru eftirfarandi atriði
veigamest:
1) Uppbygging atvinnulífsins
í samræmi við framkvæmdaá-
ætlun ríkisstjórnarinnar, enda
verði gætt jafnvægis í fram-
kvæmdum um gjörvallt land.
2) Efling lánastofnana höfuð-
atvinnuveganna til stuðnings
starfandi atvinnufyrirtækjum og
til þess að greiða fyrir stofnun
nýrra fyrirtækja, þannig að at-
vinnurekstur einstaklinga og fé-
laga bæti þjóðarhag sem mest.
3) Aukin fjölbreytni atvinnu-
lífsins til að skapa öryggi um
afkomu þjóðarinnar. Haldið sé
áfram undirbúningi nýrrar stór-
iðju í landinu.
4) Hagnýting fullkomnustu nú
tímatækni í öllu atvinnulífi
landsmanna og efling vísinda-
og rannsóknarstarfsemi f þágu
atvinnuveganna í samvinnu við
samtök þeirra. .
5) Áframhaldandi hagræðing
í ríkisbúskapnum og afgreiðsla
hallalausra fjárlaga og sam-
ræmd fjármálastjórn ríkissjóðs
og yfirstjórn peningamála.
6) Aukning verðmæta þjóðar-
framleiðslunnar samfara aukinni
framleiðni, þannig að hagræð-
ing og bættir stjórnarhættir í
atvinnurekstri tryggi, að almenn
ingur fái í vaxandi mæli varan-
Iegar kjarabætur og styttan
vinnutíma vegna bættrar nýting
ar vinnuafls, efnivöru og ann-
arra framleiðsluþátta.
7) Endurskoðun laga um stétt
arfélög og vinnudeilur í því
skyni að tryggja lýðræðislega
stjórnarhætti í launþegasamtök-
um og efla vinnufrið.
Undirbúningur hagstofunnar
fyrir aðila vinnumarkaðsins og
máiefnasamninga um sameigin-
lega hagsmuni vinnuveitenda og
launþega.
8) Ráðstafanir gegn dýrtíð og
verðbólgu. Hindrun pólitískrar
misnotkunar almannasamtaka
og skemmdarstarfsemi gegn lög
legum ráðstöfunum Alþingis og
ríkisstjórnar.
9) Áð starfsemi vel undirbú-
inna almenningshlutafélaga geti
hafizt hér á Iandi, og unnið
verði að framkvæmd hlutdeild-
ar- og arðskiptifyrirkomulags í
atvinnurekstri.
10) Alhliða samgöngubætur til
eflingar atvinnu- og félagslffi í
öllum landshlutum og fram-
kvæmd nauðsynlegra hafnar-
gerða, til þess að tryggja sívax-
andi skipastól viðunandi að-
stöðu.
11) Rafvæðing um land allt
og hagnýting jarðhita, svo að
landsmenn geti sem fyrst notið
þessara orkulinda tii fjölbreytt-
ara atvinnulífs og aukinna lífs-
þæginda, enda verði stefnt að
því, að allir landsmenn fái raf-
magn eigi síðar en árið 1970.
12) Aukinn stuðningur við
ræktun landsins með setningu
nýrra jarðræktarlaga. Efling
sandgræðslu og skógræktar.
13) Framkvæmd einróma á-
lyktunar Alþingis frá 5. maí
1959 varðandi útfærslu fiskveiði
lögsögunnar og öflun viðurkenn
ingar á rétti íslands til land-
grunnsins alls. Ekki kemur til
greina að framlengja samning-
inn við Breta. um takmörkuð
og tímaburidin réttindi til fisk-
veiða, en hann fellur úr gildi 11.
marz á næsta ári. Nauðsynleg
verndun fiskimiða samfara efl-
ingu fiskiðnaðar og aukinni nýt
ingu sjávarafurða til manneldis.
Efling iandhelgisgæzlunnar í
samræmi við aukin verkefni.
14) Öryggi landsins með aðild
íslands að Atlantshafsbandalag-
inu og varnaraðgerðum, sem eru
nauðsynlegar að mati íslendinga
sjálfra.
15) Aðild Islands að efnahags
samstarfi, eftir þvi sem hags-
munir þjóðarinnar krefjast og
án þess að undirgangast nokkur
samningsákvæði, sem hér geta
með engu móti átt við.
