Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 4
Laugard. 20. apríl að lokinni sýn ingu á Andorra, voru afhent verðlaun úr Menningarsjóði Þjóð- lcikhússins, en þann dag var af- mæli Þjóðleikhússins. Menningarsjóðsverðlaunin hlaut að þessu sinni Gunnar Eyjólfsson, leikari og eru þau að upphæð kr. 15.000. Guðlaugur Rósinkranz þjóðleik- hússtjóri ávarpaði leikara og starfsfólk að lokinni sýningu og afhenti Gunnari verðlaunin og skai þeim varið til utanfarár. Leik- ari sá er hlýtur þau, hverju sinni, skal nota verðlaunin til að kynna sér nýjungar í erlendum leikhús- um. Þetta er í' fjórða sinn, sem verðlaun eru veitt úr Menningar- sjóði Þjóðleikhússins. Verðlaunun- um var fyrst úthlutað úr sjóðnum árið 1958 og hlaut Róbert Arn- finnsson þau. Á 10 ára afmæli leikhússins árið 1960 voru veitt tvenn verðlaun úr sjóðnum og hlutu leikararnir Herdís Þorvalds- dóttir og Valur Gíslason þau. Á. s.l. ári voru veitt tvenn verðlaun úr sjóðnum til leikaranna Guð- bjargar Þorbjarnardóttur og Rúriks Haraldssonar. Gunnar Eyjólfsson er því sjötti leikarinn, sem hlýtur | verðlaun úr sjóðnum. eftir að mega koma hingað aft- ur að sumri og helzt að vera lengui^ en í fyrrasumar. Sumir Bandaríkjamenn hafa tjáð mér að þeir muni koma með konur sínar næst og það sýnir bezt að þeim hefur líkað dvölin vel, þvl það er næsta sjaldgæft að þeir taki konurnar með sér í veiðiferðjr nema því aðeins að þeir geti boðið þeim sérstakan lúxusaðbúnað, eða telji við- komandi Iand hafa upp á svo mikið að bjóða að konurnar verði að njóta dásemda þess með þeim. Annars hafa heyrzt raddir um það að veiðiárnar og veiði- vötnin hér eigi aðeins að vera fyrir íslendinga eins og erlend- ir ferðamenn eigi ekki að fá aðgang að þeim. Ég skil ekki þann hugsunarhátt og sízt þar sem Ferðaskrifstofa ríkisins og e. t. v. fleiri aðilar reyna að hæna erlenda ferðamenn til ís- lands, ekki sízt á þeim forsend- um hvað hér er góð lax og silungsveiði. Ef við getum ekki boðið útlendingum upp á sæmi- lega þjónustu, er eins gott fyr- ir okkur að Ioka landinu fyrir þeim. Þröngsýn sjónarmið I þessu sem öðru eiga engan rétt á sér. — Verður áþekkt fyrir- komulag við veiði í Vatnsdalsá að sumri eins og var s.l. sum- ar? — Já, ég annast fyrirgreiðslu fyrir þá veiðimenn sem þess óska, skipulegg ferðir þeirra ef svo ber undir, útvega þeim mat og gistingu { Kvennaskólanum á Blönduósi og ennfremur bif- reiðar, túlka og leiðsögumenn eftir því sem hver vill. — Þú segist hafa verið að kynna þér fiskiræktarmál er- lendis í vetur? — Já, ég fór bæði til Evrópu og Ameríku I þessum tilgangi. Bæðj til að læra af þeim og kynnast viðhorfum þeff'ra jafnt til laxveiði sem og til lax- jjg, silungsræktar. Annars eru við- horf Ameríkumanna og Evrópu- búa gjörólíkt í þessum efnum sem mótazt hefur fyrst og fremst af fyrirkomulagi á hverjum stað fyrir sig. í Banda- ríkjunum eru öll veiðisvæði í eigu ríkisins og veiðirétturinn þar kostar svo til ekki neitt. Af þessu hefur víða myndazt of- veiði, sem nú er orðið að vanda máli. Hefur helzt verið ráðgert að hækka veiðiréttinn í verði, en nota svo aftur tekjumar til aukinnar fiskræktunar, ýmist með klaki, friðun eða áburði. í Evrópu eru veiðisvæðin að Framhald á bls. 10. Gunnar Eyjólfsson hlýtur verðlaun Þessi mynd var tekin við verðlaunaafhendinguna, og sýnir þá sem hafa fengið verðlaun úr sjóðnum, ásamt úthlutunarnefr> ■ dið frá vinstri, Rúrik Haraldsson, Róbert Amfinnsson, Gunnar Eyjólfsson, Guðbjörg Þorbjarnardói. . i ölaugur Rósinkranz, dr. Gunnlaugur Þórðarson, Herdís Þorvaldsdóttir, Valur Gíslason. V í S IR . Þriðjudagur 30. apríl i’968. Bætir aðstöðu veiðimanna við REYÐARVATN Veiðiréttur í Vatnsdalsá fyrir næsta sumar var upppantaður \ ágúst í fyrra Veiði dagsins. Guðmundur Ásgeirsson hefur fest kaup á einu af mestu og beztu