Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 2
2 VlSIR . Þriðjudagur 30. apríl 1963. " V' ' ''iít i Skírður eftir Eyjólfi Hinum ínargbreytilega smá- bátaflota Ástraliumanna, sem dýrka útifþróttir, sund og sigl- ingar manna mest, hefur bætzt viö bátur, sem ber íslenzkt nafn, en þaö er gæiunafnið EYJI, en svo hefur Eyjólfur Jónsson sundkappi Iöngum verið nefndur af vinum sínum. Ástæða þessa er sú, að vinur Eyjólfs , frá styrjaldarárunum, Joseph Walsh, vel efnaður kaup maður í Adeiaide, skírði annan bát sinna eftir hinum gamla vini sinum frá íslandi, en Walsh var hér i bandaríska flotanum, en hann er Iærður siglingafræð- ingur. Walsh og Eyjóifur hafa alltaf haidið sambandinu sfn á milli og skrifazt á. Walsh Iærði íslenzku allvel meðan hann dvaldi hér, las íslendingasögurnar og hefur kveikt þann áhuga hjá 18 ára dóttur sinni, Valerie, sem vill fara alla leið til íslands og nema norrænu við Háskóla íslands. Myndin sýnir syni Walsh við nýja bátinn, EYJA, en drengirn- ir heita Steve, Damion, Peter og einn vina þeirra. /T JV '////<2ML2Z///4m7Z7////A w//////ó/m////A E HRAÐI 0G FJÖR í LFIK VALS 0G ÞRÓTTAR Það voru þreyttir leik- menn Vals og Þróttar, sem yfirgáfu völlinn í gær- kvöldi eftir hraðan og skemmtilegan leik, 2:2. - Valsmenn áttu frumkvæði leiksins og voru öllu nær sigri, en Þróttarar duttu niður á löngum köflum, en léku vei á milli. í hálfleik var staðan 1:1. Valsmenn voru alls ráðandi fyrstu mínútur leiksins og áttu talsvert mörg faeri, en fá mjög góð. Steingrímur átti þó tvö allgóð færi á 26. og 32, mín, en misnotaði. Þróttarar sköpuðu sér hættu á 37. mín„ þegar Axel óð upp vinstri væng. ★ Valur skoraði fyrra mark sitt 4 11. mín,, en hann fékk fallega sendingu Steingríms frá hægri en skot Bergsteins var mjög gott, ★ Þróttarar skoruðu 1:1 á 38. mín. Það var Axel Axelsson v. útherji, mjög góður Ieikmaður, sem brunaði enn í gegn hjá Árna Njálssyni og skoraði fram hjá markverði með fallegu skoti, ★ Á 53. mín. fær Valur foryst- una aftur. Nýliðinn Bergsveinn Alfonsson skorar laglega með skalla, en engu minni heiður átti Bergsteinn þó fyrir fallega fyrirgjöf utan af kanti. ★ Síðasta markið kom svo á 77. mín„ en það kom eftir sókn upp vinstri kant, sem endar með fyrirgjöf Axels og góðum skalla Jens Karlssonar innherja Þrótt- ar f stöng, en Jens var fylginn og skoraði úr þvögunni, sem myndaðist. Þróttarar voru nú mjög fylgnir og Haukur Þörvaldsson, sem nú var óvenju lítið með í leiknum, átti gott færi en lyfti yfir stöng ágætri sendingu Axels, en þá voru 5 mínútur eftir af leik. Valsliðið átti allgóðan leik. Her- mann markvörður er mikill styrk- ur, en Árni og Þorsteinn góðir bak- verðir, enda þótt Árni yrði oft að sjá á eftir hinum leikna útherja Þróttar. Framvarðalína Vals er sterk, Ormar stöðvar vel og Elías var allgóður. í framlínunni var Bergsteinn beztur, en Bergsveinn er mjög efnilegur unglingur. Þróttarliðið sýndi nú að það var ekki eintóm heppni að þeir unnu Islandsmeistarana á dögunum, því í liðinu eru mörg mjög góð efni og með meiri festu og öryggi í leik ætti liðið að setjast a. m. k. í sama sess og önnur Reykjavíkurfélög. Axel Axelsson var áberandi góður oft á tíðum, en datt niður annað slagið. Markvörðurinn, Guttormur Ólafsson var og góður, hefur hið fullkomna auga fyrir úthlaupum og staðsetningum. Miðvörður liðsins, Jón Björgvinsson er og skemmti- legur og traustur leikmaður. Dug- mesti maður liðsins í þessum leik Vals og Þróttar í leðjunni á íþrótta vellinum var þó Jens Karlsson inn- herji, sem var mjög drífandi og ákveðinn, en Ijóður á hans ráði er, að halda boltanum of lengi í einu í stað þess að láta hann ganga til næsta manns. Dómari var Carl Bergmann og dnmdi allsæmilega. Margir áhorf- endur voru á vellinum þrátt fyrir kulda og nepju og fengu góðan leik fyrir aura sína. — jbp — Suðrænn skophiti i ítulskri knattspyrnu ítalska lögreglan handtók 44 menn eftir uppþot í Napolí og