16) Skólanám og fræðsla, er
veiti ungum íslendingum þá
menntun, sem býr þá bezt undir
að skapa sér sína eigin ham-
ingju og að lifa sem frjálsir og
sjálfstæðir einstaklingar, enda
sé allt námsefnið og fræðslu-
starfið I stöðugri endurskoðun
með þetta að leiðarljósi. Að-
staða til æðri menntunar verði
bætt m. a. með því að styrkja
svo Háskóla íslands, að hann
geti gegnt því hlutverki, að
mennta sérfræðinga til starfa
fyrir atvinnuvegina. Aukin
starfsfræðsla og verkmennt, m.
a. með eflingu lögboðinnar iðn-
fræðslu og tækniskólamenntun,
meistaraskóla, verkstjórnar- og
hagræðingarnámskeiðum.
17) Efling almannatrygginga.
Stuðningur við starfsemi til
sjálfshjálpar öryrkja og eflingu
stofnana, sem hlúa að sjúku
fóiki og öldruðu. Fullkomin heil
brigðisþjónusta i þágu allra
landsmanna. Efling slysavarna
og öryggismála á sjó, landi og
í lofti.
18) Að sem flestir einstakling
ar eignist eigin íbúðir. Efling
hins almenna veðlánakerfis á
vegum húsnæðismálastjórnar í
samvinnu við peningastofnanir
á grundvelli vaxandi spárifjár-
myndunar. Aukinn stuðningur
við byggingu verkamannabú-
staða og útrýming heilsuspill-
andi húsnæðis. Endurskoðun
löggjafar um byggingarsam-
vinnufélög. Ráðstafanir til að
lækka byggingarkostnað.
19) Öflugur stuðningur við
kristindóm jjg kirkju, svo að
starfshættir hennar geti orðið
fjölbreyttari og áhrifaríkari.
Greitt sé fyrir heilbrigðri félags
starfsemi æskunnar, íþróttalífi
og bindindisstarfsemi. Uppeldis
starf f þágu ungmenna, sem
þarfnast sérstakrar hjálpar.
Fundin séu úrræði til að félags
heimilasjóður og íþróttasjóður
geti staðið við skuldbindingar
sínar. íslenzku sjónvarpi verði
komið upp og þessi nútíma-
tækni hagnýtt til eflingar ísl.
þjóðmenningar.
I kosningum þeim til Alþing
is ,sem fram eiga að fara 9.
júní velur þjóðin um það, hvort
haldast skuli í landinu sterk
stjórn og samhent, sem sækir
fram til frelsis og hagsældar,
eða við éigi að taka glundroði
og óvissa um allt annað en ný
höft og margháttaða frelsis-
skerðingu.
Sjálfstæðisflokkurinn mun nú
sem fyrr vinna að málefnum
þjóðarinnar með hagsmuni allra
stétta fyrir augum.
Hann heitir á þjóðina
AÐ HAFNA SUNDRUNG,
EN VELJA VIÐREISN.
varð hálfri stundu áður á Miklu-
braut, skammt innan við Shellstöð-
ina. Bifreið úr Hafnarfirði var þar
á ferð og ók austur götuna. Bíl-
stjórinn skýrir svo frá, að hann
hafi séð hóp barna við akbraut-
ina, en þegar hann átti eftir um
það bil eina bíilengd að komast
á móts við þau, tók 4 ára drengur,
Óskar Traustason, Hvassaleiti 30,
sig skyndilega út úr hópnum og
! beint út á akbrautina í veg fyrir
bifreiðina. Óskar litli lenti á vinstra
| framhorni bifreiðarinnar og skall
í götuna. Hann var meðvitundar-
laus þegar ökumaður bifreiðarinn-
! ar kom út og mun hafa meiðzt
mikið, m. a. hlaut hann höfuð-
áverka og lærbrot, en ókannað var
s;ðast þegar vitað var, hvort um
innvortis meiðsli hafi einnig verið
j að ræða.
liésmifisdð
Framhald *.i bls. I.
lenti á varðskipinu, í staö þess
straukst hann fyrir framan, en
ennþá var það mikil ferð á varð
skipinu ,að árekstri varð ekki
forðað, þó hann yrði tiltölulega
lítill, þar sem vélar Óðins tóku
fullt aftur á bak.
/