Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 7
7 V í S I R . Þriðjudagur 30. apríl 1963. Hljómplata til styrkt- ar flóttamönnum Hlustið og hjálpið okkur. Þessi orð ásamt mynd af fátæklega bún um og sjálfsagt vanærðum börn- um er á stóru spjaldi, sem Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur sent út með hljómplötu þeirri, sem kom í hljómplötuverzl- anir á íslandi nýlega og ber nafnið „ALL-STAR FESTIVAL“. Útgáfa hljómplötunnar „ALL- STAR FESTIVAL" er einn liður- inn í hinni víðtæku fjáröflunar- starfsemi Flóttamannahjálparinnar til baráttunnar gégn andlegum og líkamlegum meinum \ landflótta fólks alls staðar í heiminum, en eins og ailir vita er flóttamanna- vandamálið eitt mesta vandamál þessarar aldar. Aðdragandinn að útkomu „ALL- STAR FESTIVAL" er sá, að Flótta mannahjálpin fékk nokkra heims- fræga listamenn með Yul Brunner í fararbroddi til að velja listamenn, til að koma fram á hljómplötu, sem seid skyldi verða til ágóða fyrir samtökin. Val þeirra féll þann ig: Louis Amstrong, Edith Piaf, Bing Crosby, Nana Mpuskouri, Caterina Valente, Patt Page, Maurice Chevalier, Ella Fitzgerald, Nat „King“ Cole, Mahalia Jackson, Anne Shelton, Trio „Los Para- guayos“ og Doris Day. Listafólkið brást' allt vel við og söng inn á hljómplötuna endurgjaldslaust. Philips gaf út „ALL-STAR FESTIVAL”, sem kom út í marz lok og hefur annazt dreifingu. Hljómplötuverzlanir um ailan heim hafa selt plötuna nær eða aiveg endurgjaldslaust. Þar sem Flóttamannahjálpin á enga fulltrúa á íslandi hefur Rauði Krossinn tekið að sér að annast pöntun og dreifingu á plötunni, án endurgjalds, og sömuleiðis munu hljómplötuverzlanir ekki taka nein umboðsiaun. Gefnir hafa verið allir tollar og flugfélögin flytja pantanirnar ókeypis. Verð plötunn ar verður þvl aðeins 250 krónur, en það er um 20% lægra verð en Long Playing plötur, sem þessi, eru yfirleitt seldar á. „ALL-STAR FESTIVAL" hefur verið afbragðs vel tekið um allan heim og er ekki að efa, að svo mun einnig verða hér á iandi. Það er ekki á hverjum degi, að okkur gefst tækifæri til að hlusta á svo marga fræga söngvara og um leið að hjálpa bágstöddu flóttafólki um allan heim. B.v. Ölafur Jóhannes- son seldur til NOREGS Nýlega tókust samningar milli | fjármálaráðuneytisins og norsks út gerðarmanns Vindenæs um sölu á togaranum Ólafi Jóhannessyni, sem legið hefur ónotaður í nærri tvö ár. Kaupverðið var ákveðið 2 millj. ' 750 þús. kr. Var það sonur út- gerðarmannsins norska, Ejnar Vindenæs, sem undirritaði kaup-'^ samninginn, en hann er nú staddur hér. Ríkissjóður hefur undir höndum i þrjá aðra gamla togara, sem hafa I verið til sölu. Eru það togarnir ! Þorsteinn þorskabítur, sem er úti | í Englandi og verið að gera hann upp, og togararnir Brimnes og Sólborg. Lítíri áhugi er hér innaniands á að kaupa togarana, þar sem tog- araútgerð á í vök að verjast. Engin von hefur verið til að selja togar- ana innanlands nema með því að lána mestallt eða allt kaupverðið, en hinn norski útgerðarmaður borg ar kaupverðið út í hönd. Hinn norski útgerðarmaður hyggst sigla skipinu hið fyrsta út til Noregs og verður > þar fram- kvæmd víðtæk og kostnaðarmikil viðgerð og breytingar. Verður m. a. sett ný vél í skipið. Ætlun þeirra er að nota togarann á síldveiðum við ísland í sumar, bæði stundi skipið sjálft síldveiðar og svo verði það notað sem móðurskip fyrir síldveiðiflota Vindenæs, til flutn- inga á síldinni til