veiðivötnum í námunda við Reykjavík, en það er Reyð- arvatn inn af Lundareyki.adal í Borgarfirði. Og í sambandi við þessi kaup hefur Guðmundur hugsað sér að koma á ýmsum nýmælum, bæði í sambandi við sUungsrækt i vatninu og eins aukna þjónustu við veiðimenn og aðra sumargesti, sem leggja vildu Ieið sina að Reyðarvatni. Veiðiréttinn í Reyðarvatni eignaðist Guðmundur með kaup um á jörðinni Þverfelli í Lunda- reykjadal nú fyrir skemmstu. Jafnframt eignaðist Guðmundur veiðirétt í öðru vatni á Uxa- hryggjaleið um leið, en það heit ir Uxavatn, og er í því vænn silungur. Visir átti tal við Guðmund um þessi kaup hans á veiðirétt- inum í Reyðarvatni og innti hann jafnframt eftir því, hvort hann ætti einn veiðiréttinn í því. — Mér hefur skilizt, svaraði Guðmundur, að tvö hreppsfélög, Lundareykjadals- og Reyholts- dalshrepps, sém eiga munu upp- rekstrarland að austanverðu Reyðarvatni, ætli sér að gera tilkall til veiðiréttar fyrir hreppsbúa sína. Ef til þess kemur fer það sennilega til dómsúrskurðar eins og hvert annað landamerkjamál. Annars hefur Stangaveiðifélag Reykja- víkur haft veiðiréttindin í Reyðarvatni á leigu síðastliðin 5 ár af fyrrverandi eiganda jarðarinnar Þverfells, og án íhlutunar af annarra hálfu. — Helzt Þverfell áfram í byggð þrátt fyrir eigenda- skiptin? — Já. Núverandi ábúandi hefur eftir sem áður allar gras- nytjar af jörðinni. Þverfell er mikil jörð, góð beit á henni og landrými mjög mikið. — Og góð veiði í Reyðar- vatni? — Það er talið ágætt veiði- vatn, enda bæði stórt um sig og djúpt. Það er um 8 ferkm. að stærð og í þvi hefur mælzt 50 metra dýpi. Silungurinn sem í því er er að mestu eða öllu leyti bleikja og þar hafa veiðzt allt að 18 punda bleikjur. — Hefðurðu hugsað þér að gera ákveðnar ráðstafanir í sambandi við veiðina í Reyðar- vatni á næstunni? — Já, ýmislegt hefur manni komið til hugar. Meðal annars það að rækta það og gera til- raun með að bera á það, en það verður varla fyrr en á næsta ári. Einmitt þetta atriði hef ég verið að kynna mér er- Iendis í vetur. Ég hef ennfremur hugsað mér að byggja á næsta ári veit- ingaskála á Uxahryggjaleið og staðsetja hann við afleggjar- ann að Reyðarvatni, en þaðan er sem sagt örstutt að vatninu. — Verður þar jafnframt gist- ing? i — Nei, aðeins matsölustaður og hvers konar veitingar seld- ar. Seinna gæti komið til mála að byggja veiðiskála við vatnið, en það verður að bíða þar til síðar. — Er fleirá á döfinni í sam- bandi við Reyðarvatn? — Helzt það að ég hef hugs- að mér að efna til hópferða þangað í sumar, einkum um helgar, þannig að lagt yrði af stað frá Reykjavík eftir hádegi á laugardögum og komið aftur á sunnudagskvöldum. Það er ætlunin. að koma upp stórum báti á vatnið, sem flytti fólk eftir óskum og þörfum. Tjald- stæði eru bezt og skemmtileg- ust við norðanvert vatnið, mik- ill gróður og m. a. kjarr. En þangað er Iangt að fara fyrir fótgangandi fólk og erfitt að bera farangur alla þá deið. Ef bátur kemst á vatnið breytist allt þetta viðhorf. Fram til þessa hefur ekkert verið gert fyrir þá menn, sem veitt hafa i vatninu, engir bát- ar verið til staðar og engar ferðir skipulagðar. Nú er hug- myndin að breyta þessu, en stilla samt öllu verði i hóf, þannigi, að bæði ferðirnar og veiðileyfin verði seld mjög ó- dýrt.- Ég hef hugsað mér að ferjumaðurinn á bátnum verði jafnframt umsjónarmaður með vatninu. — Þú hefur líka Vatnsdalsá í sumar eins og í fyrra? — Já. — Ertu þegar farinn að leigja hana út yfir sumarið? 1 — Hún var fullleigð fyrir hvem einasta dag í sumar strax i ágústmánuði í fyrra. — Og hverjir eru það sem hafa sótzt svona mikið eftir henni? — Að langmestu leyti sömu mennirnir og í fyrra. Þeim lík- aði undantekningarlaust af- bragðsvel, þeir sóttust allir BSiU..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.