Salemo í fyrradag. Fjöldi áhorf enda meiddist í átökunum, sem urðu á knattspyrnuvöllum borg anna. í Napoli vildu áhorfendur ná f dómarann en að auki „tala við“ gestaliðið Modena. Þrír leikmanna liðsins voru fluttir á sjúkrahús ilia meiddir af æstum lýðnum, en lögreglan skakkaði leikinn með táragassprengjum. Fjöldi lögregluþjóna var fluttur í sjúkrahús. í Salerno var ástandið enn alvarlegra, en þar var einn á- horfandi drepinn og fjöldi manna slasaðist, Búizt var við að knattspyrnusambandið loki báðum knattspyrnuvöllunum fyrst um sinn vegna atburða þessara. Er það mikið tjón fyrir heimaliðin, þar eð nú Ieika þau aðeins útileiki, en enga heima- leikl. Kjartan Sæmundsson Kveðja Fyrirvaralaust hvarf úr hópi okk ar hér háttprúður samborgari, sem gekk að daglegum störfum sínum með slíkri fágaðri framkomu og vingjarnlegu viðmóti, að hann vakti jafnt eftirtekt ókunnugra sem og virðingu þeirra, er hann þekktu og hann átti skipti við. Fátækur fæddlst hann í þennan heim og við lítil veraldarefni ólst hann upn, Snemma fór hann að vinna sjálfur fyrir sér og vinnan skapaði manninn og mótaði allt dagfar hans. Or foreldrahúsum fékk hann eljusemi og trúmennsku í fararnesti. Þessar dyggðir dugðu honum til þroska á uppvaxtar- og manndómsárum. Allt líf hans mót- aðist af þessu fararnesti og þeim þroska, sem vinnan veltti honum. Fyrr en varði voru honum falin trúnaðarstörf á verkssviði hans og með hverju starfi og hverri nýrri ábyrgð óx maðurinn, en verkin döfnuðu undir handleiðslu hans, Sjálfum sér hlífði hann aldrei og alla Jífsgrku Sína lagði hann í verk þau, sem hann tók að sér. En öllu má ofbjóða, jafnt lífsorkunni sem getu jarðnesks líkama til þess að standast meiri andlega og líkam- Iega vinnu heldur en þetta flókna völundarhús fær þolað. Og húsið gafst upp síðastliðinn miðvikudag í þrepunum fyrir framan vinnu- stofuna. Ég hef hér lýst lífsbaráttu Kjart ans Sæmundssonar kaupfélags- stjóra í Reykjavík. Hann fæddist í Ólafsfirði 6. aprfl 1911 og andað- ist í Reykjavík 24. apríl síðastlið- inn og hafði þá rétta tvo um fimmtugt. Ætt hans var öll úr Ólafsfirði og nærsveitum, allt mannkostafólk. Kjartan eignaðist marga trygga vini á annríkum ævi degi, einkum meðal starfsfélaga, en að eðlisfari var hann dulur og hlé- drægur, Hann kunni þó þá list að leika á als oddi, en ekki var það gert nema á sérstökum tímamótum og ef þannig var til stofnað. Marglr syrgja Kjartan Sæmunds son, en sárastur harmur er með eiginkonu og fjórum ungum daetr- um, fóstursyni Og fjölskyidu hans. Einnig ástríkum föður, sem athvarf átti á heimili hans í elli sinni, og tveim systkinum. Ölium þeim færi ég kveðju ástvinanna og bið þeim huggunar í sárri sorg, en minningin um ástríkan heimilisföður og þær manndyggðir, sem honum voru eig- inlegar, verða þeim leiðarljós á komandi árum. Elskulegi mágur. Hollvættir lands ins okkar vaki yfir ferðinni og sterk hönd hins máttuga og Það er nú þegar fyrirsjáanlegt, að miklar byggingaframkvæmdir verða í Siglufirði í sumar. Er nú ýmist verið að byrja á eða ljúka hverri stórbyggingunni á fætur annarri. Vitað er, m. a. um þessar framkvæmdir; Byrjað á 3 hæða verzlunarhúsi hjá Kaupfélaginu, byrjað á nýju húsi fyrir póst og síma, tveggja hæða, siúkrahús er í smíðum og bókhlaða einnig, Þá verða reistar 8 íbúðir í verkamannabústöðum og 10 íbúðarhús. Byrjað verður að reisa soð- vinnslugtöð hjá síldarverksmiðj- unni Rauðku og ríkisverksmiðjurn- i i ■—111111111 iii iif i immwnniww miskunnsama stýri knerri þínum til fyrirheitnu landanna. Reykjavík, 30. apríl 1963 ar munu stækka sína soðvinnslu- stöð. Þá mun Tunnuverksmiðja rík- isins reisa stórt stálgrindarhús. Til allra þessara framkvæmda þarf geysilega mikið vinnuafl og mun þegar í vor verða skortur á vinnuafli, sérstaklega á iðnlærðum mönnum til að annast framkvæmd- irnar. Stefán Bjamason. Fjöldi nýrra bygg- inga á Siglufírði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.