Noregs. Er hér um tiiraun að ræða og hafa þeir Vindenæsfeðgar látið í ljós hug á að kaupa hér fleiri gamla togara, ef þessi tilraun gefur góðan árangur. SSys á Akureyri Á laugardaginn varð umferðar- j slys við Akureyri, er árekstur varð | milli bifreiðar og bifhjóls á þjóð- | ^ veginuni rétt við Glerá í Glerár- i j þorpi. Á bifhjólinu var mennta- 1 skólanemi. Féll hann í götuna og j fótbrotnaði. Hann var fluttur í sjúkrahúsið og leið eftir vonum í morgun. l'íiBl Gerir tillögur um gagn- fræðaskóla raunfræða Ásgeir Þorsteinsson, verk- fræðingur, hefur sent borgar- ráði Reykjavíkur tillögur um gagnfræðaskóla raunfræða og tillögu um breytt gagnfræða- stig verknáms. Tillögur hans miða að myndun gagnfræða- deilda er verði í meiri tengsl- um við atvinnulífið, en gagn- fræðadeildirnar eru nú. í bréfi sínu til borgarráðs segir Ásgeir m. a.: Á fundi uin tæknimennt- un og atvinnulífið, er fram fór hér í bæ £ vetur, bar gagnfræða- menntunina albnjög á góma. Fulltrúar gagnfræðaskólanna, er töluðu á fundinum, lýstu því yfir, að lokapróf þeirra væru endaslepp og ekki í beinum tengslum við atvinnulífið nema helzt í verzlunardeildunum. Þetta kom mér ekki á óvart, og gerði ég þennan þátt því einnig að umtalsefni á fundin- um. Til þess að ekki fari milli mála, hvar skórinn kreppir, vil ég setja nokkrar upplýsingar námið þar). Loks eru tillögur mínar um gagnfræðaskóla raun- fræða”, R (stuðzt er við realaf- delingen, teknisk iinie, £ Dan- mörku) og tillaga um breytt gagnfræðastig verknáms, V2. Stundafjöldinn er fyrir allan námstímann frá barnask. greina, sem er gagnfræðastig- inu óviðkomandi. Þessi ráðstöf- un minnkar álagið á iðnskólann um helming. Hún gerir það einn- ig að verkum að með 6 mánaða undirbúningsnámskeiði eins og nú á sér stað hér (og einnig í Danmörku), getur verknáms- Samanburður á alm. gagn- gagnfræðingur tekið próf inn í fræðastiginu (A) og nýju raun- fræðastjgi (R), (er í Danmörku tækniskóla, synlegt." en það er nauð- A VI I R V2 Tungum. 1650 st. 1500 st. 1494 st. 1650 st. 1500 st. Reikn. (st.) . 510 — 480 — 598 — 800 — 600 — Raunfr. 90 — ?o 136 — 480 — 180 — t Samtals: 2250 — 2070 — 2228 — 2930 — 2280 — 2800 st.), sýnir berlega, hversu ábótavant er hér í þeim efnum, því 680 st., eða um 30%, vant- ar í reikningi (stf.) og raunfræð- um með sömu tungumála- kennslu. Gagnfræðastigi raunfræða (R) er ætlað að gefa nægilega mennt un til þess að verðskulda upp- í síðari hluta bréfsins ræddi Ásgeir Þorsteinsson um verk- námið sjálft. Taldi hann hægt að stytta iðnámið niður í 2—2/2 ár, ef hægt væri að koma ungl- ingum til Iaunaðrar vinnu á verkstæðum, yfir sumartímann eftir 3. og 4. bekk Þá tæki iðn- skólinn við þeim til sérnáms. „Þess skal að lokum getið að og breytt skipulag verknámsskóla fram í töflu hér á eftir. Saman- burðurinn nær til þriggja greina: Tungumála, reiknings (og stærð- fræði) og raunfræða (eðlis-, efria- og líffræði). Skólastigin erú Almennur gagnfræðáskóli, ’A, bg gághfrséðadeild verkriáms í Vesturb.skóla, VI. (Skólaskýrsl ur 1959/60). Auk þess er tekið saman nám undir miðskólapróf (1—3 b. verknáms í gagnfræðad. Vesturb.) og iðnskólanámið i sömu greinum, I (sem næst hálft (öku í tækniskóla, hér eða ann- ars staðar (ef 1. eink. er náð, eins og í Danmörku). Gaghfræðástig verknáms verð < ur aö þola samanburð við mið- skólapróf, að viðbættu almenna náminu í iðnskólanum (I). Þar vantar um 158 st. á, eðaitæpl. 8%. Úr þessu ástandi er (illög- unni (V2) ætlað að bæta. I iðn- skóla hér í bæ á ekki að vera annað en sérnám einstöku iðn- gagnfræðastig raunfræða mundi inna tíðar opna unglingum er það stunda, leið inn í tæknihá- skóla, gegnum forskóla, líkt og tíðkast hefur í Danm. í. áratugi „Ætlunin e^.. sú, með þessum tillögum, að bæði stigin (stig raunfræða og verknáms) fái raunhæft takmark í tæknimennt uninni, og á þvl ríður atvinnu- lífinu nú mest“, sagði tillögu- höfundur í lok bréfs ssíns. Skórust á bílrúðu Umferðaróhapp skeði í Kópavogi síðdegis á föstudag og voru tveir farþegar í bifreið, sem kastazt höfðu á framrúðu bílsins, fluttir í slysavarðstofuna í Reykjavik. Óhapp þetta vildi til með þeim hætti, að sendiferðabifreið, sem var að beygja af Álfhólsveginum inn að smurstöðinni gegnt Kópavogs- apóteki, lenti á trollhlera sem var þar í innkeyrsiunni og við það lcorn mikill hnykkur á bílinn. Tveir piltar, sem • sátu við híið ökumannsins, hrukku fram á rúð- una, brutu hana' og skárust eitt- hvað í andliti, annar þó meira. Þeir voru fluttir í sjúkrabíl í slysa- varðstofuna, en að aðgerð lokinni var þeim leyft að fara heim til sín. Aöaifundur Blaða- mannafélags Islands Aðalfundur Blaðamannafélags íslands var haldinn í Klúbbnum s.I. sunnudag. Var fundurinn fjöl- mennur, og umræður fjörugar. Ný stjórn var kjörin, og hana skipa nú: ivar Jónsson (Þjóðviljinn), Atli Steinarson (Morgunblaðið), Björg- vin Guðmundsson (Alþýðublaðið), Elín Pálmadóttir (Morgunblaðið) og Tómas Karlsson (Tíminn), ívar er formaður stjórnarinnar. Á fundinum flutti fráfarandi for- maður, Gunnar G. Schram, skýrslu um störf stjórnarinnar á s.l. starfs- ári. Var ýmsum nýjungum hrint í framkvæmd. Efnt var til Pressu- balls, sem tókst mjög vel. Pressu- klúbbur var opnaður í turnherbergi Hótel Borgar og félagið opnaði skrif stofu. Þá leitaði stjórnin hófanna um kaup á sumarbústað fyrir fé- lagsmenn, en af þeim kaupum varð ekki. Þá hafa verið gerð drög að siðalögum fyrir blaðamenn, og verða þau tekin til umræðu á fundi, sem haldinn verður innan skamms. Þá flutti Ingólfur Kristjánsson rit- stjóri skýrslu um hag Menningar- sjóðs Blaðamannaféiagsins og er hann góður. í stjórn sjóðsins voru kjörnir Ingólfur Kristjánsson, Björn Thors og Indriði G. Þorsteinsson. I stjórn Lífeyrissjóðs Andrés Kristjánsson og Þorbjörn Guð- mundsson. Selflytja vörur i Grænlamfí Tvær flugvélar frá Flugfélagi ís-1 þeirra, sem eru á leið til veðurat-1 síaða á austurströnd Grænlands. iands áttu að leggja í Grænlands-! hugunarstöðva í Grænlandi og þar sem ekk iverður komið við öðr flug urn hádegið í dag með flutn- ; leysa aðra veðurfræðinga af hólmi.; um farartækjum en skíðaflugvél- ing og farþega. Skíðaflugvélin Gljáfaxi er einn- \ um. Er þetta í fyrsta skipti, sem Flugvélar þessar eru Skymaster-1 ig á leið til Meistaravíkur, en kem- j sá háttur er hafður á að flytja vöru- vélin Straumfaxi og skíðaflugvélin ur við i Scoresbysundi. Hún mun , birgðir með stórri flugvél til ákveð Gljáfaxi. Sú fyrrnefnda fer.til Meist i síðar verða nokkra daga í Græn- ins staðar í Grænlandi, en selflytja aravíkur blaðin vörum og auk þess j landi og flytja vörur þær, sem bæði síðan með skíðaflugvél víðsvegar eru með henni 7 farþegar, danskir ; hún og Straumfaxi höfðu meðferð- til dreifbýlisins við austurströndina veðurfræðingar og aðstoðarmenn - is til Meistaravíkur, til ýmissa smá-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.